Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - mika­[email protected]­bla­did.is

Þegi þeir sem flest­ir

Þau stór­merki áttu sér stað á hinu háæru­verð­uga Al­þingi í gær að kjör­inn full­trúi, ráð­herra meira að segja, við­ur­kenndi að hafa ekki ver­ið að fylgj­ast nægi­lega vel með og stæði því van­mátt­ug­ur og svara­laus í pontu fyr­ir þingi og þjóð. Bjarni Bene­dikts­son gerði það sem svo ótelj­andi marg­ir þing­menn, ráða­menn og kjörn­ir full­trú­ar hefðu í svo ótelj­andi mörg skipti mátt gera. Hann við­ur­kenndi að hann hefði eng­ar for­send­ur til að blaðra ábyrgð­ar­laust út í loft­ið um eitt­hvað sem hann hefði tak­mark­aða eða jafn­vel enga hug­mynd um hvað væri. Hann við­ur­kenndi þann mann­lega breysk­leika að hafa hrein­lega ekki ver­ið að fylgj­ast með og hafði vit á því að þegja. Mik­ið væri það til fyr­ir­mynd­ar ef fleiri myndu and­skotast til þess á þess­um síð­ustu og verstu.

Stóð und­ir nafni

Óund­ir­bún­ar fyr­ir­spurn­ir hafa aldrei stað­ið jafn­ræki­lega und­ir nafni og við þessi merku tímamót. Marg­ir hafa leg­ið Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manni Pírata, á hálsi fyr­ir fyr­ir­spurnafarg­an og stagl í þingsal. Þá einkum flokks- og fylg­is­menn Bjarna. Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins var þó æst­ur í að fá að heyra meira frá Birni í gær og tæki­fær­inu feg­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.