Við höf­um öll rétt til vinnu

Fréttablaðið - - SKOÐUN -

Hv­ar sem er í heim­in­um er fólk eins. Við vilj­um búa í frið­sömu sam­fé­lagi þar sem við get­um lif­að á eig­in for­send­um. Grund­völl­ur að sjálf­stæði okk­ar, and­legu heil­brigði og þátt­töku í sam­fé­lag­inu er rétt­ur­inn til vinnu sem ger­ir okk­ur kleift að standa á eig­in fót­um.

En stað­reynd­in er sú að hóp­ur fólks á Íslandi hef­ur ekki þessi sjálf­sögðu rétt­indi. Það eru þau sem sótt hafa um hæli og bíða svara frá yf­ir­völd­um. Eins fá­rán­lega og það hljóm­ar er hæl­is­leit­end­um gert að lifa á fram­færslu rík­is­ins þrátt fyr­ir að vinnu sé að hafa og fólk sé vilj­ugt til verka.

Skil­yrði sem ómögu­legt er að upp­fylla

Þau skil­yrði sem hæl­is­leit­end­ur þurfa að upp­fylla til að geta unn­ið eru þröng og ein­kenn­ast af flóknu og sein­virku skri­fræði, sem ger­ir já­kvæða nið­ur­stöðu því sem næst ómögu­lega. Flest­ir þurfa að bíða í þrjá mán­uði til að mega yf­ir­leitt sækja um at­vinnu­leyfi og þá þarf fólk að vera bú­sett ann­ars stað­ar en í bú­setu­úr­ræði Út­lend­inga­stofn­un­ar. En til að kom­ast í ann­að úr­ræði þarf við­kom­andi í flest­um til­fell­um að geta sýnt fram á að vera með vinnu. Ef fólki tekst að upp­fylla þessi nán­ast ómögu­legu skil­yrði tek­ur við bið eft­ir að um­sókn­in fái úr­vinnslu, en að því koma Vinnu­mála­stofn­un, Út­lend­inga­stofn­un, stétt­ar­fé­lög og at­vinnu­rek­and­inn.

At­vinnu­rek­end­ur bíða ekki lengi, enda er fljót­virk­ara að flytja inn fólk til að leysa úr mann­eklu í stað þess að fara eft­ir leik­regl­um þeim sem sett­ar hafa ver­ið þeg­ar kem­ur að hæl­is­leit­end­um. Sum­ir at­vinnu­rek­end­ur nýta sér svo bága stöðu þeirra sem bíða úr­lausn­ar sinna mála og bjóða ör­vænt­ing­ar­full­um mann­eskj­um svarta vinnu. Með því er stuðl­að að fé­lags­leg­um und­ir­boð­um en það sam­fé­lags­mein er á ábyrgð okk­ar allra að upp­ræta.

Ástand sem er eng­um til sóma

Ná­lægt þús­und manns hafa sótt um hæli á ári frá 2016, en að­eins nokkr­ir tug­ir feng­ið at­vinnu­leyfi. Þetta ástand er eng­um til sæmd­ar­auka og kem­ur sér illa fyr­ir sam­fé­lag­ið, at­vinnu­líf­ið og ekki síst hæl­is­leit­end­ur.

At­vinnu­leysi eyk­ur á van­líð­an þeirra sem bíða, fólks í ein­stak­lega við­kvæmri stöðu. Það sem verra er, hæl­is­leit­end­un­um er stund­um sjálf­um kennt um ástand­ið sem þeir eru neydd­ir til að lifa við. Þetta skap­ar sam­fé­lags­lega sundr­ung og el­ur á við­horf­um sem að­eins leiða yf­ir okk­ur hörm­ung­ar.

Það er til lausn

Smáleg­ar breyt­ing­ar, auð­veld­ar í fram­kvæmd, geta ein­fald­að um­sókn­ar­ferl­ið fyr­ir bráða­birgða­at­vinnu­leyfi til muna. Við get­um kom­ið þeim á um leið og full­trú­ar við­kom­andi stofn­ana og ráðu­neyta setj­ast nið­ur og leysa mál­ið.

Lát­um ekki grimmi­leg við­horf móta af­stöðu ís­lenskra stjórn­valda. Ríkt sam­fé­lag sem vill kenna sig við mann­rétt­indi og frelsi á að láta mann­úð og skyn­semi ráða för þeg­ar kem­ur að því að að­stoða fólk í leit að ör­uggri til­veru.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur Efl­ing­ar

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.