MENNING Ljós­mynd­ir Spessa frá Riga og Daugva­pils í Lett­landi eru nú í Ramskram Gallery.

Spessi sýn­ir ljós­mynd­ir frá Riga og Daugva­pils í Lett­landi

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kol­[email protected]­bla­did.is

Ljós­mynd­ir Spessa frá Riga og Daugva­pils í Lett­landi eru nú á sýn­ingu í Ramskram Gallery á Njáls­götu 49. Mynd­irn­ar tók Spessi ár­in 2014 og 2015. Sýn­ing­in nefn­ist Módern­ísk arf­leifð og er op­in um helg­ar frá 14-17. Hún stend­ur til 19. maí.

Fá­tækra­hverfi

„Ég kom til Riga vegna sýn­ing­ar sem ég tók þátt í þeg­ar Riga varð menn­ing­ar­borg Evr­ópu. Sýn­ing­in hét Reconstructi­on of Friends­hip og fjall­aði um kalda stríð­ið og ég hafði unn­ið verk sem tengd­ist Kef la­vík­urf lug­velli. Í kjöl­far­ið ákvað ég að skoða fá­tækra­hverf­in í Riga sem eru í út­hverfi borg­ar­inn­ar, eins og slík hverfi eru yf­ir­leitt. Ég fékk ljós­mynd­ara sem leið­sögu­mann og þvæld­ist þarna um og hitti að­al­lega unga krakka sem ég mynd­aði. Þetta var um vet­ur og ár­ið eft­ir, um sum­ar, fór ég til Daugva­pils og mynd­aði ung­linga í út­hverf­un­um þar. Þannig af helm­ing­ur mynd­anna á sýn­ing­unni er tek­inn um vet­ur í Riga og hinn helm­ing­ur­inn um sum­ar í Daugva­pils. Mynd­irn­ar sýna krakka sem búa í blokkum sem eru í út­hverf­um þess­ara tveggja borga,“seg­ir Spessi.

Hverfi sem virka ekki

Spessi sneri síð­an heim til Ís­lands en hugs­an­ir um blokk­irn­ar létu hann ekki í friði og þá hvarfl­aði hug­ur hans til Breið­holts­ins. „Ég fór að vinna Breið­holts­verk­efni sem varð að ljós­mynda­sýn­ing­unni 111 sem sýnd var á Lista­há­tíð í fyrra og sam­nefndri ljós­mynda­bók. Mynd­irn­ar frá Riga og Daugva­pils eru und­an­fari Breið­holts­verk­efn­is­ins og senni­lega kveikj­an að því,“seg­ir Spessi.

„Ég hafði nokk­uð lengi velt því fyr­ir mér hver væri hugs­un­in á bak við blokka­bygg­ing­ar fyr­ir fá­tækt fólk fyr­ir ut­an borg­ir. Þetta hef­ur ver­ið gert um all­an heim en þessi hverfi verða eins kon­ar skrímsli sem virka ekki. Í grunn­inn er hugs­un­in fal­leg en mað­ur veltir því fyr­ir sér hvort þetta unga fólk sem býr í þess­um blokkum eigi einhverja mögu­leika. Lang­flest sekk­ur það út á jað­ar­inn og býr við bág efni. Það virð­ist vera sósíal­ísk hugs­un á bak við það að byggja ódýrt fyr­ir fá­tækt fólk en svo er eins og kapí­tal­ist­ar hafi grip­ið hug­mynd­ina og los­að sig við þetta fólk með því að hrúga því sam­an fyr­ir ut­an borg­ar­mörk­in. Eft­ir að hafa hugs­að mál­ið lengi hef ég kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þess­ar blokka­bygg­ing­ar séu sprotn­ar upp úr mód­ern­ism­an­um. Þess vegna heit­ir sýn­ing­in Módern­ísk arf­leifð. Hér á Íslandi eru blokk­irn­ar í Efra-Breið­holti lík­lega það sem kemst næst þessu og það sem við get­um kall­að okk­ar mód­ern­ísku af­leifð.“

MAЭUR VELTIR ÞVÍ FYR­IR SÉR HVORT ÞETTA UNGA FÓLK SEM BÝR Í ÞESS­UM BLOKKUM EIGI EINHVERJA MÖGU­LEIKA.

Spessi sýn­ir ljós­mynd­ir sín­ar í Ramskram Gallery á Njáls­götu.

Ein af mynd­um Spessa sýn­ir þenn­an unga dreng sem býr við óvissa fram­tíð.

Séð út um glugga á auðu húsi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.