Lyga­laup­ar á hlaup­um

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Þórlind­ur Kjart­ans­son

Þeg­ar fólk tek­ur ákvörð­un um að byrja á ein­hverju nýju eða taka upp bætt­an lífs­stíl vant­ar yf­ir­leitt ekki stuðn­ing frá um­hverf­inu. Dæmi um þetta er þeg­ar fólk tek­ur ákvörð­un um að byrja að stunda úti­hlaup. Þá ligg­ur vita­skuld bein­ast við að leita ráða og stuðn­ings hjá þeim sem hafa reynslu af því und­ar­lega hátta­lagi að klæð­ast óhemju­ljót­um fatn­aði og trimma svo í risa­stór­an hring til þess eins að mæð­ast í al­gjöru til­gangs­leysi. Hlaup­in enda oft­ast á sama stað og þau hóf­ust og hafa eft­ir því hvernig mað­ur horf­ir á það ann­að­hvort eng­an til­gang eða til­gang í sjálf­um sér, sem virð­ist reynd­ar af and­lits­drátt­um hlaup­ar­anna oft vera ein­hvers kon­ar sjálfspín­ing.

Hlaup­ar­ar sem hafa gert út­iskokk að lífs­stíl ljóma gjarn­an upp í hvetj­andi brosi þeg­ar við þá er ámálg­að­ur áhugi á að taka upp þetta at­ferli. Það stend­ur þá hvorki á vin­sam­leg­um ráð­legg­ing­um né stuðn­ingi. „Mik­il­vægt að byrja ró­lega,“er það sem er sagt fyrst. „Finna sitt tempó.“„Hafa gam­an af þessu.“„Njóta, en ekki þjóta.“

Nesti og ný­ir hlaupa­skór

Og svo segja þess­ir hlaup­ar­ar oft: „Þetta verð­ur ekk­ert mál. Svo skell­irðu þér bara í 10 kíló­metr­ana í Reykja­vík­ur­m­ara­þon­inu. Þú verð­ur enga stund að koma þér í form.“Já, já, ein­mitt. Taktu því ró­lega fyrst— en svo þarftu að kom­ast í form og hlaupa 10 km, hálf­m­ara­þon, mara­þon, Lauga­vegs­hlaup, últram­ara­þon. „Þú verð­ur enga stund að koma þér í form.“Og á bak við þessi hvatn­ing­ar­orð verð­ur strax óþægi­leg pressa. „Ef þú ert að þessu á ann­að borð, þá er eins gott að vera að keppa.“

Og með þessi ráð í nesti, og nýja hlaupa­skó á fót­un­um, hefjast æf­ing­arn­ar. Þá er eng­inn til að hvetja mann áfram. Það er bara gang­stétt­in, rign­ing­in, rok­ið eða sól­in, logn­ið og mað­ur sjálf­ur einn með sinn metn­að og vilja til þess að sýna og sanna fyr­ir sjálf­um sér og heim­in­um að mað­ur geti þetta eins og all­ir aðr­ir. Og fyr­ir þá sem hafa ver­ið dug­leg­ir að sp­ara sér spor­in eru fyrstu „æf­ing­arn­ar“eins og ís­köld vatns­gusa. Það að hlaupa 10 kíló­metra virð­ist eins fjar­læg­ur raun­veru­leiki og að geta stokk­ið yf­ir 10 metra í lang­stökki. Meira að segja fimm kíló­metr­ar virð­ast óyf­ir­stíg­an­leg­ir. Mað­ur er orð­inn und­ar­lega úr­vinda á inn­an við kíló­metra. „Það verð­ur ekk­ert mál að koma þér í form.“Ein­mitt það já.

Ós­ann­indi eða lyg­ar

Kannski er það rétt sem mig hef­ur alla tíð grun­að—að ég sé al­veg ein­stak­lega illa fall­inn til þess að stunda hlaup. Mín reynsla af því að byrja að reyna að hlaupa— eft­ir margra ára­tuga kyrr­setu, reyk­ing­ar, sæl­gæt­isát og al­mennt hóg­lífi— er ein­mitt ekki að það sé „ekk­ert mál“eða að það sé eitt­hvað ann­að en sturl­uð hug­mynd að skrá mig í 10 kíló­metra hlaup. Um leið og ég byrja að skokka, þá byrja ég að bíða eft­ir að geta hætt. Það er ekki taug eða fruma í lík­ama mín­um sem hef­ur eina ein­ustu trú á því að ég muni nokkru sinni ná að hlaupa fimm kíló­metra, hvað þá meira. Og þá hugsa ég að það megi fara til fjand­ans allt það lyga­hyski sem er í sam­særi um að halda fram þess­ari þvælu um að „all­ir geti hlaup­ið“og að mað­ur eigi bara að „hafa gam­an af þessu“. Já, haf­ið þið bara gam­an af ykk­ar til­gangs­lausa skokki og ég skal hafa gam­an af því að láta draga negl­urn­ar af fingr­un­um á mér. Er það lygi hjá öllu þessu hlaupaliði að það sé „ekk­ert mál“að koma sér í form? Það eru vissu­lega ós­ann­indi— en eru það lyg­ar?

Sárs­auk­inn gleym­ist

Eft­ir að hafa hark­að af mér nokk­uð mörg ör­fárra kíló­metra skokk yf­ir margra mán­aða tíma­bil fór nefni­lega eitt­hvað að ger­ast sem ég átti ekki von á. Smám sam­an virð­ist það hafa virk­að sem all­ir sögðu að myndi virka. Ég fór að nálg­ast stað­inn sem all­ir sögðu að „tæki enga stund“að kom­ast á. Að geta hlaup­ið nokkra kíló­metra, jafn­vel allt und­ir tíu, og far­ið að hafa gam­an af því. Reynd­ar eru hlaup­in lús­hæg; en þetta er betra en ég átti von á og ánægju­legt að sjá að þrátt fyr­ir yf­ir­gnæf­andi lé­lega burði til lang­hlaupa þá sé hægt að bæta sig ögn.

Og kem­ur þá að þessu með lyg­arn­ar og ósann­ind­in. Í stað­inn fyr­ir að vera stolt­ur af því að hafa þrauk­að í gegn­um lang­an tíma þar sem eng­inn ár­ang­ur virt­ist vera að nást, finn ég að ég byrj­aði sjálf­ur að sann­fær­ast um að þetta hefði í raun og veru ekki ver­ið neitt mál. Ég ein­fald­lega man ekki eft­ir því hversu erfitt og von­laust mér fannst þetta allt sam­an fyr­ir ári síð­an. Það eina sem bjarg­ar mér frá al­gjörri veru­leikafirr­ingu er ná­kvæm skrán­ing á hlaup­un­um frá upp­hafi. Ég get séð fram­far­irn­ar á papp­ír þótt mér finn­ist í raun eins og ég hafi alltaf ver­ið á ná­kvæm­lega þeim stað sem ég er núna.

Svona virk­ar margt sem krefst fyr­ir­hafn­ar en er þó þess virði. For­eldr­ar sem berj­ast í gegn­um fyrstu ár barna sinna vansvefta og pirr­að­ir gleyma því öllu al­gjör­lega og líta til baka til tím­ans sem al­gjörs sælu­tíma­bils. Hér er það sama á seyði. Þetta er hluti af blekk­ing­unni sem ger­ir mann­fólk­inu kleift að leggja á sig erf­iði í dag til þess að njóta ávaxt­anna síð­ar.

Árang­ur­inn lif­ir

All­ar erf­iðu æf­ing­arn­ar sem íþrótta­menn leggja á sig gleym­ast þeg­ar þeir ná ár­angri. Púl­ið við að læra fyr­ir erf­ið próf, eða að reyna að skilja flókna hluti virk­ar róm­an­tískt og skemmti­legt eft­ir á. Og þekk­ing, skiln­ing­ur og færni sem mað­ur öðl­ast með mikl­um harm­kvæl­um og álagi virð­ist aug­ljós þeg­ar mað­ur hef­ur náð al­menni­legu valdi á henni. Og það sem meira er; mað­ur get­ur ekki ímynd­að sér að þekk­ing­in hafi ekki alltaf leik­ið í hönd­un­um á manni.

Þeir sem hafa náð ár­angri á ein­hverju sviði—hvort sem það eru hlaup­ar­ar, stærð­fræð­ing­ar eða lista­fólk—van­meta oft­ast vinn­una og erf­ið­ið sem þeir hafa lagt á sig. Þeir eru ekki óheið­ar­leg­ir, og eru hvorki að ljúga að sjálf­um sér né öðr­um— þeim ein­fald­lega finnst af al­gjörri ein­lægni þeir ekki hafa þurft að leggja svo á sig; þekk­ing­in og get­an hafi alltaf ver­ið til stað­ar.

Þetta er ágætt að hafa í huga núna á vor­mán­uð­um þeg­ar margt kyrr­setu­fólk er byrj­að að velta fyr­ir sér skrán­ingu í Reykja­vík­ur­m­ara­þon. Það eru vissu­lega ós­ann­indi að það sé „ekk­ert mál“að koma sér í form— en þó er það ekki lygi held­ur. Þetta er bara erfitt á með­an á því stend­ur, en ekk­ert mál þeg­ar það er af­stað­ið.

Um leið og ég byrja að skokka, þá byrja ég að bíða eft­ir að geta hætt. Það er ekki taug eða fruma í lík­ama mín­um sem hef­ur eina ein­ustu trú á því að ég muni nokkru sinni ná að hlaupa fimm kíló­metra, hvað þá meira. Og þá hugsa ég að það megi fara til fjand­ans allt það lyga­hyski sem er í sam­særi um að halda fram þess­ari þvælu um að „all­ir geti hlaup­ið“og að mað­ur eigi bara að „hafa gam­an af þessu“.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.