Dæmt í hnífstungu­máli

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – aá

Dóm­ur verð­ur kveð­inn upp í Hér­aðs­dómi Norð­ur­lands eystra í dag í máli Sindra Brjáns­son­ar sem ákærð­ur er fyr­ir til­raun til mann­dráps í mið­bæ Akur­eyr­ar þann 3. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn.

Sindra er gef­ið að sök að hafa ít­rek­að stung­ið Elm­ar Svein­ars­son, bæði í höf­uð og búk, spark­að og sleg­ið í hann. Auk áverka eft­ir stungu­vopn hlaut Elm­ar tvö að­skil­in höf­uð­kúpu­brot.

Elm­ar krefst rúmra fimm millj­óna í skaða­bæt­ur frá Sindra. Hann hlaut sam­tals tíu stungusár bæði í and­lit og lík­ama, þar á með­al 7 til 8 senti­metra lang­an djúp­an skurð sem skar í sund­ur munn­vatnskirt­il, kjálka­vöðva að hluta og olli slag­æða­blæð­ingu. Elm­ar mun ávallt bera ör eft­ir árás­ina.

Í dóma­fram­kvæmd er al­geng refs­ing fyr­ir til­raun til mann­dráps fimm ára fang­elsi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.