Lands­rétt­ur þyngdi dóm­inn um sjö ár

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – dfb FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Lands­rétt­ur þyngdi í gær dóm yf­ir Val Lýðs­syni, bónda að Gýgjar­hóli II í Bisk­upstung­um, úr sjö ára fang­elsi í fjór­tán. Val­ur var sak­felld­ur fyr­ir að hafa ban­að bróð­ur sín­um, Ragn­ari Lýðs­syni, að kvöldi föstu­dags­ins langa í fyrra.

Hér­aðs­dóm­ur Suð­ur­lands hafði áð­ur dæmt Val í sjö ára fang­elsi fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás sem varð Ragn­ari að bana. Ákæru­vald­ið áfrýj­aði dómn­um til Lands­rétt­ar og krafð­ist sex­tán ára fang­els­is. Nið­ur­staða Lands­rétt­ar var fjór­tán ár sem fyrr seg­ir.

Auk þess er Val­ur dæmd­ur til að greiða hverju fjög­urra barna Ragn­ars þrjár millj­ón­ir króna. Það er sama upp­hæð og hann var dæmd­ur til að greiða í hér­aði. Börn Ragn­ars hafa gagn­rýnt máls­með­ferð­ina mjög og tjáð sig op­in­ber­lega um mál­ið.

At­hygli vakti þeg­ar Val­ur kaus að tjá sig ekki við að­al­með­ferð­ina í Lands­rétti. Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­rík­is­sak­sókn­ari og full­trúi ákæru­valds­ins, sagði þar að eng­inn vafi léki á því að Val­ur hefði ban­að bróð­ur sín­um. Ekk­ert hafi endi­lega gef­ið til kynna að hann hefði ætl­að sér að gera það en árás­in hafi hins veg­ar ver­ið gróf. Hann hafi ít­rek­að spark­að harka­lega í höf­uð bróð­ur síns með fyrr­greind­um af­leið­ing­um.

Val­ur Lýðs­son dæmd­ur í fjór­tán ára fang­elsi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.