Rönt­gen­lækn­ar flutt­ir inn frá Sví­þjóð

Biðlist­ar eft­ir grein­ingu rönt­gen­lækna á brjóstakrabba­meini lengd­ust mik­ið eft­ir að verk­efn­ið var flutt frá Krabba­meins­fé­lagi Ís­lands.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - [email protected]­bla­did.is

Land­spít­al­inn hef­ur grip­ið til þess ráðs að flytja inn til lands­ins sænska rönt­gen­lækna til að greina mynd­ir úr skimun­um eft­ir brjóstakrabba­meini.

Biðlisti eft­ir grein­ingu um brjóstakrabba­mein hafði lengst úr hófi vegna þess hversu erfitt er að manna stöð­ur rönt­gen­lækna. Einnig munu rönt­gen­lækn­ar frá Akur­eyri hafi ver­ið send­ir suð­ur.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins hafði á tíma­bili ver­ið eitt­hvað á milli þriggja og fjög­urra mán­aða bið eft­ir því að fá úr því skor­ið hvort um brjóstakrabba­mein væri að ræða hjá kon­um sem verð­ur að telj­ast nokk­uð lang­ur tími.

„Það er rétt að eft­ir að þessi hluti starfs­ins flutt­ist frá okk­ur til Land­spít­ala þá lengd­ist biðlisti eft­ir grein­ingu nokk­uð,“seg­ir Halla Þor­valds­dótt­ir, formað­ur Krabba­meins­fé­lags ís­lands. „Land­spít­ali hef­ur því grip­ið til þess ráðs að fá er­lenda lækna til að koma hing­að og vinna um helg­ar.“

Halla seg­ir að stað­an sé nú mun betri eft­ir að Land­spít­al­inn greip til ráð­staf­ana. Ár­ið 2017 flutt­ist þessi hluti grein­ing­ar brjóstakrabba­meina frá Krabba­meins­fé­lagi Ís­lands til Land­spít­ala. Áð­ur höfðu rönt­gen­lækn­ar á Domus Medica unn­ið að þess­ari mynd­grein­ingu.

Land­spít­al­inn hef­ur grip­ið til þess ráðs nú í nokk­ur skipti að flytja inn til lands­ins sænska rönt­gen­lækna til að greina mynd­ir úr skimun­um eft­ir brjóstakrabba­mein­um hér á landi og hafa þeir unn­ið um helg­ar við þessa iðju.

Ástæð­ur þessa voru að biðlisti eft­ir grein­ingu um brjóstakrabba­mein hafði lengst úr hófi. Það má rekja til þess hversu erfitt er að manna stöð­ur rönt­gen­lækna. Einnig herma heim­ild­ir Frétta­blaðs­ins að rönt­gen­lækn­ar frá Akur­eyri hafi ver­ið send­ir suð­ur til að greina mynd­ir.

„ Það er rétt að eft­ir að þessi hluti starfs­ins f lutt­ist frá okk­ur til Land­spít­ala þá lengd­ist biðlisti eft­ir grein­ingu nokk­uð,“seg­ir Halla Þor­valds­dótt­ir, formað­ur Krabba­meins­fé­lags ís­lands. „Hluti af þeirri skýr­ingu má kannski segja að sé skort­ur á rönt­gen­lækn­um til að sinna þess­ari vinnu. Land­spít­ali hef­ur því grip­ið til þess ráðs að fá er­lenda lækna til að koma hing­að og vinna um helg­ar.“

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins hafði á tíma­bili ver­ið eitt­hvað á milli þriggja og fjög­urra mán­aða bið eft­ir því að fá úr því skor­ið hvort um brjóstakrabba­mein væri að ræða hjá kon­um sem verð­ur að telj­ast nokk­uð lang­ur tími. Halla sagði að stað­an nú væri mun betri enda hefði Land­spít­ali grip­ið til við­eig­andi ráð­staf­ana.

„Biðlist­inn hef­ur minnk­að aft­ur og unn­ið hef­ur ver­ið vel úr stöð­unni. Ég myndi segja að stað­an væri mun betri nú en hún var á tíma­bili vegna þess­ara að­gerða,“bæt­ir Halla við.

Brjóstakrabba­mein er sú teg­und krabba­meins sem er al­geng­ust með­al kvenna. Um 210 kon­ur greind­ust í fyrra með slík­an sjúk­dóm en að­eins fjór­ir karl­menn. Þess­ar töl­ur hafa ekki breyst mik­ið und­an­far­in 15 ár og því kem­ur ný­gengi sjúk­dóms­ins Land­spít­ala ekki í opna skjöldu.

Ár­ið 2017 flutt­ist þessi hluti grein­ing­ar brjóstakrabba­meina frá Krabba­meins­fé­lagi Ís­lands til Land­spít­ala. Áð­ur höfðu rönt­gen­lækn­ar á Domus Medica unn­ið að þess­ari mynd­grein­ingu með ágæt­is ár­angri.

NORDICPHOTOS/GETTY

Um skeið tók fjóra mán­uði að fá úr því skor­ið hvort um brjóstakrabba­mein væri að ræða.

Halla Þor­valds­dótt­ir, formað­ur Krabba­meins­fé­lags ís­lands.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.