Mont­ar sig af að vera ís­lensk

Söng­kon­an Glowie er ein­fari sem læt­ur eng­an stjórna því hvað hún ger­ir né hvernig hún lít­ur út. Hún er með 50 manna starfs­lið í Lund­ún­um, syng­ur lög eft­ir helstu laga­smiði heims og hlakk­ar til að fá kær­ast­ann til sín í sum­ar.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ - Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir thord­[email protected]­bla­did.is

Mér finnst hálf asna­legt þeg­ar tón­list­ar­menn fara í sam­keppni. Það tek­ur frá manni óþarf­lega mikla orku; orku sem má frek­ar nýta í góða list. Glowie

Í tónlist minni fjalla ég mik­ið um mis­mun­andi til­finn­ing­ar og and­lega heilsu, og því geta bæði kyn­in sam­sam­að sig. Glowie

Mér finnst ég hálfpart­inn önn­ur mann­eskja en ég var fyr­ir ári. Ég hef þrosk­ast og lært svo mik­ið síð­an ég flutti út,“seg­ir söng­kon­an Glowie þar sem hún teyg­ir úr sér í morg­un­sól Lund­úna klukku­stund­um áð­ur en hún stíg­ur á svið í Royal Al­bert Hall til að hita upp fyr­ir velsku söng­kon­una Mar­inu síð­ast­lið­ið föstu­dags­kvöld.

„Líf­ið er bara ynd­is­legt hér í London. Mér líð­ur of­boðs­lega vel enda að vinna með frá­bæru fólki. Dag­arn­ir eru mis­mun­andi en það er alltaf nóg að gera og það þyk­ir mér gam­an. Mér finnst best að byrja dag­inn á því að skokka í garð­in­um eldsnemma morg­uns og verja svo tím­an­um í stúd­íó­inu með Ca­meron, fé­laga mín­um. Hann er svo vina­leg­ur og skemmti­leg­ur að vinna með. Þeg­ar kvöld­ar þyk­ir mér ljúft að elda eitt­hvað gott heima og lesa ljóð áð­ur en ég fer í hátt­inn.“

Hlakk­ar til að fá kær­ast­ann

Glowie eyddi dá­góð­um tíma í heims­borg­inni Lund­ún­um áð­ur en hún flutti þang­að í byrj­un sum­ars 2018.

„Ég var því nokk­urn veg­inn bú­in að venj­ast borg­inni áð­ur en flutn­ing­ur­inn átti sér stað. Þetta var að sjálf­sögðu mik­il breyt­ing en á sama tíma rosa­lega spenn­andi. Ég sakna fjöl­skyldu og vina vita­skuld mjög mik­ið, kem í heim­sókn til Ís­lands þeg­ar tími gefst og hlakka til þeg­ar kærast­inn minn, Guð­laug­ur Andri Ey­þórs­son, flyt­ur út til mín í sum­ar. Ég sakna þess líka að sjá haf­ið og ís­lensku fjöll­in, drekka hreina vatn­ið og anda að mér fersku og köldu loft­inu heima,“seg­ir Glowie sem leit­aði oft í ein­veru í frið­sæld ís­lenskr­ar nátt­úru þeg­ar hún óx úr grasi.

„Ég hef kom­ist að því að ég er svo­lít­ill ein­fari í mér. Þess vegna hef ég dá­læti á morgn­un­um hér úti því þá get ég far­ið út í garð til að eiga náð­ar­stund með sjálfri mér áð­ur en dag­ur­inn og stór­borg­arys­inn hefst. Ég held að það sé nauð­syn­legt fyr­ir alla að geta not­ið þess að eiga stund með sjálf­um sér, hugsa vel um sig og byggja upp sjálfs­traust.“

Erfitt að bæta á sig kíló­um

Í árs­byrj­un 2018 setti Glowie sér markmið um að vera ætíð hún sjálf, ham­ingju­söm og til­finn­inga­rík. Hún af­neit­aði kröf­um sam­fé­lags­ins að þurfa að vera lýta­og galla­laus til þess eins að öðr­um lík­aði við hana.

„Nú er rúmt ár lið­ið og þetta er ná­kvæm­lega sú sem ég er og hvernig ég lifi lífi mínu í dag. Ég hef aldrei fyrr ver­ið jafn ham­ingju­söm og ég er á of­boðs­lega góð­um stað í líf­inu,“seg­ir Glowie sem læt­ur eng­an stjórna því hvernig hún lít­ur út.

„Þvert á móti klæði ég mig og mála eins og mig lang­ar. Mér finnst held­ur alls ekki ætl­ast til þess af mér að ég líti út eða hagi mér á ákveð­inn hátt til að öðr­um þókn­ist í tón­list­ar­brans­an­um,“seg­ir Glowie sem fékk iðu­lega at­huga­semd­ir annarra um að hún væri of grönn á upp­vaxt­ar­ár­un­um.

„Frá nátt­úr­unn­ar hendi hef ég alltaf ver­ið of­boðs­lega grönn og af­ar hröð brennsla ger­ir mér erfitt fyr­ir að bæta á mig kíló­um. Ég ein­beiti mér því að því að borða hollt og hreyfa mig reglu­lega því heils­an skipt­ir mig mestu, en ekki hvernig ég lít út.“

Er að upp­lifa draum sinn

Glowie er nýorð­in 22 ára. Hún vakti fyrst at­hygli þeg­ar hún sigr­aði í Söngv­akeppni fram­halds­skól­anna ár­ið 2014, þá sautján ára göm­ul. Í kjöl­far­ið buð­ust mý­mörg tæki­færi en Glowie bað um frest til að þroska og þróa rödd sína. Ár­in 2015 og 2016 kom hún lög­un­um No More, Party, One Day og No Lie á ís­lenska vin­sældal­ista og í mars 2017 var til­kynnt að Glowie hefði skrif­að und­ir samn­ing við al­þjóð­lega út­gáf­uris­ann Col­umb­ia Records og RCA Records, sem sagð­ur er stærsti út­gáfu­samn­ing­ur sem ís­lensk­ur lista­mað­ur hef­ur gert. Fyrsta lag Glowie fyr­ir Col­umb­ia var Bo­dy, sem kom út í nóv­em­ber, og ný­lega bætt­ist við smell­ur­inn Cru­el sem heyr­ist nú oft á öld­um ljósvak­ans.

„Samn­ing­ur­inn við Col­umb­ia var draum­ur sem rætt­ist og ég er al­gjör­lega að upp­lifa draum­inn. Það fylg­ir ef­laust öll­um störf­um að þurfa að klífa háa tinda en ég hef svo mikla ástríðu fyr­ir því sem ég er að fást við að ég nýt mín í öllu sem fylg­ir starf­inu, hvort sem það eru góðu eða erf­iðu hlut­irn­ir,“seg­ir Glowie sem var út­nefnd heit­asta út­flutn­ings­af­urð Ís­lands í tónlist af gagn­rýn­end­um Vice, Vogue og i-D.

Hún upp­lif­ir enga streitu í hörku tón­list­ar­heims­ins.

„Ég lít ekki á tón­list­ar­brans­ann sem keppni og finnst hálf asna­legt þeg­ar tón­list­ar­menn fara í sam­keppni. Mér finnst frek­ar að við ætt­um að standa sam­an og styðja hvort ann­að. Að vera í enda­lausri sam­keppni tek­ur frá manni óþarf­lega mikla orku; orku sem mað­ur get­ur í stað­inn not­að til að búa til góða list. Þess vegna á mað­ur að njóta þess að gera það sem manni þyk­ir skemmti­legt og það er ein­mitt það sem ég ein­beiti mér að.“

Góð­ir hlut­ir ger­ast hægt

Nýju lög­in henn­ar Glowie eru sam­in af þunga­vigtar­fólki í tón­list­ar­heim­in­um. Lag­ið Bo­dy var sam­ið af Juliu Michaels sem hef­ur til dæm­is sam­ið smelli fyr­ir Just­in Bie­ber, Demi Lovato, Brit­ney Spe­ars og Selenu Gomez, og lag­ið Cru­el samdi Tayla Parx sem hef­ur með­al ann­ars unn­ið með Ariönu Gr­ande, Jenni­fer Lopez, Ri­hönnu og Mariuh Carey.

„Bæði Bo­dy og Cru­el inni­halda skila­boð sem standa nærri hjarta mínu en þeim er ekki ein­göngu beint til kvenna held­ur líka karla. Ég reyni að gefa út lög sem ná til allra og í tónlist minni fjalla ég mik­ið um mis­mun­andi til­finn­ing­ar og and­lega heilsu, og því geta bæði kyn­in sam­sam­að sig,“út­skýr­ir Glowie um texta­smíð­arn­ar sem eru þrungn­ar merk­ingu um and­lega heilsu, lík­ams­virð­ingu og mann­leg­ar til­finn­ing­ar.

Hún seg­ir gam­an að vinna með svo hæfi­leika­ríku fólki en allt að fimm­tíu manns vinna ein­göngu í kring­um Glowie hjá Col­umb­ia Records.

„Það er ansi mik­ið af fólki og get­ur stund­um orð­ið yf­ir­þyrm­andi að hugsa út í það, en allt er þetta ynd­is­leg­ir ein­stak­ling­ar og ein­stak­lega gam­an að vinna með þeim. Við Tayla Parx er­um orðn­ar góð­ar vin­kon­ur. Hún er of­boðs­lega in­dæl og al­gjör stuð­bolti. Við höf­um átt skemmti­leg­ar sam­ræð­ur um alls kon­ar hluti og það er gott að geta tal­að við ein­hvern sem hef­ur ver­ið lengi í brans­an­um og get­ur gef­ið góð ráð þeg­ar mað­ur þarf á að halda.“

Í smíð­um er ný plata sem Glowie von­ast til að komi út í ár eða á næsta ári.

„Við tök­um eitt skref í einu því að góð­ir hlut­ir ger­ast hægt. Þessa dag­ana vinn­um við að því að gefa út nýja smá­skífu í sum­ar og það eru kom­in svo mörg góð lög í sigt­ið að það er um að gera að leyfa öðr­um að heyra hvað við höf­um ver­ið að bralla á bak við tjöld­in. Það er alltaf nóg að gera og næst á dag­skrá er að koma fram á tón­list­ar­há­tíð­inni The Great Escape sem fer fram í Bright­on í vik­unni,“seg­ir Glowie sem vek­ur jafn­an mikla at­hygli fyr­ir þjóð­erni sitt.

„Þeg­ar ég hitti nýtt fólk tek ég yf­ir­leitt alltaf fram að ég sé ís­lensk. Það þyk­ir bæði merki­legt og gam­an, og ég er mjög stolt af því að vera frá Íslandi. Það er því um að gera að monta sig að­eins af því,“seg­ir hún og hlær.

Fylgstu með æv­in­týr­um Glowie á glowiem­usic.com og á Insta­gram und­ir its­glowie.

MYND/GUЭLAUG­UR ANDRI EY­ÞÓRS­SON

Það er list og sköp­un sem ger­ir Glowie hvað ham­ingju­sam­asta, en hún blómstr­ar nú hjá út­gáf­uris­an­um Col­umb­ia Records.

MYND/GUЭLAUG­UR ANDRI EY­ÞÓRS­SON

Glowie er á góð­um stað í líf­inu og seg­ist aldrei hafa ver­ið jafn ham­ingju­söm og nú.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.