Byr í segl KR fyr­ir kvöld­ið

KR og ÍR mæt­ast í hrein­rækt­uð­um úr­slita­leik um Ís­lands­meist­ara­titil­inn í Vest­ur­bæn­um í kvöld þar sem KR get­ur unn­ið sjötta meist­ara­titil­inn í röð eða ÍR loks­ins unn­ið þann stóra eft­ir langa og stranga bið.

Fréttablaðið - - SPORT - FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR krist­inn­[email protected]­bla­did.is

KR og ÍR mæt­ast í hrein­rækt­uð­um úr­slita­leik um Ís­lands­meist­ara­titil­inn í Vest­ur­bæn­um í kvöld þar sem KR get­ur unn­ið sjötta meist­ara­titil­inn í röð eða ÍR loks­ins unn­ið þann stóra og þann sextánda í sög­unni eft­ir 42 ára bið.

Þetta verð­ur í þriðja skipt­ið á síð­ustu tíu ár­um sem KR leik­ur odda­leik um Ís­lands­meist­ara­titil­inn og í þriðja sinn sem leik­ur­inn fer fram á heima­velli KR þar sem KR hef­ur unn­ið báð­ar við­ur­eign­irn­ar. Þá er þetta sjötti odda­leik­ur KR síð­ustu tíu ár og hef­ur KR að­eins tap­að ein­um þeirra í undanúr­slit­un­um ár­ið 2010. Tutt­ugu ár eru lið­in síð­an KR tap­aði í eina skipt­ið odda­leik um Ís­lands­meist­ara­titil­inn í Njarð­vík þeg­ar vinna þurfti tvo leiki.

Fréttablaðið fékk Frið­rik Inga Rún­ars­son til að spá í spil­in fyr­ir odda­leik­inn sjálf­an.

„Þetta er bú­ið að vera magn­að, mik­ið um drama­tík og lið­in að vinna á úti­völl­un­um. ÍR hef­ur not­ið sín á úti­velli þeg­ar press­an er ekki á þeim en KR hef­ur svar­að um hæl þeg­ar bak­ið er kom­ið upp við vegg. Fyr­ir alla ut­an­að­kom­andi sem halda hvorki með ÍR og KR er það draum­ur að fá odda­leik,“sagði Frið­rik, að­spurð­ur út í ein­víg­ið til þessa.

Töl­fræð­in er hlið­holl heimalið­inu í odda­leikj­um og sér­stak­lega KR sem hef­ur tví­veg­is ný­lega tryggt sér titil­inn í odda­leik á heima­velli.

„Töl­fræð­in seg­ir að lið­in sem eru með heima­leikja­rétt vinni odda­leiki í um 70% til­vika, en það hef­ur brugð­ist og það get­ur brugð­ist aft­ur þótt töl­fræð­in sé með heimalið­inu.“

ÍR varð fyr­ir áfalli und­ir lok leiks­ins á fimmtu­dag­inn þeg­ar Kevin Ca­pers meidd­ist. Óvíst er hvort hann kem­ur við sögu í kvöld.

„ Mað­ur heyr­ir sög­ur um að Ca­pers sé hand­leggs­brot­inn sem eru ekki al­veg þær frétt­ir sem áhuga­menn um bolt­ann vildu heyra. Mað­ur vill að all­ir bestu leik­menn­irn­ir séu með og það sé keppt á jöfn­um grund­velli. Það verð­ur fróð­legt að sjá hvort hann spil­ar og þá hversu mik­ið hann get­ur beitt sér. Hann er mjög mik­il­væg­ur þessu ÍR-liði og vinn­ur mjög vel með Matth­íasi og er kjöl­fest­an í því að öðr­um leik­mönn­um liðs­ins líði vel,“sagði Frið­rik sem tók und­ir að það væri glapræði að af­skrifa ÍR.

„Fyr­ir­fram er KR sig­ur­strang­legra en þetta er hættu­leg staða. ÍR-ing­ar hafa ver­ið ótrú­lega dug­leg­ir og elju­sam­ir og það dett­ur eng­um í hug að van­meta þá á einn eða neinn hátt.“

Þetta er sjötti odda­leik­ur KR á síð­ustu tíu ár­um og hef­ur KR unn­ið fjóra af fimm til þessa.

Með sigri í kvöld get­ur KR orð­ið fyrsta lið­ið til að verða Ís­lands­meist­ari sex ár í röð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.