Loka­þátt­ur Friends

ÞETTA GERÐIST: 6 MAÍ 2004

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

Eft­ir tíu ára sig­ur­göngu kvaddi sjón­varps­serí­an Friends með loka­þætt­in­um á þess­um degi ár­ið 2004.

„Eft­ir tíu serí­ur á stöð­inni var loka­þátt­ur­inn vel aug­lýst­ur á NBC og mik­ið umstang gert í kring­um hann. Hann fór í loft­ið 6. maí 2004 og voru banda­rísku áhorf­end­urn­ir 52,5 millj­ón­ir, sem varð til þess að þátt­ur­inn varð fjórði vin­sæl­asti loka­þátt­ur­inn í sögu sjón­varps,“seg­ir um þessi tímamót á ís­lenskri Wikipedia-síðu Friends. Þar kem­ur einnig fram að Friends hafi feng­ið mis­jafna gagn­rýni í fyrstu.

„Á með­an hann var í gangi vann hann mik­ið af verð­laun­um og var til­nefnd­ur til 63 Em­my-verð­launa. Þátt­un­um gekk einnig vel í áhorfi og voru alltaf á topp tíu list­an­um. Friends hafði mik­il áhrif allt í kring­um sig og Central Perk kaffi­hús­ið hef­ur veitt mörg­um inn­blást­ur. Þætt­irn­ir eru end­ur­sýnd­ir um all­an heim en hver sería hef­ur einnig ver­ið gef­in út á mynddiski. Eft­ir að þætt­irn­ir klár­uð­ust fór þátt­ur­inn Joey í loft­ið og orð­róm­ur um kvik­mynd kom upp,“seg­ir áfram á Wikipedia.

Aðal­leik­arn­ir sex í Friends, Jenni­fer

Anist­on, Courteney Cox Arqu­ette, Lisa Ku­drow, Matt LeBl­anc, Matt­hew Perry og Da­vid Schwimmer, upp­skáru heims­frægð fyr­ir hlut­verk sín í þátt­un­um. Upp­haf­lega fengu þau 1.600 dali hver fyr­ir hvern þátt en eft­ir tvö ár hót­uðu þau verk­falli og er óhætt að segja að það hafi bor­ið ár­ang­ur því laun­in voru hækk­uð í 100 þús­und dali á þátt ár­ið 1996. Ár­ið 2002 kröfð­ust þau síð­an þess að fá eina millj­ón doll­ara fyr­ir hvern þátt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.