Li­verpool þarf krafta­verk

Fréttablaðið - - SPORT -

Li­verpool fær Barcelona í heim­sókn í seinni leik lið­anna í undanúr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu karla á An­field í kvöld.

Ka­talón­arn­ir unnu fyrri leik lið­anna 3-0 og eru því komn­ir með ann­an fót­inn í úr­slita­leik­inn. Li­o­nel Messi skor­aði tvö marka Barcelona í þeim leik og Lu­is Su­árez það þriðja.

Til að bæta gráu of­an á svart verða Ro­berto Fir­mino og Mohamed Salah ekki með í þess­um leik en Fir­mino er meidd­ur og Salah glím­ir við af­leið­ing­ar höf­uð­höggs. Þá er Virgil van Dijk einnig tæp­ur vegna meiðsla.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.