Hvað? Hvenær? Hv­ar? Sunnu­dag­ur

Fréttablaðið - - MENNING - hv­[email protected]­bla­did.is

5. MAÍ

Hvað? Af­mæl­is­fjör

Hvenær? 11.00-15.00

Hv­ar? Smiðju­loft­ið, Smiðju­völl­um 17, Akra­nesi,

Kaffi/djús og sæt­ur biti í boði húss­ins. Klif­ur í ör­ygg­is­línu fyr­ir þau sem þora, vor­söng­stund, op­inn hljóð­nemi og lif­andi tónlist. Í lok­in er hraðaklif­ur­keppni á línu­veggn­um. Aðgangs­eyr­ir 500 kr. Börn þurfa að vera í fylgd með full­orðn­um.

Hvað? Kirkjureið til Selja­kirkju Hvenær? 12.30

Hv­ar? Hest­húsa­hverf­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Ár­leg kirkjureið hesta­fólks til Selja­kirkju. Rið­ið um Heimsenda þar sem hóp­ar sam­ein­ast. Við kirkj­una er tek­ið á móti hest­um í trygga gæslu. Guðs­þjón­ust­an hefst klukk­an 14. Sr. Val­geir Ástráðs­son pre­dik­ar, Brokkkór­inn syng­ur und­ir stjórn Magnús­ar Kjart­ans­son­ar. Veg­legt kirkjukaffi.

Hvað? Góð­ir grann­ar – Ganga um Breið­holt

Hvenær? 13.30-15.30

Hv­ar? Öldu­sels­skóli, Öldu­seli 17, R. Sögu­hring­ur kvenna býð­ur upp á göngu und­ir leið­sögn Breið­hylt­ings­ins Nichole Leigh Mosty. Geng­ið verð­ur frá Öldu­sels­skóla um Neðra- og Efra-Breið­holt þar sem Nichole bend­ir á staði, menn­ing­ar­minj­ar og lista­verk. Far­ið verð­ur í strætó milli hverf­anna og svo end­ar hóp­ur­inn á Gamla kaffi.

Hvað? Hlát­ur­stund

Hvenær? 13.00

Hv­ar? Gömlu þvotta­laug­arn­ar í Laug­ar­dal

Al­þjóð­leg­ur hlát­ur­dag­ur er hald­inn fyrsta sunnu­dag í maí ár hvert. Sú hefð hef­ur skap­ast að gleðj­ast sam­an við gömlu laug­arn­ar. All­ir vel­komn­ir.

Orðs­ins list

Hvað? Fyr­ir­lest­ur

Hvenær? 14.30

Hv­ar? Al­þýðu­hús­ið, Siglu­firði

Már Ör­lygs­son hönn­uð­ur verð­ur með er­indi á Sunnu­dagskaffi með skap­andi fólki. Kaffi­veit­ing­ar í boði og all­ir vel­komn­ir.

Tón­leik­ar

Hvað? Nor­rænt vor – Há­degis­tón­leik­ar

Hvenær? 12.15

Hv­ar? Hann­es­ar­holt, Grund­ar­stíg 10, R.

Hall­veig Rún­ars­dótt­ir sópr­an­söng­kona og Hrönn Þrá­ins­dótt­ir pí­anó­leik­ari syngja og leika. Á efn­is­skránni eru lög eft­ir Je­an Si­belius, ljóða­flokk­ur­inn Haugt­ussa eft­ir Ed­vard Grieg og fjög­ur lög úr Sjálf­stæðu fólki eft­ir Atla Heimi Sveins­son sem lést ný­lega. Tón­leik­arn­ir eru til­eink­að­ir minn­ingu hans.

Hvað? Vor­tón­leik­ar Söng­fé­lags Skaft­fell­inga

Hvenær? 14.00

Hv­ar? Grens­ás­kirkja, Háa­leit­is­braut 66

Á efn­is­skrá eru inn­lend og er­lend söng­lög, með­al ann­ars eft­ir Maríu Brynj­ólfs­dótt­ur, Gylfa Þ. Gísla­son, Jón­as Jónas­son, Gísla Helga­son, Jón Múla Árna­son og Jón Jóns­son frá Hvanná. Hin­ir ein­stöku Vin­ir Skúla taka nokk­ur lög. Stjórn­andi er Frið­rik Vign­ir Stef­áns­son og hljóð­færa­leik­ar­ar Jó­hann Hjör­leifs­son tromm­ur, Jón Rafns­son á kontrabassa og Vign­ir Þór Stef­áns­son á pí­anó. Aðgangs­eyr­ir er 3.000 krón­ur. Á eft­ir er boð­ið til kaffi­sam­sæt­is í safn­að­ar­heim­ili Grens­ás­kirkju.

Sýn­ing­ar

Hvað? Dag­ur ljós­mæðra

Hvenær? 13.00

Hv­ar? Þjóð­ar­bók­hlað­an

Í til­efni 100 ára af­mæli Ljós­mæðra­fé­lags Ís­lands verð­ur opn­uð sýn­ing sem Ljós­mæðra­fé­lag Ís­lands stend­ur að í sam­starfi við Kvenna­sögu­safn Ís­lands og Lands­bóka­safn Ís­lands – Há­skóla­bóka­safn. Hvað? Hnall­þór­an

Hvenær? 16.00-19.00

Hv­ar? Midpunkt, Hamra­borg Kópa­vogi Sig­ur­rós Guð­björg Björns­dótt­ir og Berglind Erna Tryggva­dótt­ir standa að sýn­ing­unni. Kaffi, freyð­andi vín og hnall­þór­ur verða þar á boð­stól­um fyr­ir gesti og gang­andi.

Hvað? Gjörn­ing­ur

Hvenær? 20.45- 22.30

Hv­ar? Loft Hostel, Banka­stræti 7

Tilraun: Atrenna (vol. I) er mis-háal­var­leg­ur gjörn­inga­klúbb­ur. Flytj­end­ur eru Stef­an­ía dótt­ir Páls, Sól­veig Eir Stew­art, Sól­veig Johnsen, Sísí Ing­ólfs­dótt­ir, Gunn­hild­ur Jónatans­dótt­ir og Dom­in­ique Gyða Sigrún­ar­dótt­ir. Frítt inn.

Sig­ur­rós og Berglind verða með hnall­þór­ur í Midpunkt, Hamra­borg, Kópa­vogi, í kvöld klukk­an 20.45.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.