Hæst­ánægð­ur með silfr­ið en finn að ég get gert mun bet­ur

Fréttablaðið - - SPORT - hjor­varo@fretta­bla­did.is

Júlí­an J.K. Jó­hanns­son seg­ir blendn­ar til­finn­ing­ar bær­ast í brjósti sér eft­ir að hafa hreppt silf­ur­verð­laun á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í kraft­lyft­ing­um um ný­liðna helgi. Fyrst og fremst er Júlí­an hæst­ánægð­ur með ár­ang­ur­inn en að sama skapi sé ákveð­ið svekk­elsi því að hann hafi fund­ið að hann gæti gert enn bet­ur.

Evr­ópu­meist­ara­mót­ið í kraft­lyft­ing­um fór fram í Plzen í Tékklandi um helg­ina. Þar náði Júlí­an J. K. Jó­hanns­son þeim frá­bæra ár­angri að hreppa silf­ur­verð­laun í þunga­vigtar­flokki. Júlí­an seg­ir að markmið hans fyr­ir mót­ið hafi ver­ið að enda á með­al þriggja efstu og kom­ast á pall. Það tókst og gott bet­ur en hann kveðst hins veg­ar hefðu getað gert enn bet­ur ef und­ir­bún­ing­ur hans hefði ver­ið með betra móti en raun bar vitni. Júlí­an lyfti alls 1.085 kíló­um í keppni dags­ins en var að­eins frá sín­um besta ár­angri sem er 1.115 kíló. Það var Rúss­inn Maksim Prok­horov sem varð Evr­ópu­meist­ari.

„ Ég er yf­ir mig ánægð­ur með að hafa hreppt silf­ur­verð­laun á svona sterku móti og ég er stolt­ur af þess­um ár­angri. Tölu­lega séð eru lyft­urn­ar líka mjög góð­ar og ég er að bæta mig í bekkpressu svo dæmi sé tek­ið. Það er flestallt já­kvætt sem ég get tek­ið frá þessu móti. Þeg­ar lit­ið er til æf­inga­upp­keyrsl­unn­ar sem var ekki eins og best verð­ur á kos­ið þá er þetta bara mjög góð frammistað­a,“seg­ir Júlí­an um ár­ang­ur­inn í Tékklandi.

„Ég togn­aði bæði í brjósti og baki í upp­hafi árs­ins og það varð til þess að ég gat ekki keppt á Reykja­vík­ur­leik­un­um í fe­brú­ar og á þeim tíma­punkti var tví­sýnt um að ég gæti tek­ið þátt í Evr­ópu­meist­ara­mót­inu. Þessi meiðsli höfðu þó nokk­ur áhrif á und­ir­bún­ing­inn og ég fann fyr­ir eymsl­um í brjósti í lyft­un­um um helg­ina en bak­ið hélt hins veg­ar. Ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að ná þessu móti og leit­aði til að mynda að­stoð­ar heilara,“seg­ir þessi öfl­ugi kappi enn frem­ur um und­ir­bún­ing sinn fyr­ir mót­ið.

„Þeg­ar lit­ið er til þess að mér finn­ist ég geta gert enn bet­ur og varð þrátt fyr­ir það í öðru sæti þá er ég bara mjög sátt­ur og þetta gef­ur góð fyr­ir­heit fyr­ir ár­ið. Það er vissu­lega lúxusvanda­mál að telja sig að ein­hverju leyti svekkt­an með jafn góð­an ár­ang­ur á eins sterku móti og ég náði. Mér finnst ég geta end­ur­met­ið þau markmið sem ég setti mér fyr­ir ár­ið og sett slána enn hærra. Næsta stóra verk­efni hjá mér er heims­meist­ara­mót­ið sem hald­ið verð­ur í Dúbaí í nóv­em­ber. Ég tví­bætti heims­met á síð­asta heims­meist­ara­móti og ég stefni á að gera enn bet­ur,“seg­ir Júlí­an um fram­hald­ið hjá sér.

„Nú þarf ég að greina það hvað ég gerði vel og hvað aflaga fór á mót­inu um helg­ina. Sem dæmi þá held ég að ég geti stað­ið mig enn bet­ur með því að huga bet­ur að and­lega hlut­an­um og leit­að kannski til íþrótta­sál­fræð­ings í þeim efn­um. Lík­am­lega hlið­in er á góð­um stað en ég þarf að sinna and­legu hlið­inni bet­ur. Þá er það að mínu mati hné­beygj­an sem skil­ur á milli þess að ég hreppti ekki gull­verð­laun­in þessu móti. Ég þarf að ein­beita mér að því að bæta tækni­leg at­riði í hné­beygj­unni til þess að kom­ast á pall á heims­meist­ara­mót­inu,“seg­ir hann um kom­andi verk­efni.

Júlí­an bætti heims­met­ið í rétt­stöðu­lyftu með því að lyfta 405 kíló­um á heims­meist­ara­mót­inu í Halmstad í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Þeg­ar upp var stað­ið varð hann í fjórða sæti en eins og áð­ur seg­ir stefn­ir hann að því að bæta um bet­ur og kom­ast á pall á sterk­asta mót­inu sem hald­ið er ár hvert í kraft­lyft­ing­um. Á síð­asta heims­meist­ara­móti var Júlí­an 20 kíló­um frá því að næla sér í brons­verð­laun og koma sér á pall. Hann tel­ur það vel raun­hæft að bæta sig svo mik­ið að hann endi með verð­launa­pen­ing af ein­hverri sort um háls­inn í Dúbaí.

„Meiðsl­in eru nú að baki og mér finnst ég á vera á þeim stað að það sé rúm fyr­ir tölu­verða bæt­ingu. Ef mér tekst að ná upp full­um krafti í æf­inga­törn­inni næstu mán­uði, tækni­lega hlið­in á hné­beygj­unni lag­ast og hug­ar­far­ið verð­ur rétt, þá mun ég kom­ast á pall í Dúbaí. Það væri frá­bær til­finn­ing og ég mun leggja hart að mér til þess að það tak­ist,“seg­ir Júlí­an um draum sinn.

Ég er yf­ir mig ánægð­ur með að hafa hreppt silf­ur­verð­laun á svona sterku móti og ég er mjög stolt­ur af þess­um ár­angri. Meiðsli höfðu þó nokk­ur áhrif á und­ir­búng­inn og svo frammi­stöð­una.

MYND/AUÐUNN JÓNSSON

Júlí­an J.K. Jó­hanns­son er hér lengst til vinstri á verð­launap­all­in­um í Tékklandi um helg­ina.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.