Dreg­ið í efa að Jó­hann hafi sam­ið Sökn­uð

Lög­menn fyr­ir­tækja sem Jó­hann Helga­son stefn­ir í Banda­ríkj­un­um vegna meints stuld­ar á lag­inu Sökn­uði með út­gáfu á lag­inu You Raise Me Up segja bæði lög­in byggð á írska þjóðlag­inu Danny Boy og boða kröfu um frá­vís­un.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - MYND/ WIKIPEDIA MYND/GOOGLE STREETVIEW [email protected]­bla­did.is

Bú­ast má við að rétt­ar­höld­um í lagastuld­ar­máli vegna lag­anna Söknuð­ar og You Raise Me Up verði ekki lok­ið fyrr en eft­ir um eitt ár. Lög­menn fyr­ir­tækja sem Jó­hann Helga­son hef­ur stefnt segja bæði lög­in byggja á sömu gömlu tón­smíð­un­um, sér­stak­lega írska þjóðlag­inu Danny Boy.

Þetta seg­ir í skjali sem lagt var fyr­ir al­rík­is­dóm­stól í Los Ang­eles fyr­ir viku. Um er að ræða sam­eig­in­legt skjal þar sem lög­mað­ur Jó­hanns Helga­son­ar ann­ars veg­ar og lög­menn ým­issa stór­fyr­ir­tækja sem Jó­hann hef­ur stefnt hins veg­ar fara yf­ir meg­in­sjón­ar­mið sín í mál­inu.

Eins og fram hef­ur kom­ið hef­ur Jó­hann Helga­son stefnt norska laga­höf­und­in­um Rolf Løv­land og stór­fyr­ir­tækj­um á borð við Warner, Uni­versal, Apple og Spotify vegna meints stuld­ar á lag­inu Sökn­uði frá ár­inu 1977. Það hafi ver­ið gert með lag­inu You Raise Me Up sem fyrst kom út 2001.

Vegna fyrn­ing­ar­reglna kem­ur fram að Jó­hann fer ekki fram á hlut­deild í tekj­um sem sköp­uð­ust vegna You Raise Me Up nema þrjú ár aft­ur í tím­ann frá því stefna var lögð fram 29. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Of­an á þetta ger­ir Jó­hann hins veg­ar kröfu um bæt­ur. Lög­menn fyr­ir­tækj­anna segj­ast munu skila inn yf­ir­liti yf­ir tekj­ur sem You Raise Me Up skil­að frá og með 29. nóv­em­ber 2015.

Þau Ava Ba­diee, Barry I. Slotnick og Tal E. Dickstein, lög­menn sem fara með mál­ið fyr­ir hönd Uni­versal, Warner Bros, UMG Record­ings og Peerm­usic, Ltd., segja það ekki koma sér á óvart að Jó­hann hafi ekki sett fram stefnu í mál­inu öll þau ár sem lið­in séu frá því You Raise Me Up náði heims­frægð í flutn­ingi Josh Grob­an ár­ið 2003. Þau litlu tón­list­ar­legu lík­indi sem séu með lög­un­um tveim­ur megi einnig finna í vin­sæl­um lög­um sem séu eldri en bæði um­rædd lög, sér­stak­lega í írska þjóðlag­inu Danny Boy.

„ Grein­ing tón­list­ar­sér­fræð­ings stað­fest­ir, í ljósi þess hversu að­gengi­leg eldri lög eru, að stefn­andi [Jó­hann] get­ur ekki kom­ist ná­lægt því að sýna fram á mark­verð lík­indi,“segja lög­menn­irn­ir. „Jafn­vel þótt stefn­andi gæti sýnt fram á að Løv­land hafi ein­hvern tíma heyrt Sökn­uð þá væri það ekki nóg til að setja fram kröfu um lagastuld þeg­ar mark­verð lík­indi eru ekki fyr­ir hendi.“

Í þessu ljósi boða Ba­diee, Slotnick og Dickstein kröfu um frá­vís­un en lög­menn beggja að­ila eiga að mæta fyr­ir dóm­ara í Los Ang­eles eft­ir viku eða í fram­haldi af því. Þau segja að kostn­að­ar­samt og tíma­frekt yrði að að kom­ast að því hvort Løv­land hafi haft að­gang að Sökn­uði og hvort um sjálf­stæð sköp­un­ar­verk væri að ræða og full­yrða að hvor­ugt þess­ara at­riða ætti að hafa áhrif á ákvörð­un um að vísa mál­inu frá.

Þá setja lög­menn fyr­ir­tækj­anna fram efa­semd­ir um lag­ið Sökn­uð. Segja þeir Jó­hann „halda því fram“að hann hafi sam­ið Sökn­uð sem „hafi að sögn“kom­ið út á Íslandi ár­ið 1977.

Fram kem­ur í skjal­inu að ekki hafi tek­ist að birta Rolf Løv­land sjálf­um stefn­una. Lög­mað­ur Jó­hanns seg­ir Løv­land í tvígang hafa end­ur­sent stefn­una óund­ir­rit­aða. Unn­ið sé að því að stefna Norð­mann­in­um sam­kvæmt al­þjóð­leg­um samn­ing­um. Því eigi að vera lok­ið í síð­asta lagi 26. júní næst­kom­andi.

Sam­kvæmt skjal­inu hafa lög­menn­irn­ir rætt mögu­leik­ann á sátt í mál­inu. „Aðil­arn­ir hafa átt forvið­ræð­ur um sátt sem ekki báru ávöxt,“seg­ir um þetta at­riði. Verði af frek­ari sátta­við­ræð­um kjósi þeir að ráða einka­mála­miðl­ara til að taka þátt í þeim.

Þann tí­unda maí eiga full­trú­ar máls­að­il­anna að mæta fyr­ir Andre Birotte Jr. dóm­ara til að ákveða dag­skrá máls­ins í fram­hald­inu. Lög­mað­ur Jó­hanns ger­ir fyr­ir sitt leyti kröfu um að mál­ið verði rek­ið frammi fyr­ir kvið­dómi. Mið­að við tíma­áætl­un í marg­nefndu skjali verð­ur mál­ið ekki til lykta leitt fyrr en eft­ir eitt ár með rétt­ar­höld­um sem gætu tek­ið fimm til sjö daga.

Verði af rétt­ar­höld­un­um boða báð­ir að­il­ar að þeir muni kalla til að minnsta kosti sjö vitni. Lög­mað­ur Jó­hanns til­grein­ir ís­lenska tón­list­ar­menn og út­varps­fólk sem hef­ur haft kynni af Rolf Løv­land eða tal­ið er geta varp­að ljósi á það hvernig Løv­land gæti hafa kom­ist í snert­ingu við lag­ið Sökn­uð á sín­um tíma, með­al ann­ars í heim­sókn­um og vinnu­ferð­um á Íslandi.

Með­al þeirra sem eru sér­stak­lega nefnd­ir á vitna­list­an­um af hálfu lög­manns Jó­hanns er írska söng­kon­an og fiðu­leik­ar­inn Fi­onnuala Sherry, með­lim­ur Secret Gar­den, hljóm­sveit­ar Løv­lands.

Al­rík­is­dóm­stóll­inn í mið­bæ Los Ang­eles í Kali­forn­íu.

Fi­onnuala Sherry, sam­starfs­mað­ur Rolfs Løv­land, er á vitna­list­an­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.