Stóð veiði­þjófa að verki

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – bg

Veiði­mað­ur­inn Atli Berg­mann var við veið­ar í Ell­iða­án­um í gær­morg­un. Þeg­ar hann kom nið­ur að Höf­uð­hyl, ein­um þekkt­asta veiðistaðn­um í ánni, blasti við hon­um ófög­ur sjón. Þrír veiði­þjóf­ar stóðu þar með spún­astang­ir og köst­uðu í hyl­inn.

„Ég kall­aði og þeir hlupu þeg­ar ég tók mynd – og brun­uðu svo í burtu,“seg­ir Atli við Fréttablaðið. Hann hafði keypt veiði­leyfi og því áttu eng­ir aðr­ir að vera að veiða á svæð­inu.

Sp­urð­ur hvort hann telji að menn­irn­ir, sem hann náði ekki tali af, hafi ver­ið lengi við iðju sína svar­ar Atli því til að senni­lega hafi þeir ekki ver­ið lengi. „Ég var að skipta um taum og sat í sirka tíu til tólf mín­út­ur. Þeg­ar ég stóð upp og ætl­aði að fara að kasta þá voru þeir þarna að spúna Höf­uð­hyl­inn,“seg­ir hann. Spúna­veiði er bönn­uð í Ell­iða­án­um.

Atli veiddi fimm urriða á vakt­inni í morg­un, þrjá væna en tvo smáa.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.