Assange sagð­ist hafa vernd­að marga er hann kom fyr­ir dóm

Stofn­andi Wik­iLeaks leggst al­far­ið gegn framsali til Banda­ríkj­anna. Lög­mað­ur banda­ríska rík­is­ins seg­ir mál­ið snú­ast um einn stærsta þjófn­að leyniskjala í banda­rískri sögu. Lög­mað­ur Assange seg­ir mál­ið hins veg­ar snú­ast um vernd­aða starfs­hætti blaða­manna.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - NORDICPHOTOS/AFP [email protected]­bla­did.is

Juli­an Assange, stofn­andi Wik­iLeaks, mætti fyr­ir dóm í gær þar sem beiðni Banda­ríkja­stjórn­ar um framsal hans frá Bretlandi var til um­ræðu. Assange sagð­ist ekki vilja vera fram­seld­ur. „Ég er blaða­mað­ur sem hef­ur unn­ið til fjöl­margra verð­launa og vernd­að fjöl­marga,“sagði hann.

Sak­sókn­ar­ar í Banda­ríkj­un­um hafa ákært Assange fyr­ir sam­særi um að fremja sta­f­ræn­an glæp og á hann yf­ir höfði sér fimm ára fang­els­is­dóm verði hann sak­felld­ur, að sögn banda­ríska dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

„ Þessi ákæra snýst um einn stærsta þjófn­að leyniskjala í sögu Banda­ríkj­anna,“hafði Reu­ters eft­ir Ben Br­andon, lög­manni banda­ríska rík­is­ins. Hann sagði mál­ið snú­ast um meint sam­ráð Assange við Chel­sea Mann­ing.

Ár­ið 2010 starf­aði Mann­ing við grein­ingu upp­lýs­inga fyr­ir banda­ríska her­inn og tók ólög­leg af­rit af 90.000 skjöl­um sem tengd­ust stríð­inu í Afgan­ist­an, 400.000 sem tengd­ust Íraks­stríð­inu, 800 um fanga í Gu­ant­anamo og 250.000 skjöl­um banda­rískra er­ind­reka. Stærst­ur hluti þess­ara skjala var síð­ar birt­ur á Wik­iLeaks.

Að sögn Br­andons áttu Mann­ing og Assange í sta­f­ræn­um sam­skipt­um um að brjóta upp læst­an gagna­grunn og þannig kom­ast yf­ir leyniskjöl. Það er hinn meinti glæp­ur Assange.

Jenni­fer Robin­son, lög­mað­ur Assange, sagði að mál­ið sner­ist ekki um tölvu­hökk­un. „Þetta mál snýst um blaða­mann og út­gef­anda sem átti í sam­ræð­um við heim­ild­ar­mann um að­gengi að upp­lýs­ing­um. Blaða­mann sem hvatti heim­ild­ar­mann sinn til þess að verða sér úti um efni og um það hvernig hægt væri að tryggja nafn­leynd heim­ild­ar­manns­ins. Þetta er vernd­að at­hæfi sem blaða­menn stunda dag­lega.“

Mann­ing var sjálf í varð­haldi frá 2010 en dæmd í 35 ára fang­elsi fyr­ir njósn­ir ár­ið 2013. Hún sat inni í tæp sjö ár áð­ur en Barack Obama for­seti fyr­ir­skip­aði að leysa hana úr haldi.

Hlé var í gær gert á með­ferð máls­ins. Reu­ters hafði eft­ir Michael Snow dóm­ara að mán­uð­ir væru þang­að til nið­ur­staða feng­ist í mál­inu.

Hins veg­ar er bú­ið að dæma í máli breska rík­is­ins gegn Assange. Hann var á mið­viku­dag dæmd­ur í fimm­tíu vikna fang­elsi fyr­ir að hafa brot­ið gegn skil­mál­um lausn­ar gegn trygg­ingu. Assange var sak­felld­ur fyr­ir að hafa flú­ið í ekvadorska sendi­ráð­ið og sótt þar um póli­tískt hæli til þess að forð­ast framsal til Sví­þjóð­ar þar sem hann var sak­að­ur um kyn­ferð­is­legt of­beldi. Hinn ástr­alski Assange dvaldi í sendi­ráð­inu í sjö ár áð­ur en hon­um var út­hýst í apríl síð­ast­liðn­um.

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wik­iLeaks, var stadd­ur fyr­ir ut­an dóm­hús­ið á mið­viku­dag. „Þetta er er spurn­ing um líf eða dauða fyr­ir Assange. Þetta er einnig spurn­ing um líf eða dauða fyr­ir grund­vall­ar­gildi blaða­mennsku,“sagði rit­stjór­inn við blaða­menn á staðn­um.

Ef Assange verð­ur fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna er ekki loku fyr­ir það skot­ið að banda­rísk stjórn­völd ákæri hann fyr­ir fleiri meinta glæpi, sam­kvæmt lög­fróð­um sér­fræð­ing­um sem The New York Ti­mes ræddi við.

Þá er ekki held­ur ómögu­legt að rann­sókn á máli Assange í Sví­þjóð verði tek­in upp á nýj­an leik.

Þessi ákæra snýst um einn stærsta þjófn­að leyniskjala í sögu Banda­ríkj­anna.

Ben Br­andon, lög­mað­ur banda­ríska rík­is­ins Ég er blaða­mað­ur sem hef­ur unn­ið til fjöl­margra verð­launa og vernd­að fjöl­marga.

Juli­an Assange, stofn­andi Wik­iLeaks

Þetta er ekki Assange sjálf­ur held­ur kín­verski lista­mað­ur­inn Ai Weiwei sem styð­ur Ástr­al­ann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.