Ferð­ast með söl og hvönn

Gísli Matth­ías Auð­uns­son mat­reiðslu­mað­ur er einn sjö Ís­lend­inga sem til­nefnd­ir eru til nor­rænu Emblu-mat­ar­verð­laun­anna. Hann kepp­ir í flokkn­um Miðl­un um mat.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - [email protected]­bla­did.is

Bú­ið er að velja þá sjö kepp­end­ur sem taka þátt fyr­ir Ís­lands hönd í jafn­mörg­um keppn­is­flokk­um í Emblu – nor­ræn­um mat­ar­verð­laun­um sem verða veitt í Reykja­vík 1. júlí. Gísli Matth­ías Auð­uns­son á Slippn­um í Eyj­um er einn þeirra. Í rök­stuðn­ingi kem­ur fram að hann sé óþreyt­andi við að kynna fagn­að­ar­er­ind­ið um ís­lensk­an mat og mat­ar­hefð­ir, bæði hér heima og á er­lendri grundu.

„Já, ég hef á und­an­förn­um ár­um popp­að upp í ýms­um lönd­um, upp á mitt ein­dæmi, og þá ver­ið í sam­krulli við þá sem eru svip­að þenkj­andi og ég og reka veit­inga­staði með stað­bundna mat­reiðslu,“stað­fest­ir hann. Kveðst með­al ann­ars hafa far­ið til Hong Kong, Sviss, Ind­lands, tvisvar til Banda­ríkj­anna og Ítal­íu og ver­ið í Póllandi í síð­ustu viku. „Þá tek ég hrá­efni með mér sem létt er að ferð­ast með, til dæm­is söl og krydd, eins og hvönn, blóð­berg, skessu­jurt, hvann­ar­fræ og fleira slíkt.“

Hann kveðst nota sum­ur­in til að safna í sarp­inn. „Við í Slippn­um reyn­um við að vera eins sjálf­bær og stað­bund­in og við get­um. Tín­um kerf­il, tún­fíf­il, vall­humal, hvönn, njóla, skarfa­kál og söl og geym­um til vetr­ar­ins, með því að setja þær í síróp, fyrsta eða þurrka þannig að við get­um not­að bragð­ið allt ár­ið.“Hann kveðst hafa þreif­að sig

áfram og sótt í gaml­ar heim­ild­ir. „Við er­um svo hepp­in hér á Íslandi að hér er rosa­lega fátt eitr­að, mið­að við víða í heim­in­um. Svo lær­ir mað­ur hvað er sér­stakt við ís­lenska mat­ar­hefð með því að kynna hana öðr­um menn­ing­ar­heim­um. Fólki er­lend­is finnst til dæm­is tað­reyk­ing ótrú­legt fyr­ir­bæri og bragð af tað­reyktu er sér­stakt.“Auk Slipps­ins rek­ur Gísli Skál í Hlemmi Mat­höll, ásamt tveim­ur vin­um sín­um. „Við er­um mörg sem stönd­um að þess­um veit­inga­stöð­um og marg­ir kokk­ar og lær­ling­ar vilja koma sér­stak­lega til okk­ar af því að við er­um að gera sér­staka hluti.“

MYND/GUNN­AR FREYR/ICELANDIC EXPLORER

Gísli með níp­ur í körfu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.