Sögð vera skríll

seg­ir Elín­borg Harpa Önund­ar­dótt­ir aktív­isti sem lýs­ir reynslu sinni af því að liðsinna hæl­is­leit­end­um og vinnu­brögð­um lög­reglu. Oli­via Bockob er fædd í Ka­merún og fékk vernd á Íslandi eft­ir nærri tveggja ára bar­áttu og lýs­ir erfiðri reynslu sinni.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Kristjana Björg Guð­brands­dótt­ir [email protected]­bla­did.is

Mér hef­ur ver­ið neitað um að hringja í ást­vini og lögmann, án skýringa. Þetta er svo mikil valdbeiting. Þú vinn­ur fyr­ir mig eða deyrð. Ég hélt þetta væri bara öm­ur­leg­ur brandari.

Elín­borg Harpa Önund­ar­dótt­ir er 25 ára göm­ul, hún hef­ur lok­ið BAgráðu í heim­speki og legg­ur nú stund á raf­virkj­un í Tækni­skól­an­um. Hún er einnig mjög virk­ur aktív isti og hef­ur með­al ann­ars lát­ið sig bar­áttu hæl­is­leit­enda varða.

Prests­dótt­ir frá Breiða­ból­stað

Hún er fædd og upp­al­in á prests­setr­inu á Breiða­ból­stað í Fljóts­hlíð, for­eldr­ar henn­ar eru séra Önund­ur Björns­son og Harpa Við­ars­dótt­ir lyfja­fræð­ing­ur. „Þetta er svo fal­leg­ur stað­ur, ég þarf að nýta tím­ann og fara oft­ar í heim­sókn til pabba því hann verð­ur bráð­um sjö­tug­ur og þarf að yf­ir­gefa prests­setr­ið. Það er ofsa­lega skrýt­ið að þurfa að kveðja æsku­heim­il­ið en svona geng­ur þetta bara fyr­ir sig. Ég fer heim þeg­ar ég þarf smá næði og kjarna mig,“seg­ir Elín­borg.

„Ég flutti hing­að í bæ­inn þeg­ar ég var fimmtán ára göm­ul til þess að fara í Versl­un­ar­skól­ann. Ég lærði þar í tvö ár og fór svo í skipti­nám til Frakk­lands, bjó í litl­um smá­bæ þar sem að­al­at­vinna fólks var vín­rækt. Flest­ir voru vín­ekru­bænd­ur, þarna eign­að­ist ég mik­ið af góð­um vin­um og mína fyrstu kær­ustu,“seg­ir Elín­borg. Hún flutti heim eft­ir stúd­ents­próf­ið og fór svo aft­ur til Frakk­lands að því loknu og bjó þar um tíma með kær­ust­unni sinni.

„Við hætt­um sam­an og ég flutti heim og hóf nám í heim­speki við Há­skóla Ís­lands. Ég fór út í skipti­nám til Frei­burg og náði ein­hvern veg­inn að klára nám­ið með herkj­um, úti í Þýskalandi var kennt á þýsku og ég kunni varla stakt orð í mál­inu þeg­ar ég fór út,“seg­ir hún og bros­ir.

Ekki aft­ur snú­ið

Hún seg­ir það marg­slung­ið hvernig það kom til að hún varð aktív­isti. „Ég hef alltaf vilj­að láta til mín taka en hafði ekki fund­ið því far­veg. Ég próf­aði að taka þátt í stúd­entapóli­tík­inni en það hent­aði mér ekki. Mér fannst það skrýt­ið hvernig stúd­entapóli­tík­in var eins og lít­ið af­sprengi af Al­þingi. Haldn­ir form­leg­ir fund­ir og tvær fylk­ing­ar að berj­ast um at­kvæði.

Í heim­spek­inni var ég svo­lít­ið af­tengd og á kafi í abstrakt hlut­um, ég gerði hlað­varps­þætti með Sn­orra Rafni og Tómasi Ævari vin­um mín­um, sem köll­uð­ust Heim­speki­verk­smiðj­an. Í ein­um þætt­in­um fjöll­uð­um við um frelsi og þá ræddi ég við tvo ein­stak­linga sem stóðu að fé­lags­rým­inu And­rými. Þá var op­ið eitt kvöld í viku og eld­að­ur kvöld­mat­ur með flótta­fólki,“seg­ir Elín­borg sem seg­ist hafa ákveð­ið að fara á skipu­lags­fund í rým­inu. „Eft­ir það varð ekki aft­ur snú­ið. Ég kynnt­ist fólki sem skipu­lagði fundi þarna og kynnt­ist líka hug­mynda­fræði an­ark­isma og varð hrif­in af henni.

Bróð­ir minn að­hyllt­ist einu sinni an­ark­isma og þá var ég svo­lít­ið að lesa hon­um pist­il­inn. Viltu virki­lega búa í sam­fé­lagi án lög­reglu? spurði ég hann og sagði hon­um að það væri ótrú­lega vit­laust. Í dag sé ég eft­ir því að hafa ekki stutt hann bet­ur í þessu.

Á jafn­ingja­grund­velli

Ég gekk inn í starf­ið og fór að tala við fólk. Og þeg­ar mað­ur kynn­ist fólki sem er í að­stæð­um sem eru al­ger­lega óboð­leg­ar og ómann­eskju­leg­ar þá vill mað­ur ein­fald­lega gera eitt­hvað,“út­skýr­ir hún.

„En ég er ekk­ert í vinnu við að að­stoða fólk eða hjálpa, þarna hitt­ist fólk á jafn­ingja­grund­velli, við kynn­umst og liðsinni mitt er oft bara hluti af vináttu,“seg­ir hún.

„Kannski er ég að ein­hverju leyti að reyna að gang­ast við for­rétt­ind­um mín­um. Allt mitt frelsi hvíl­ir á þeirra ófrelsi, það er kannski fyrst og fremst það sem dríf­ur mig áfram. Ég ber ábyrgð á minni til­vist og ég vil ekki taka þátt í sam­fé­lagi sem bygg­ir á ófrelsi og kúg­un annarra,“seg­ir Elín­borg og seg­ir kúg­un­ina ekki að­eins eiga við um landa­mæri heims­ins. „ Kúg­un­in felst líka í kapí­talísku efna­hags­kerfi, á vinnu­mark­aði og víð­ar þar sem lúx­us fárra þrífst á harki annarra. Það rík­ir mik­ill að­skiln­að­ur í okk­ar sam­fé­lagi á svo mörg­um svið­um.“

Lýs­ir út­lend­inga­and­úð

Elín­borg hef­ur far­ið með vin­um sín­um í Út­lend­inga­stofn­un þeg­ar þeir hafa beð­ið hana um það. Henni hef­ur hins veg­ar oft ver­ið mein­að­ur að­gang­ur. Á dög­un­um fékk hún form­legt svar hvers vegna henni væri mein­að­ur að­gang­ur og var henni sagt að starfs­stöð Út­lend­inga­stofn­un­ar og lög­reglu að Bæj­ar­hrauni væri ein­ung­is op­in fyr­ir um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd og þá sem eiga þang­að form­leg er­indi vegna um­sókna svo sem tals­menn á veg­um RKÍ, lög­menn og túlka. Hún ef­ast um lög­mæti þess að loka op­in­berri stofn­un með þess­um hætti.

„Út­lend­inga­stofn­un á sér ræt­ur í mjög hægris­inn­aðri hug­mynda­fræði sem bygg­ir á út­lend­inga­and­úð. En fá­ir vilja tala um það eða horf­ast í augu við það. Fólk stekk­ur í því­líka vörn þeg­ar út­lend­inga­and­úð­in er nefnd, all­ir séu bara að vinna vinn­una sína. En við­horf­ið sem ég hef mætt hjá kerf­inu þeg­ar ég er að reyna að standa með vin­um mín­um sem standa rosa­lega höll­um fæti lýs­ir and­úð.

Fólk þarf að hugsa þetta til enda, því það er ekki nóg með að Út­lend­inga­stofn­un taki af­drifa­rík­ar ákvarð­an­ir um líf flótta­fólks og hæl­is­leit­enda, held­ur þarf þetta fólk að sækja alla þjón­ustu þang­að. Varð­andi hús­næði, lækn­is- og sál­fræði­þjón­ustu. Stofn­un­in get­ur svipt fólk vasa­pen­ing­um ef það fær gest í óleyfi í hús­næði sem það býr í á veg­um Út­lend­inga­stofn­un­ar og marg­ir upp­lifa sig í gísl­ingu. Auð­vit­að er sér­stak­lega erfitt fyr­ir þetta fólk að standa í lapp­irn­ar og krefjast úr­bóta og auð­vit­að vill það taka með sér vin sér til halds og trausts, eða jafn­vel vitni. Þau taka svo mikla áhættu þeg­ar þau krefjast rétt­inda eða láta rödd sína heyr­ast.“

„Óþæg­ind­in“

Elín­borg seg­ir að stjórn­mála- og emb­ætt­is­mönn­um finn­ist bar­átta No Bor­ders óþægi­leg. „Dóms­mála­ráð­herra, Þór­dís Kol­brún, hef­ur ekki séð ástæðu til að hitta flótta­fólk og ræða bar­áttu­mál þess,“seg­ir hún og sagði uppá­komu á dög­un­um þeg­ar flótta­mað­ur tók til máls á opn­um fundi með Sjálf­stæð­is­mönn­um ekki hafa kom­ið henni á óvart. „Þó að hryðju­verka­ásök­un­in, plat­lög­regl­an og að svipta flótta­menn sjálf­stæð­um vilja hafi ver­ið að­eins meira en bú­ist var við. Þór­dís Kol­brún sagði svo í sjón­varps­við­tali að þetta hefði ver­ið mjög óþægi­leg upp­lif­un og óheppi­legt, það fannst mér at­hygl­is­vert. Óþæg­indi virð­ast ein­kenna flótta­fólk sem læt­ur á sér bera og fólk sem vek­ur at­hygli á stöðu þess. Til að mynda voru tveir að­gerða­sinn­ar dæmd­ir á skil­orð í tvö ár fyr­ir að hafa vald­ið „veru­leg­um óþæg­ind­um“. Gíf­ur­leg óþæg­indi sem sýni­leg til­vist kúg­aðra veld­ur þeim sem kúga og þá er ekk­ert ann­að í stöð­unni en að aga: nota piparúða, hóta, hand­taka, hundsa þau. Það var líka mjög af­hjúp­andi að þykjustu­lög­reglu­mað­ur­inn sagð­ist ekki myndu hafa tal­að eins við Ís­lend­ing.“

Ég skal vera skríll

Hvernig við­horfi mæt­ið þið?

„ Sum­ir eru mjög já­kvæð­ir og styðja bar­átt­una á ýmsa vegu. Aðr­ir hafa skrýtna mynd af okk­ur, þeim finnst við vera skríll. Slæp­ingj­ar sem lifa af kerf­inu, en vita ekk­ert hvort við sé­um í vinnu, skóla eða hvað. Og ef ein­hver þyrfti að „lifa af kerf­inu“, er ein­hver skömm í því? Er það ekki það sem þing­menn gera? Alla­vega, flest sem er sagt um No Bor­ders er á mjög nei­kvæð­um nót­um en það verð­ur bara að hafa það. Ég skal vera skríll ef þetta er skil­grein­ing­in.“

Elín­borg hef­ur ekki góða reynslu af af­skipt­um lög­reglu af mót­mæl­um, yf­ir­heyrsl­um og hand­tök­um.

„ Ég hef ver­ið hand­tek­in, lög­regl­an hef­ur geng­ið mjög hart fram í hand­tök­um sín­um og hef­ur mjög litla þol­in­mæði fyr­ir flótta­fólki og okk­ur í No Bor­ders,“seg­ir Elín­borg og gef­ur nokk­ur dæmi um fram­komu lög­reglu.

„Við vor­um í mjög frið­söm­um mót­mæl­um fyr­ir fram­an Al­þingi

ÞAU TRÚÐU MÉR EKKI OG SENDU MIG TIL AÐ RÆÐA VIÐ STARFS­FÓLK GEÐSVIÐS LANDSPÍTALA. ÞEIR SÖGÐU MÉR AÐ ÉG HEFÐI SKÁLDAÐ ÞESSA SÖGU Í HÖFÐINU Á MÉR. ENG­INN VILDI DREPA MIG, ÉG VÆRI BARA FAR­IN Á TAUGUM. Oli­via

MÉR UM AÐ HEF­UR HRINGJA VER­IÐ Í ÁST- NEITAÐ VINI OG LÖGMANN, ÁN SKÝRINGA. ÞETTA ER SVO MIKIL VALDBEITING. ÉG VAR BEÐIN UM AÐ FARA ÚR BUXUNUM. ANNARRI ÚR HÓPNUM VAR SAGT AÐ ÞAÐ ÞYRFTI AÐ SKOÐA INN Í NÆRBUXURNAR HENN­AR. Elín­borg

EFT­IR AF ÞJÁNINGU MARGA OG MÁNUÐI SKÖMM ÁKVAÐ ÉG AÐ HÆTTA. HANN SAGÐI: ENG­INN YFIRGEFUR MIG. ÞÚ VINN­UR FYR­IR MIG EÐA DEYRÐ. ÉG HÉLT AÐ ÞETTA VÆRI BARA ÖM­UR­LEG­UR BRANDARI. Oli­via

og lög­regl­an vildi okk­ur burt. Ég sagði: Það er tján­ing­ar­frelsi í þessu landi, og lög­reglu­mað­ur svar­aði: Þið get­ið far­ið og nýtt það ann­ars stað­ar. Fynd­inn.

Einu sinni keyrðu þeir stór­an bíl inn í mið mót­mæli, höfðu kveikt á bíln­um og sneru púströr­inu að okk­ur. Við heyrð­um ekki í ræðu­fólki og stóð­um þarna í mekki úr púströr­inu. Ég bað um að það yrði slökkt á bíln­um, þetta væri bæði hljóð­meng­un og óhollt fyr­ir bæði þá og aðra sem þarna stóðu. Þá svör­uðu þeir: Þessi mót­mæli eru hljóð­meng­un.

Skip­an­ir lög­reglu órétt­mæt­ar

Lög­in sem við höf­um oft ver­ið sök­uð um að brjóta eru að hlýða ekki skip­un­um lög­reglu. Yf­ir­leitt heyri ég ekki hvað lög­regl­an er að segja en í mín­um huga eru skip­an­ir lög­reglu al­ger­lega órétt­mæt­ar hvort sem er. Form af vald­beit­ingu sem ég sam­þykki ekki, oft­ast eru þetta ein­hverj­ir ókunn­ug­ir karl­ar að segja mér að ég megi ekki standa þarna, sitja hérna og svo fram­veg­is. Al­gjör fá­rán­leiki.

Einu sinni stóð­um ég og vin­ir mín­ir fyr­ir fram­an rúss­neska sendi­ráð­ið í rað­mót­mæl­um á veg­um S78. Stóð­um tvö sam­an, af­skap­lega ró­leg á gang­stétt­inni fyr­ir fram­an sendi­ráð­ið, þetta var út af pynt­inga­búð­um sam­kyn­hneigðra í Tétén­íu. Þetta var bara á gang­stétt fyr­ir al­menna veg­far­end­ur. Rúss­nesk­um emb­ætt­is­mönn­um þótti þetta óþægi­legt og köll­uðu lög­reglu til. Lög­regl­an kom og sagði okk­ur að færa okk­ur yf­ir göt­una, fjær sendi­ráð­inu. Við sögð­um nei og bent­um rétti­lega á það að þarna mætti fólk labba og standa eins og því sýnd­ist. Eft­ir að hafa reynt að ýta okk­ur yf­ir sagði lög­regl­an: Ef þið fær­ið ykk­ur ekki, þá hand­tek ég ykk­ur.

Það var eng­in rétt­mæt ástæða. En þetta er lýs­andi fyr­ir það við­mót sem við mæt­um og skiln­ings­leysi á rétt­ind­um borg­ara til að mót­mæla. Mér finnst þetta ekki eðli­leg mann­sæm­andi hegð­un en ég geri bara ráð fyr­ir því að ég geti ekki treyst lög­regl­unni.“

Beðin um að fara úr buxunum

Hún seg­ir það af og frá að fólk eins og hún sæk­ist eft­ir því að valda svo mik­illi mót­spyrnu að það þurfi að hand­taka það. „Það er ekk­ert sport að láta hand­taka sig. Það er öm­ur­legt. Þú ert yf­ir­heyrð, það er leit­að á þér, þú ert sett í hand­járn og í ein­angr­un. Mér hef­ur ver­ið neitað um að hringja í ást­vini og lögmann, án skýringa. Þetta er svo mikil valdbeiting. Ég var beðin um að fara úr buxunum. Annarri úr hópnum var sagt að það þyrfti að skoða inn í nærbuxurnar henn­ar.

Sem bet­ur fer þekkj­um við rétt­indi okk­ar og segj­um bara nei. Þá er okk­ur svar­að: Ætl­ar þú ekki að gera eins og ég segi? Og við neit­um. Þá bakka þau. Þessi hegð­un er svona gagn­vart okk­ur, en hvernig er hún gagn­vart þeim sem eru í veik­ari stöðu en við? Hvernig tekst þeim að mæta þess­um að­ferð­um lög­reglu? Ég velti því stund­um fyr­ir mér.“

Send til Frakk­lands tólf ára

Oli­via Edwige M. Bockob er 35 ára og fædd í Ka­merún. Hún er ný­kom­in með ís­lenska kenni­tölu og er því ekki byrj­uð að vinna. En hún sinn­ir sjálf­boða­störf­um hjá Rauða kross­in­um tvisvar í viku fyr­ir op­ið hús fyr­ir kon­ur og fyr­ir Rauðakross­búð­ina. Aðra tvo daga vik­unn­ar sinn­ir hún sjálf­boða­störf­um fyr­ir Manitaa, sem eru kam­erúnsk góð­gerð­ar­sam­tök. Sam­tök­in selja hand­gerða afr­íska muni til styrkt­ar starf­sem­inni. Hún tek­ur einnig þátt í fé­lags­starfi á veg­um And­rým­is.

„Á með­an ég var í hæl­is­leit­enda­kerf­inu fékk ég tæki­færi til að læra ís­lensku hjá Mími og TinC­anFactory á síð­asta ári, ég ætla að halda því áfram og í næstu viku hef ég nám í ís­lensku aft­ur hjá Mími,“seg­ir hún.

Oli­via bjó í Ka­merún þang­að til hún var tólf ára. Þá var hún send til Frakk­lands af föð­ur sín­um til ætt­ingja sem bjuggu þar og gekk í heima­vist­ar­skóla.

„Fað­ir minn sendi mig til Frakk­lands vegna þess að ég fædd­ist með sjald­gæfa teg­und blóð­krabba­meins. Á þess­um tíma var heil­brigðis­kerf­ið í Ka­merún ekki nógu gott, kostn­að­ur­inn gríð­ar­lega hár og flest börn með þenn­an sjúk­dóm dóu áð­ur en þau náðu fimm ára aldri. For­eldr­um mín­um tókst hins veg­ar að halda mér á lífi þang­að til ég varð tólf ára. Í Frakklandi fékk ég svo góð­an að­gang að heil­brigðis­kerf­inu, nokk­uð sem ég verð æv­in­lega þakk­lát fyr­ir. Ég naut mjög góðr­ar heil­brigð­is­þjón­ustu þar frá 12 ára aldri þang­að til ég þurfti að fara það­an 32 ára göm­ul.“

Mennt­aði sig þrátt fyr­ir veik­indi

Þrátt fyr­ir veik­ind­in var Oli­via stað­ráð­in í að mennta sig. Hún út­skrif­að­ist með B.Sc.-gráðu í stjórn­un frá Pant­heon Sor­bonne í Pa­rís. Hún tal­ar reiprenn­andi frönsku svo hún gat tek­ið virk­an þátt á frönsk­um vinnu­mark­aði. Í fyrstu gætti hún barna, þá vann hún í mót­töku fyr­ir­tækja, hún vann í banka í þrjú ár. Um tví­tugt var hún einnig far­in að taka þátt í ýmsu menn­ing­ar­starfi og bar­áttu fyr­ir mann­rétt­ind­um og betri lífs­gæð­um fyr­ir aðra inn­flytj­end­ur sem höfðu ekki not­ið sömu vel­gengni og hún.

Hún eign­að­ist dótt­ur ár­ið 2011. „ All­ir kalla hana Míló. Hún er átta ára, ég var gift föð­ur henn­ar sem er líka frá Ka­merún en við skild­um.

Gullna tæki­fær­ið reynd­ist gildra

Tengt aktív­isma mín­um fór ég að vinna fyr­ir ráð­gjafa sem starf­aði við neðri deild franska þings­ins. Í fyrstu var það sjálf­boða­vinna án samn­ings. Hann sagði að ef ég væri nógu góð myndi ég fá samn­ing sem gagna­sér­fræð­ing­ur fyr­ir þing­ið. Fyrstu tvö ár­in gekk vel og vinnu­fyr­ir­komu­lag­ið var óform­legt. Seinna sagði hann að ég þyrfti að gera meira og ég fór að vinna fyr­ir hann í fullu starfi,“seg­ir Oli­via sem seg­ist með­al ann­ars hafa unn­ið að verk­efn­um tengd­um heims­mark­mið­um Sa­mein­uðu þjóð­anna, streymi sýr­lenskra flótta­manna og for­seta­kosn­ing­um í Frakklandi. En á sama tíma hafi ráð­gjaf­inn kynnt hana fyr­ir allt öðr­um heimi og þetta frá­bæra tæki­færi sem henni bauðst reynd­ist gildra.

„Á með­an kynnti hann mig hægt og ró­lega fyr­ir allt öðr­um heimi þar sem ég þurfti að þola man­sal. Hann sagði að þetta væri hluti starfs­ins. Mér fannst þetta óþægi­legt en ég gerði samt flest sem hann og vin­ir hans báðu mig um. Eft­ir marga mánuði af þjáningu og skömm ákvað ég að hætta. Hann sagði: Eng­inn yfirgefur mig. Þú vinn­ur fyr­ir mig eða deyrð. Ég hélt að þetta væri bara öm­ur­leg­ur brandari. Hann sagði mér að vin­um sín­um lík­aði vel við mig, ég sagði að mér væri al­veg sama, ég vildi hætta.

Hót­an­ir, ótti og flótti

Hann varð ofsa­feng­inn og of­beld­is­full­ur og gerði líf mitt óbæri­legt í Frakklandi. Hann sagði mér að ég væri ekk­ert og hann myndi eyði­leggja mig. Öll­um væri sama um það hvað yrði um mig og dótt­ur mína.“

Oli­via fór frá Frakklandi og til Ka­merún og vildi stuðn­ing fjöl­skyldu sinn­ar sem sagð­ist ekki treysta sér í það verk­efni. Henni væri ekki óhætt í Ka­merún vegna tengsla við Frakk­land.

„Svo að ég varð að finna lausn­ina sjálf. Ég reyndi að fara til Kan­ada, það gekk ekki upp. Við Míló eydd­um ári í að fara á milli landa til að reyna að finna ör­ugg­an stað. Ég upp­lifði ekki ör­yggi í neinu þeirra og var hrædd við vini og við­skipta­vini ráð­gjaf­ans. Ég hafði feng­ið að sjá lista af fólki sem ég átti að vinna fyr­ir, þar voru íþrótta­menn, leik­ar­ar og söngv­ar­ar, stjórn­mála­menn og með­lim­ir evr­ópskra kon­ungs­fjöl­skyldna.“

Eft­ir flakk um Evr­ópu var Oli­via bug­uð og í neyð reyndi hún meira að segja að biðla til ráð­gjaf­ans um að fá að koma aft­ur til Frakk­lands til að starfa fyr­ir hann ef hann gæti tryggt ör­yggi henn­ar og dótt­ur henn­ar. Það gerði hún hins veg­ar ekki og keypti flug­miða til Ís­lands þar sem hún sótti um hæli.

„Ég hafði les­ið að það væri land mann­rétt­inda sem virti rétt­indi bæði kvenna og barna. Fyr­ir mér var þessi eyja í miðju haf­inu ör­ugg­asti stað­ur í Evr­ópu.“

Ekki trú­að

Reynsla mín af Út­lend­inga­stofn­un var mjög vond. Þau trúðu mér ekki og sendu mig til að ræða við starfs­fólk geðsviðs Landspítala. Þeir sögðu mér að ég hefði skáldað þessa sögu í höfðinu á mér. Eng­inn vildi drepa mig, ég væri bara far­in á taugum. Þeir ætl­uðu sér að senda mig til Frakk­lands án þess að taka mál mitt til nokk­urr­ar efn­is­með­ferð­ar og bentu á að ég væri með frönsk skil­ríki og ég hefði aldrei beð­ið um hæli áð­ur í Evr­ópu. Eft­ir nítj­án mánuði feng­um við Míló loks vernd á Íslandi.

Hún bjó hjá fóst­ur­fjöl­skyldu í Hafnar­firði og gekk í skóla. En á öðru ári mat geð­lækn­ir­inn líð­an mína þannig að Míló mætti koma aft­ur til mín og við flutt­um í hæl­is­leit­enda­búð­irn­ar á Norð­ur­hellu í Hafnar­firði. Á með­an ég bjó þar reyndi ég að vera eins virk ég gat og sinnti því sjálf­boða­störf­um af krafti. Það hef­ur hjálp­að mér og forð­að mér frá þung­lyndi.“

Oli­via fékk nýja kenni­tölu og tókst að finna sér íbúð. Hún seg­ir það hafa ver­ið af­ar erfitt og vald­ið sér gríð­ar­legri streitu. „En nú veit ég hvernig líf­ið virk­ar á Íslandi þeg­ar þú ert með kenni­tölu, það er nýtt og mjög spenn­andi fyr­ir okk­ur,“seg­ir hún.

Oli­via kynnt­ist Elín­borgu og fannst auð­velt að tala við hana. „Hún tal­ar frönsku svo henn­ar hjálp og Hild­ar [Harð­ar­dótt­ur] hef­ur reynst mér ómet­an­leg og nauð­syn­leg. Þær hafa báð­ar ver­ið til stað­ar fyr­ir mig og dótt­ur mína og reynt að láta okk­ur líða vel í hlut­skipti okk­ar. Þær hafa sýnt okk­ur hvað Ís­lend­ing­ar eru hlý­ir og góð­hjart­að­ir, allt önn­ur hlið en við kynnt­umst frá Út­lend­inga­stofn­un sem er köld og stíf stofn­un.

Í And­rými hitt­ist fólk frá öll­um heims­horn­um og borð­ar sam­an. Þar skipt­ir upp­runi, kyn­þátt­ur, trú eða bak­grunn­ur engu máli. Þetta er einn ör­ugg­asti og kær­leiks­rík­asti stað­ur í Reykja­vík ásamt Rauða kross­in­um og ger­ir líf hæl­is­leit­enda einnig eins bæri­legt og mögu­legt er. Þar er okk­ur hjálp­að við að reyna að gleyma of­beld­inu sem við höf­um orð­ið fyr­ir og með­ferð Út­lend­inga­stofn­un­ar á okk­ur.

Ég vona að líf­ið hér á Íslandi færi okk­ur frið. Við er­um ör­ugg­ar hér og mig lang­ar í frek­ara nám og að láta gott af mér leiða til bar­áttu fyr­ir mann­rétt­ind­um og betra lífi flótta­fólks.“

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Oli­via seg­ir að liðsinni og vinátta Elín­borg­ar hafi ver­ið sér ómet­an­leg.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

„Við­horf­ið sem ég hef mætt hjá kerf­inu þeg­ar ég er að reyna að standa með vin­um mín­um sem standa rosa­lega höll­um fæti lýs­ir and­úð,“seg­ir Elín­borg sem hef­ur ver­ið mein­uð inn­ganga í Út­lend­inga­stofn­un þeg­ar hún hef­ur vilj­að vera við hlið vina sinna þeg­ar þeir eiga er­indi þang­að.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.