Merkisat­burð­ir

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

1682 Loð­vík XIV, kon­ung­ur Frakk­lands, flyt­ur hirð sína til Ver­sala. 1757 Enska ljóð­skáld­ið Christoph­er Smart er skráð­ur inn á St. Lu­ke’s-sjúkra­hús­ið fyr­ir geð­veika í London.

1877 Indí­ána­höfð­ing­inn Óði Hest­ur gefst upp í Nebraska fyr­ir her­mönn­um Banda­ríkja­stjórn­ar.

1889 Eif­felt­urn­inn er form­lega opn­að­ur fyr­ir al­menn­ing á Heims­sýn­ing­unni í Pa­rís.

1910 Geor­ge V. tek­ur við sem kon­ung­ur Eng­lands eft­ir and­lát föð­ur síns, Ját­varðs VII.

1937 Þýska loft­skip­ið Hind­en­burg verð­ur al­elda á svip­stundu í La­kehurst í New Jers­ey og 36 láta líf­ið.

1940 John Stein­beck fær Pulitzer-verð­laun­in fyr­ir skáld­sögu sína Þrúg­ur reið­inn­ar.

1942 Síð­ustu her­deild­ir Banda­ríkja­manna á Fil­ipps­eyj­um gef­ast upp fyr­ir Japön­um í heims­styrj­öld­inni síð­ari.

1960 Yf­ir 20 millj­ón­ir manna horfa á fyrstu beinu sjón­varps­út­send­ing­una af kon­ung­legu brúð­kaupi er Mar­grét prins­essa og Ant­hony Armstrong-Jo­nes ganga í hjóna­band í West­minster Abbey á Englandi.

1976 Á bil­inu 900 til 978 far­ast og 1.700 til 2.400 slasast í geysi­hörð­um jarð­skjálfta á Norð­ur-Ítal­íu.

1983 Meint­ar dag­bæk­ur Hitlers eru af­hjúp­að­ar sem svindl eft­ir rann­sókn­ir sér­fræð­inga.

1988 All­ir 36 far­þeg­ar og áhöfn far­ast er flug­vél hrap­ar í fjall­inu Torg­hatten á Brønnøy í Nor­egi.

1994 Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing og Fr­anço­is Mitterrand, for­seti Frakk­lands, eru við­stödd opn­un gang­anna und­ir Ermar­sund.

1996 Lík Williams Col­by, fyrr­ver­andi for­stjóra CIA, finnst á ár­bakka í Mary­land átta dög­um eft­ir að hann hvarf.

2001 Jó­hann­es Páll II verð­ur fyrsti páfinn til að stíga inn í mosku múslima í heim­sókn í Sýr­landi.

2002 Hol­lenski stjórn­mála­mað­ur­inn Pim Fortuyn er ráð­inn af dög­um eft­ir út­varps­við­tal. 2013 Þrjár kon­ur sem sakn­að hafði ver­ið í meira en ára­tug koma í leit­irn­ar á lífi í borg­inni Cleve­land í Ohio í Banda­ríkj­un­um.

Jó­hann­es Páll II páfi.

Hind­en­burg.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.