Kom­inn tími á sterka and­spyrnu

Harpa Ein­ars­dótt­ir fata­hönn­uð­ur á stór­an þátt í út­liti hljóm­sveit­ar­inn­ar Hat­ara. Í næstu viku opn­ar hún mynd­list­ar­sýn­ingu á Gr­and­an­um í Reykja­vík.

Fréttablaðið - - FÓLK | KYNNINGARBLAÐ - St­arri Freyr Jóns­son st­[email protected]­bla­did.is

Fram­hald af for­síðu

Harpa Ein­ars­dótt­ir er fjöl­hæf­ur lista­mað­ur og hönn­uð­ur sem vakti at­hygli fyr­ir stuttu þeg­ar hljóm­sveit­in Hat­ari klædd­ist hönn­un henn­ar á upp­hit­un­ar­við­burði fyr­ir Eurovisi­on keppn­ina sem hald­inn var á Spáni ný­lega. Hat­ari stíg­ur á svið á fyrra undanúr­slita­kvöldi keppn­inn­ar í Ísra­el um miðj­an mán­uð­inn en þar mun sveit­in og dans­ar­ar henn­ar klæð­ast flík­um úr vörumerki henn­ar, Myrku, sem bún­inga­hönn­uð­ir sveit­ar­inn­ar, Kar­en Briem og Andri Hrafn Unn­ars­son, hafa stíliser­að og skreytt með fylgi­hlut­um og öðr­um fatn­aði. Ut­an þess hef­ur Harpa, sem út­skrif­að­ist sem fata­hönn­uð­ur frá Lista­há­skóla Ís­lands ár­ið 2005, kom­ið að bún­inga­gerð og öðr­um þátt­um kvik­mynda­gerð­ar, unn­ið hjá tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu CCP þar sem hún hann­aði sci-fibún­inga og per­són­ur, sett á fót fyrr­nefnt fata­merki, Myrku, og sinnt mynd­list und­ir nafn­inu Ziska en hún held­ur næstu mynd­list­ar­sýn­ingu sína fimmtu­dag­inn 9. maí á Coocoo’s Nest á Gr­and­an­um í Reykja­vík. „Að­koma mín að bún­ing­um Hat­ara er í raun al­gjör til­vilj­un. Hóp­ur­inn klædd­ist hönn­un minni ný­ver­ið á glæsi­leg­um gala-upp­hit­un­ar­við­burði fyr­ir Eurovisi­on-keppn­ina á Spáni og mun einnig not­ast við ein­hverja stíla frá Myrku á við­burð­um í Ísra­el á næstu dög­um. Ég deili vinnu­stofu, með Kar­en Briem og Andra Hrafni, bún­inga­hönn­uð­um þeirra, sem báðu mig um að lána sér föt fyr­ir Spán­ar­við­burð­inn. Þau eiga því mest­an heið­ur­inn af sam­setn­ing­unni sjálfri og öðru sem þau galdra fram, t.d. hanna þau og fram­leiða mest af BDSMól­un­um í stúd­íó­inu.“

Boð­skap­ur­inn heill­aði

Hún seg­ir Hat­ara hafa til­eink­að sér BDSM-stíl­inn löngu fyr­ir Eurovisi­on keppn­ina. „Sjálf kynnt­ist ég sveit­inni fyrst þeg­ar Sóley vin­kona mín Kristjáns­dótt­ir kynnti mig fyr­ir henni fyr­ir löngu síð­an en hún er ein­læg­ur að­dá­andi. Ég sá svo band­ið á tón­list­ar­há­tíð­inni Ice­land Airwaves stuttu seinna og trúði varla því sem fyr­ir augu og eyru bar svo stjörnu­dá­leidd varð ég.“Þótt tón­list­in og sviðs­fram­kom­an hafi ver­ið mögn­uð að henn­ar sögn seg­ir hún þó boð­skap sveit­ar­inn­ar hafa heill­að hana mest. „Það er eitt­hvað að í ver­öld­inni og síð-kapí­tal­ism­inn á vissu­lega þátt í því. Við lif­um í enda­lausri þver­sögn við okk­ur sjálf og reyn­um að finna til­gang í ver­öld sem er svo hræði­lega grunn­hygg­in og feik. Hvað er kapí­tal­ism­inn ann­að en gráð­ugt dauða­költ sem fórn­ar lif­andi ver­um og nátt­úru fyr­ir skamm­tíma hags­muni sína? Það er kom­inn tími á sterka and­spyrnu og nýja ósvikna hug­mynda­fræði ef við eig­um að bjarga jörð­inni og okk­ur sem mann­kyni.“

Inn­blást­ur sótt­ur víða

Eins og fyrr seg­ir koma flík­urn­ar úr fata­merk­inu Myrku en það setti hún á fót fyr­ir fimm ár­um. „Vörumerki mitt, Myrka, á vissu­lega sterka sam­leið með Hat­ara, ekki bara stíll­inn held­ur einnig löng­un­in til að finna leið til að breyta heim­in­um og gera hann að betri stað áð­ur en það er of seint og Hatr­ið sigr­ar.“Hún skil­grein­ir merk­ið sem „indí“vörumerki en flík­urn­ar eru fram­leidd­ar í mjög tak­mörk­uðu upp­lagi. „Ég sæki inn­blást­ur í list­ir, frjálsa hugs­un, kyn­frelsi og and­spyrnu. Um leið styð­ur merk­ið við fjöl­breyti­leika mann­eskj­unn­ar, nátt­úru­vernd, jafn­rétti og ein­stak­lings­hyggju. Þetta er götu- og há­tíska með boð­skap fyr­ir hugs­andi mann­eskj­ur en þess má geta til gam­ans að söng­kon­an Sk­in úr Skunk An­ansie klædd­ist ný­lega galla frá Myrku í við­tali í þekktu glans­tíma­riti.“Síð­asta lína Myrku var haust- og vetr­ar­lín­an 2019-2020 sem nefn­ist Seismic Soils en hún var sam­starfs­verk­efni henn­ar og Sig­geirs Haf­steins­son­ar. „Stefn­an er að fram­leiða hluta af þeirri línu og koma í sölu í haust. Í sum­ar mun­um við vinna að ný­stár­legu víd­eó­verki sem við mun­um kynna í haust þeg­ar lín­an er kom­in úr fram­leiðslu.“

Hl­að­in orku

Opn­un mynd­list­ar­sýn­ing­ar henn­ar á Coocoo’s Nest næsta fimmtu­dag hefst kl. 18 en sýn­ing­in mun standa út mán­uð­inn. „Ég hef alla tíð ver­ið að gera mynd­list þótt ég sé ekki mennt­uð í fag­inu og m.a. hald­ið nokkr­ar einka­sýn­ing­ar. Því gladdi það mig mik­ið að vera sam­þykkt í Sam­band ís­lenskra mynd­list­ar­manna á sín­um tíma, sem var ákveð­in við­ur­kenn­ing á mér sem mynd­list­ar­konu. Ég mun sýna verk sem eru unn­in með bland­aðri tækni á striga og teikn­ing­ar sem ég vann á Seyð­is­firði á tveggja vikna tíma­bili í apríl.“Hún seg­ir verk sín vera hl­að­in orku og til­vilj­un­ar­kennd­um út­kom­um, inn­blás­in af hug­mynda­fræð­inni „rewild­ing“og shaman­isma sem hún seg­ist lengi hafa að­hyllst. „Verk­in lýsa ferða­lagi í und­ir­heima til að finna sitt sanna anda-dýr og löng­un­inni til að halda þar kyrru fyr­ir, í stað þess að taka dýr­ið með í mið­heima, eða raun­veru­leik­ann eins hann er. Nátt­úr­an er mjög mik­il­væg í shaman­isma enda er hún tal­in vera heil­ög og allt sem til­heyr­ir nátt­úr­unni er tal­ið lif­andi og búa yf­ir eig­in sál. Shaman­inn get­ur haft sam­band við þess­ar sál­ir og not­fært sér þær í vinnu sinni. Dýr eru líka gríð­ar­lega mik­il­væg og fólk sem að­hyll­ist shaman­isma trú­ir því að hvert og eitt dýr hafi eitt­hvað til þess að kenna mann­fólk­inu, ein­hverja vitn­eskju sem það kem­ur með til okk­ar.“

Fata­merk­ið Myrku má kynna sér á myrkaice­land.com og á Insta­gram (@myrka_ice­land). Nán­ari upp­lýs­ing­ar um mynd­list­ar­sýn­ing­una má finna á Face­book-við­burði und­ir ZISKA + KÚKÚ.

MYND/NIKOLAS GRABAR

MYND/NIKOLAS GRABAR

Vörumerki mitt, Myrka, á vissu­lega sterka sam­leið með Hat­ara, ekki bara stíll­inn held­ur einnig löng­un­in til að finna leið til að breyta heim­in­um,“seg­ir Harpa Ein­ars­dótt­ir, fata­hönn­uð­ur og lista­mað­ur.

Jakk­inn sem Klem­ens klæð­ist er „showpiece“flík úr Seismic Soils, nýj­ustu línu Myrku, sem hægt er að klæð­ast á nokkra mis­mun­andi vegu, m.a. öf­ugt og út­hverft.

Harpa Ein­ars­dótt­ir opn­ar sýn­ingu á Coocoo’s Nest á Gr­anda í Reykja­vík í næstu viku. Þessi tvö verk henn­ar eru unn­in með bland­aðri tækni.

Hér klæð­ist Matt­hi­as glæsi­leg­um jakka úr nýj­ustu línu Myrku sem var kynnt á Hönn­un­ar­M­ars.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.