Sp­urt fyr­ir vin

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Krist­ín Þor­steins­dótt­ir krist­[email protected]­bla­did.is

Vin­ur minn fíl­hraust­ur þurfti að leita sér­fræð­ings á dög­un­um, vegna meiðsla á fæti. Strax skal tek­ið fram, að hann er ekki dauð­vona, þótt stokk­bólg­inn sé á fæti. Hann hringdi á nokkra staði full­viss um að fá tíma hjá lækni. Ertu með til­vís­un? var sp­urt. Nei, ekki var það nú. Hr­ingdu á heilsu­gæsl­una og fáðu tíma hjá heim­il­is­lækn­in­um. Þú færð til­vís­un frá hon­um ef þetta er al­var­legt.

Á heilsu­gæsl­unni var svar­ið að heim­il­is­lækn­ir­inn væri bók­að­ur, í fríi og á ráð­stefn­um eig­in­lega út sumar­ið, en vin­ur minn gæti kom­ið og hitt hjúkr­un­ar­fræð­ing. Frá­bært.

Minn mað­ur mætti og beið í klukku­tíma. Loks sett­ist hann á stól í her­bergi hjúkr­un­ar­fræð­ings­ins, sem spurði nokk­urra spurn­inga, en leit ekki á fót­inn. Vin­ur­inn spurði hvort hann gæti hitt lækni. Ekki núna, var svar­ið, kannski seinna. Nú bý ég ekki svo vel, að það sé lækn­ir í fjöl­skyld­unni, sagði vin­ur­inn, er þá ómögu­legt að fá lækni til að líta á fót­inn? Sjá­um til, sagði hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn, og þessu við­tali sem okk­ar mað­ur borg­aði 1.200 krón­ur fyr­ir lauk 4 mín­út­um eft­ir að það hófst.

Vin­ur­inn hafði mikl­ar þraut­ir þenn­an dag og vinnu­fé­lagi benti hon­um á lækna­vakt­ina. Þeg­ar þang­að kom sagði kurt­eis kona bak við gler: Í það minnsta klukku­tíma bið, komdu eft­ir kvöld­mat, þá er oft ró­legra. Vin­ur­inn fór heim og aft­ur af stað eft­ir kvöld­mat. Kon­an bak við gler­ið sagði af­sak­andi: Hér er fullt og bið­in minnst einn og hálf­ur tími. Okk­ar mað­ur treysti sér ekki til að standa upp á end­ann svo lengi; hann fór aft­ur heim.

Morg­un­inn eft­ir var hringt frá heilsu­gæsl­unni og hon­um boð­ið að hitta lækni síð­ar um dag­inn. Lækn­ir­inn reynd­ist lækna­nemi. Hann skoð­aði fót­inn og taldi þetta og hitt lík­legt, en ekk­ert víst. Kvað svo upp úr með að hann væri treg­ur til að ávísa á lyf og vís­aði hvorki til sér­fræð­ings né mynda­töku. Minn mað­ur var því engu nær. Aft­ur reiddi hann fram 1.200 krón­ur.

Nú hef­ur vin­ur minn brutt verkjalyf og bólgu­eyð­andi, keypt ótal krem og plástra til að setja á meidd­ið í á fjórðu viku, eytt í það tug­um þús­unda, en allt kem­ur fyr­ir ekki. Verk­irn­ir trufla vinn­una því hann sef­ur illa á nótt­unni og haltr­ar um á dag­inn. All­ir tapa.

Okk­ar mað­ur er á miðj­um aldri og full­yrð­ir að fólk með álíka þraut­ir hafi ekki þurft að bíða lengi eft­ir stefnu­móti við lækni, þeg­ar hann var að al­ast upp. Hvernig varð svona stirð­busa­legt bákn til í 330 þús­und sálna sam­fé­lagi, sem á fullt af spreng­mennt­uð­um lækn­um? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá sér­fræð­ingi?

Af hverju er kerf­ið svona: Ef við­kom­andi er ekki dauð­vona er eng­in leið að kom­ast til sér­fræð­ings án þess að kúldrast sár­þjáð­ur í röð tím­um, dög­um og vik­um sam­an – nema eiga frænda eða frænku í stétt­inni? Spyr sá sem ekki veit.

PS. Allt fór þó vel hjá okk­ar manni. Eft­ir enn eina and­vökunótt þoldi hann ekki leng­ur við, fór á bráða­mót­tök­una og fékk frá­bæra þjón­ustu. En sam­visk­an nag­aði hann svo­lít­ið yf­ir að sitja með bein­brotn­um og bráð­veik­um, þeg­ar hans mál hefði getað ver­ið af­greitt með ein­fald­ari hætti.

Nú bý ég ekki svo vel, að það sé lækn­ir í fjöl­skyld­unni, sagði vin­ur­inn, er þá ómögu­legt að fá lækni til að líta á fót­inn?

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.