Auk­in lífs­gæði á 16 vik­um

Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að inn­taka á Bio-Kult Orig­inal dreg­ur veru­lega úr ein­kenn­um iðra­bólgu og tíðni verkjak­asta lækk­ar um rúm­lega 70%. Góð­gerl­ar hafa góð áhrif á melt­ing­una.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ -

Þarma­flór­an sam­an­stend­ur af meira en 1.000 teg­und­um ör­vera sem vega hátt í 2 kíló. Hún gegn­ir gríð­ar­lega mik­il­vægu hlut­verki þeg­ar kem­ur að heilsu­fari okk­ar og eins og nafn­ið gef­ur til kynna er hún að stór­um hluta stað­sett í þörm­un­um og melt­ing­ar­veg­in­um. Melt­ing­ar­veg­ur­inn nær frá munni og til enda­þarms og gegn­ir þarma­flór­an sama hlut­verki hjá okk­ur öll­um. Þar sem hún verð­ur fyr­ir áhrif­um frá ytra um­hverfi í formi fæðu og lyfja upp­lifa flest­ir ým­iss kon­ar óþæg­indi ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni.

Ristil­kramp­ar og iðra­bólga (IBS)

Þeg­ar þarma­flór­an (ör­veruflór­an) í melt­ing­ar­veg­in­um verð­ur fyr­ir hnjaski og það kemst ójafn­vægi þar á koma fram óþæg­indi sem geta ver­ið af ýms­um toga.

Þetta er t.d.: Uppþemba Brjóst­sviði Harð­lífi/nið­ur­gang­ur Sveppa­sýk­ing­ar Blöðru­bólga Ristil­kramp­ar Iðra­bólga (IBS)

Mataræði, lyf og streita

Það er ým­is­legt sem get­ur vald­ið ójafn­vægi á þarma­flór­unni þannig að við finn­um fyr­ir fyr­ir því. Slæmt mataræði hef­ur mik­il áhrif og eins og alltaf eru unn­in mat­væli og syk­ur þar fremst í flokki. Lyf eins og sýkla­lyf, sýru­bind­andi lyf og gigt­ar­lyf eru slæm fyr­ir þarma­flór­una og svo get­ur streita einnig haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í þörm­un­um, eins og víða ann­ars stað­ar í lík­am­an­um.

Bio Kult minnk­ar ein­kenni iðra­bólgu

„Vís­inda­leg­um rann­sókn­um á þarma­flóru okk­ar mann­anna fleyg­ir hratt fram og þurf­um við sí­fellt að vera að end­ur­skoða við­horf okk­ar og sjón­ar­mið því skiln­ing­ur okk­ar á hlut­verki henn­ar í lík­ama okk­ar er sí­fellt að aukast. Fram­leið­end­ur Bio-Kult gerl­anna hafa lát­ið gera mik­ið af tví­blind­um, klín­ísk­um rann­sókn­um sem sýna fram á ótrú­lega já­kvæða virkni gerl­anna þeg­ar kem­ur að því að draga úr þeim ein­kenn­um sem nefnd voru hér áð­ur. Ný­lega voru birt­ar nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar sem gerð var á hópi fólks sem þjáð­ist af iðra­bólgu og voru þær af­ar áhuga­verð­ar,“seg­ir Hrönn Hjálm­ars­dótt­ir, heilsu­ráð­gjafi hjá Artas­an.

70% minni verk­ir

Í rann­sókn­inni var 360 manna hóp skipt til helm­inga og fékk ann­ar hóp­ur­inn Bio-Kult orig­inal sem inni­held­ur 14 mis­mun­andi gerla­stofna á með­an hinir fengu lyf­leysu (place­bo). Tek­in voru 4 hylki á dag í 16 vik­ur áð­ur en ár­ang­ur­inn var met­inn. Mark­tæk­ur mun­ur var á hóp­un­um en iðra­verk­ir þeirra sem tóku inn Bio-Kult Orig­inal höfðu minnk­að um nærri 70% (sam­an­bor­ið við 47% í sam­an­burð­ar­hópn­um). Einnig hafði tíðni verkjak­asta hjá Bio-Kult hópn­um dreg­ist sam­an um rúm 70%. Í lok rann­sókn­ar voru 34% þeirra sem höfðu feng­ið Bio-Kult Org­inal ein­kenna­laus­ir á með­an það voru ein­ung­is 13% í sam­an­burð­ar­hópn­um.

Mis­mun­andi teg­und­ir

Fjöl­marg­ar rann­sókn­ir eru til sem hafa sýnt fram á kosti þess að taka inn Bio-Kult gegn hinum ýmsu kvill­um. Til dæm­is hef­ur ver­ið hægt að draga úr ein­kenn­um barna­ex­ems, laga hægð­ir, hvort sem um harð­lífi eða nið­ur­gang er að ræða, minnka ristil­krampa og bæta lifr­ar­starf­semi sjúk­linga með (non-alcoholic) fitulif­ur. Bio-Kult vör­urn­ar hafa ver­ið fram­leidd­ar með til­liti til þess­ara ein­kenna m.a. og hef­ur hver vara sitt sér­kenni.

Við er­um öll ein­stök

Upp­runi, bú­seta, mataræði, líferni, hreyf­ing og svefn eru allt þætt­ir sem móta okk­ur sem ein­stak­linga og hafa þeir líka áhrif á þarma­flór­una. Þarma­flór­an hef­ur ekki bara lík­am­leg áhrif á okk­ur því rann­sókn­ir hafa sýnt að hún hef­ur einnig áhrif á and­legu hlið­ina.

Tal­ið er að hátt í 90% af serótón­íni (gleði­horm­ón­inu) séu fram­leidd í þörm­un­um og get­ur því ójafn­vægi auk­ið lík­ur á kvíða og þung­lyndi. Heil­brigð þarma­flóra er grunn­ur­inn að góðri heilsu og verð­ur hver og einn að reyna að finna sitt jafnægi. „Ég er mik­ill tals­mað­ur þess að all­ir taki inn góð­gerla til að hjálpa til við að halda jafn­vægi í þörm­un­um. Fjöldi ör­vera í melt­ing­ar­veg­in­um er gríð­ar­lega mik­ill og ekki er hægt að greina hvert til­felli fyr­ir sig ná­kvæm­lega. Sem bet­ur fer eru góð­gerl­ar til inn­töku hættu­laus­ir með öllu og mega all­ir ald­urs­hóp­ar taka þá inn,“seg­ir Hrönn.

Ein­kenni iðra­bólgu (IBS) minnka veru­lega með Bio Kult Orig­inal.

Fjöl­marg­ar rann­sókn­ir sýna fram á kosti þess að taka inn Bio-Kult Orig­inal gegn hinum ýmsu kvill­um.

Hrönn Hjálm­ars­dótt­ir heilsu­ráð­gjafi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.