Hót­an­ir gegn Eurovisi­on

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – oæg

Sam­tök her­skárra íslam­ista úr röð­um Pa­lestínu­mann hef­ur í til­kynn­ingu hót­að Eurovisi­on-söngv­akeppn­inni að sögn Jeru­salem Post. Að­stand­end­ur keppn­inn­ar segja að hún haldi áfram sam­kvæmt áætl­un.

„Öryggi er alltaf sett á odd­inn hjá EBU,“seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­um evr­ópskra sjón­varps­stöðva vegna máls­ins. Sam­starf­inu við ísra­elska rík­is­út­varp­ið og ísra­elska her­inn verði hald­ið á fram og öryggi allra kepp­enda, gesta og starfs­manna í Expo Tel Aviv-höll­inni tryggt.

Þá kem­ur fram að fyrsti stóri Eurovisi­on-við­burð­ur­inn í land­inu hafi ver­ið sleg­inn af í fyrra­dag. Þar átti að koma fram Dana In­ternati­onal, kepp­andi Ísra­els og sig­ur­veg­ari ár­ið 1998. Ekk­ert varð af sam­kom­unni vegna fyr­ir­skip­ana hers­ins sem hef­ur bann­að all­ar fjölda­sam­kom­ur.

Hljóm­sveit­in Hat­ari hélt í gær sína fyrstu æf­ingu á keppn­is­svið­inu í Tel Aviv og gekk hún mjög vel að sögn liðs­manna ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar. Meðlim­ir Hat­ara sátu einnig fyr­ir svör­um á blaða­manna­fundi. Vakti sér­staka at­hygli að þeir sögð­ust von­ast til þess að her­námi Ísra­els í Pa­lestínu lyki. Tók þá stjórn­andi blaða­manna­fund­ar­ins fyr­ir frek­ari fyr­ir­spurn­ir frá blaða­mönn­um í sal.

Hat­ari sat fyr­ir svör­um í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.