Sama sag­an kveð­in tvisvar

Fréttablaðið - - BÍLAR - BÆK­UR Las­ar­us Höf­und­ur: Lars Kepler Þýð­andi: Eyrún Edda Hjör­leifs­dótt­ir Út­gef­andi: JPV Bl­að­síð­ur: 566 Bryn­dís Silja Pálma­dótt­ir

Sænsku hjón­in Al­ex­andra og Alexander Ahndoril eru flest­um glæpa­sagna­að­dá­end­um kunn. Nýj­asta verk­ið úr smiðju hjón­anna, sem skrifa und­ir höf­und­ar­nafn­inu Lars Kepler, er spennu­tryll­ir­inn Las­ar­us. Bók­in er sú sjö­unda í röð­inni um rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­inn Joona Linna og fé­laga hans í Stokk­hólms­lög­regl­unni. Í Las­ar­us snýr gam­al­kunn­ur erkióvin­ur Joona aft­ur til leiks í öllu sínu veldi og upp­hefst hrað­ur elt­inga­leik­ur sem var­ir í tæp­ar sex hundruð bl­að­síð­ur.

Bæk­urn­ar um Joona Linna hafa yf­ir­leitt haft allt sem góð spennu­saga þarfn­ast. Þar eru hraði, spenna, óvænt flétta og það sem meira er: Ill­menni sem svíf­ast einskis og láta starfs­bræð­ur sína úr Bond mynd­un­um líta út eins og sak­lausa skólastráka. Aðal­per­són­urn­ar eru á sama tíma erkitýp­ur spennu­sagn­anna, þægi­leg­ar klisj­ur sem passa vel inn í sögu­svið­ið. Þar ber að sjálf­sögðu fyrst að nefna Joona sjálf­an, dug­mik­inn rann­sókn­ar­lög­reglu­mann með sterka rétt­lætis­kennd og myrka for­tíð.

Les­anda fer strax að þykja vænt um þenn­an góða mann sem er til­bú­inn að berj­ast fram í rauð­an

dauð­ann fyr­ir ást­vini sína. Önn­ur per­sóna hef­ur feng­ið auk­ið vægi í síð­ari bók­um sagnaf lokks­ins,

Saga Bau­er sam­starfs­kona Joona. Hún er ægi­lega fög­ur og höf­und­arn­ir eyða reglu­lega miklu púðri í að lýsa feg­urð henn­ar og hug­hrif­um annarra per­sóna yf­ir þeirri gíf­ur­legu feg­urð sem þær standa frammi fyr­ir. Saga er þó al­gjört hörku­tól, sterk, snör og gáf­uð, þó hún sé vissu­lega breysk eins og all­ar per­són­ur bók­anna.

Í nýj­ustu bók­inni, Las­ar­us, rís hinn ógeð­felldi raðmorð­ingi Ju­rek Walter aft­ur upp frá dauð­um. Ju­rek lá eins og mara yf­ir fyrstu bók­un­um um Joona Linna, en hægt og ró­lega í gegn­um bæk­urn­ar fékk les­and­inn betri inn­sýn inn í for­tíð Joona og á sama tíma skýr­ari mynd af Ju­rek. Í síð­ustu sög­unni, Kan­ínufang­ar­an­um, var svo Ju­rek ráð­inn bani. Eða það hélt les­and­inn.

Strax á fyrstu blað­síð­um Las­ar­us átt­ar les­and­inn sig hins veg­ar á því að Ju­rek er ekki all­ur. Hröð fram­vinda, ógeð­felld morð og elt­inga­leik­ur sem ætl­ar eng­an endi að taka lýs­ir ágæt­lega því sem kem­ur næst.

Ju­rek, sem virð­ist hafa of­ur­nátt­úru­lega krafta, er alltaf fjór­um skref­um fram­ar en all­ar aðr­ar per­són­ur, og hef­ur það að æðsta mark­miði að ná sér niðri á Joona. Sag­an er vissu­lega spenn­andi og hinn út­smogni Ju­rek nær að halda les­anda á tán­um aft­ur á síð­ustu blað­síðu. Þrátt fyr­ir að Las­ar­us sé vissu­lega gr ípand i spennu - tryll­ir þá er eng­in sér­stök flétta í henni. Und­ir­rit­uð sakn­ar svo­lít­ið þeirr­ar af­hjúp­un­ar sem felst yf­ir­leitt í góð­um spennu­sög­um og fyrri bæk­ur Kepler-hjón­anna höfðu svo sann­ar­lega. Bók­in er í raun­inni sama sag­an sögð aft­ur, elsta bragð­ið í bók­inni not­að til þess að vekja Ju­rek til lífs­ins og lýsa aft­ur sama elt­inga­leik og les­andi hef­ur nú þeg­ar les­ið. Sag­an er samt sem áð­ur spenn­andi enda eru Kepler hjón­in góð­ir sagna­smið­ir. Nú er bara að vona að í næstu bók sé von á ferskri fram­vindu.

NIÐURSTAÐA: Fyr­ir­sjá­an­leg spenna í bók þar sem hefði átt að gera bet­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.