Bur­lesque og bingó? – það ger­ist ekki betra

Fréttablaðið - - FÓLK | KYNNINGARBLAÐ - thord­[email protected]­bla­did.is Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Bur­lesque-hóp­ur­inn Döm­ur og herra sam­an­stend­ur af döm­um og ein­um herra sem öll eiga sam­eig­in­legt að njóta þess að búa til og flytja fjöl­breytt skemmti­at­riði við hæfi full­orð­inna þar sem sam­an koma kyn­þokki, skemmt­un og hæfi­leik­ar. Hann stend­ur fyr­ir bur­lesque-bingói á morg­un.

Ann­að kvöld klukk­an níu stíg­ur hóp­ur­inn á svið á Húrra og skemmt­ir gest­um sín­um af list og lyst og í ofanálag verð­ur sleg­ið í bingó þar sem glæsi­leg­ir vinn­ing­ar verða í boði.

En hvernig er bur­lesque-sýn­ing? „Hún sam­an­stend­ur af stutt­um at­rið­um þar sem fólk er að leika sér að því að vera fynd­ið, fara út úr kynja­kass­an­um og nýta hæfi­leika sína,“seg­ir Helga Thorodd­sen, flúr­ari og mynd­list­ar­mað­ur.

„Stutt at­riði fyr­ir full­orðna þar sem bland­ast sam­an bæði hæfi­leik­ar, húm­or og kyn­þokki,“bæt­ir Ma­ría Krist­ín Steins­son, ljós­mynd­ari og maga­dans­mær, við.

Sýn­ing­in á morg­un verð­ur með svo­köll­uðu ner­d­lesque-yf­ir­bragði þar sem áhrifa gæt­ir úr dæg­ur­menn­ingu.

„Þar verða ýms­ar fræg­ar per­són­ur úr bíó­mynd­um og teikni­mynd­um, tölvu­leikj­um og jafn­vel aug­lýs­ing­um að skemmta sér og öðr­um,“segja þær leynd­ar­dóms­full­ar á svip.

Vildi finna sitt sexí

Döm­ur og herra hafa ver­ið starf­andi í tvö ár.

„Við kynnt­umst í bur­lesque-tím­um hjá Mar­gréti Erlu Maack í Kram­hús­inu í janú­ar 2017 og nokkr­um mán­uð­um síð­ar sett­um við upp okk­ar fyrstu sýn­ingu,“seg­ir Ma­ría.

„Þessi hóp­ur small svo vel sam­an að við höf­um ver­ið starf­andi síð­an og sett upp sýn­ing­ar reglu­lega.“

Helga seg­ist hafa heill­ast af leikn­um sem fylg­ir bur­lesque-list­form­inu.

„Ég byrj­aði í bur­lesque af því að mig lang­aði að reyna að finna mitt sexí sem ég var ekki bú­in að finna áð­ur en svo kom fljót­lega þörf­in fyr­ir að búa til at­riði og fara á svið,“seg­ir hún.

Ma­ría kynnt­ist bur­lesque þeg­ar hún bjó í London.

„Ég var í maga­dansi og heill­að­ist af þessu list­formi og frels­inu til að geta gert það sem mig lang­aði til að gera. Ég lifi fyr­ir þetta, það er bara þannig,“bæt­ir hún við og bros­ir.

Þær eru báð­ar mjög spennt­ar fyr­ir sýn­ing­unni á laug­ar­dag­inn.

„Ég sýni drag­atriði í fyrsta sinn,“seg­ir Helga, „og blanda því sam­an við þverf­lautu­leik en ég lærði á flautu í mörg ár og það er gam­an að geta nýtt það.“

Ma­ría sýn­ir svo­kall­að klass­ískt bur­lesque en hún hef­ur sér­hæft sig í því.

„Þetta er svona það sem fólk hugs­ar um þeg­ar það heyr­ir orð­ið bur­lesque, fjaðra­væng­ir, seið­andi tónlist og mjaðma­sveifl­ur.“

Sýn­ing­in og bingó­ið er loka­hnykk­ur­inn í söfn­un­ar­átaki hóps­ins sem stefn­ir í náms- og rann­sókn­ar­leið­ang­ur til New York í lok maí.

„Við höf­um lagt all­an ágóða af öll­um sýn­ing­un­um okk­ar frá upp­hafi í sjóð og ætl­um að heim­sækja þetta mekka búr­lesks­ins í

New York; fara á sýn­ing­ar og í tíma og sækja okk­ur inn­blást­ur,“seg­ir Helga.

Þá segja þær hluta hóps­ins einnig á leið á Bright­on Fr­inge-há­tíð­ina um miðj­an maí þar sem hann sýn­ir tvær sýn­ing­ar í The Old Mar­ket leik­hús­inu.

Að lok­um hvetja þær stöll­ur alla sem hafa áhuga á öðru­vísi skemmt­un til að koma á Húrra ann­að kvöld.

„Og ekki má gleyma frá­bær­um vinn­ing­um. Bingó og bur­lesque, það ger­ist ekki betra!“

Nán­ari upp­lýs­ing­ar á Face­book und­ir Bur­lesque+bingó og mið­ar fást á tix.is og við inn­gang­inn.

Sýn­ing­in verð­ur með ner­d­lesque-yf­ir­bragði og sjá má fræg­ar per­són­ur úr bíó­mynd­um, teikni­mynd­um og tölvu­leikj­um.

Ma­ría Krist­ín Steins­son og Helga Thorodd­sen verða á Húrra ann­að kvöld að skemmta sér og öðr­um á bur­lesque-bingói.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.