Val­kyrj­ur Wagners í Hörpu

Fréttablaðið - - MENNING - Rich­ard Wagner.

Ítil­efni af stóraf­mæl­um Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Ís­lands (70 ára), Ís­lensku óper­unn­ar (40 ára) og Lista­há­tíð­ar í Reykja­vík (50 ára) verð­ur ópera Rich­ards Wagner, Val­kyrj­urn­ar, flutt 27. og 29. maí 2020 í Eld­borg í Hörpu.

Hljóm­sveit­inni stjórn­ar Al­ex­and­er Vederni­kov sem í fyrra tók við stöðu að­al­stjórn­anda við Kon­ung­legu dönsku óper­una í Kaup­manna­höfn. Leik­stjór­inn, Julia Bur­bach, er fast­ráð­in við Co­vent

Gar­den í Lund­ún­um; víd­eólista­mað­ur­inn Tal Ro­sner hef­ur með­al ann­ars unn­ið til BAFTA-verð­launa fyr­ir list sína, en hann hef­ur m.a. starf­að við Nati­onal Theatre í Lund­ún­um og Lincoln Center í New York.

Nokkr­ir heims­þekkt­ir söngv­ar­ar fara með stærstu hlut­verk­in og má þar nefna Christoph­er Ventris sem syng­ur Sig­munde, Claire Rutter sem syng­ur Siglinde og Frode Ol­sen sem verð­ur í hlut­verki Hund­ing. Ólaf­ur Kjart­an Sig­urð­ar­son mun syngja hlut­verk Wot­an. Jamie Bart­on syng­ur hlut­verk Fricku og Christ­ine Goerke syng­ur Brunn­hilde. Aðr­ar val­kyrj­ur verða túlk­að­ar af ís­lensk­um söng­kon­um.

Þetta verð­ur í fyrsta sinn sem Val­kyrj­urn­ar eru f lutt­ar í fullri lengd á Íslandi og um leið er þetta fyrsta ópera Nif lunga­hrings­ins sem flutt verð­ur óstytt á Íslandi. Flutn­ing­ur­inn mark­ar því tímamót í sögu óperu­flutn­ings á Íslandi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.