Ein­fald­ir og sum­ar­leg­ir alls kon­ar flott­ir rétt­ir

Ma­ría Gomez hef­ur hald­ið úti mat­ar­blogg­inu paz.is í tvö ár. Hún er ástríðu­kokk­ur og kýs að elda ein­fald­an en góð­an fjöl­skyldumat. Ma­ría sæk­ir inn­blást­ur til Spán­ar þang­að sem hún á ætt­ir að rekja en hér er sum­ar­þema.

Fréttablaðið - - FÓLK - Elín Al­berts­dótt­ir el­[email protected]­bla­did.is

Ma­ría gef­ur les­end­um létt­ar og sum­ar­leg­ar upp­skrift­ir sem hún seg­ir að séu mjög góð­ar og auð­velt að út­búa. Ma­ría flutti til Ís­lands þeg­ar hún var fimm ára en hef­ur alla tíð ver­ið með ann­an fót­inn á Spáni þar sem föð­ur­fjöl­skyld­an býr. „Ég á stóra fjöl­skyldu á Spáni sem ég er í mikl­um og góð­um sam­skipt­um við. Föð­ur­fjöl­skyld­an býr ná­lægt Gr­an­ada í Andal­ús­íu og þang­að fer ég oft,“seg­ir Ma­ría en hún er með stóra fjöl­skyldu, eig­in­mann og fjög­ur börn, eina nítj­án ára og þrjú á leik­skóla­aldri. Þar sem hún er með ung börn finnst henni best að elda ein­fald­an mat sem lít­ið þarf að hafa fyr­ir. „Blogg­ið mitt hent­ar ein­mitt fjöl­skyldu­fólki,“seg­ir hún.

Ma­ría seg­ir að hún detti oft í Spán­argír­inn með upp­skrift­irn­ar sín­ar á sumr­in. „Blogg­ið mitt heit­ir eft­ir spænskri ömmu minni og föð­ur­syst­ur. Mér finnst gam­an að setja inn eitt og ann­að um hefð­ir og venj­ur á Spáni. Sér­staða mín ligg­ur svo­lít­ið í Spán­arteng­ing­unni,“seg­ir hún. „Mér hef­ur alltaf þótt mjög gam­an að elda mat en er kannski minna fyr­ir að baka kök­ur. Lík­leg­ast vegna þess að ég er bæði fljót­fær og óþol­in­móð. Hér áð­ur fyrr keypti ég mik­ið af kokka­bók­um þeg­ar ég var í út­lönd­um og lá svo uppi í rúmi og las þær. Mér finnst gam­an að leika mér í eld­hús­inu og prófa nýja rétti. Ég er þó fyrst og fremst áhuga­kokk­ur,“seg­ir Ma­ría og hér eru spenn­andi upp­skrift­ir frá henni.

Fisk­rétt­ur með skinku­myrju og svepp­um

Svepp­ir og skinku­myrja … til­val­ið að gera úr því góð­an fisk­rétt sem er mjög ein­fald­ur og smakk­ast vel.

Í rétt­inn þarf

1 miðl­ungs­stórt glas hýð­is­hrís­grjón, stutt (eða þau hrís­grjón sem þið vilj­ið nota) á móti 2 glös­um af vatni til suðu 700 g ýsa eða þorsk­ur

100 g svepp­ir

1 box af skinku­myrju

1 stór dós kota­sæla (500 g) Rif­inn ost­ur Papríku­duft

Salt og pip­ar

Byrj­ið á að sjóða grjón­in eft­ir leið­bein­ing­um (mun­ið að salta þau) og hit­ið ofn­inn í 200°C. Sker­ið fisk­inn í sneið­ar, þvers­um eft­ir flak­inu, og legg­ið á eld­húspapp­ír til að ná sem mest­um raka úr hon­um. Sker­ið svepp­ina í þunn­ar sneið­ar. Þeg­ar grjón­in eru til eru þau sett í botn­inn á eld­fasta mót­inu. Næst er svo fisk­in­um rað­að í eina röð of­an á og salt­að og pipr­að. Svo er skinku­myrj­unni smurt á, jafnt yf­ir all­an fisk­inn. Rað­ið svo svepp­un­um jafnt of­an á allt. Smyrj­ið næst kota­sæl­unni jafnt yf­ir allt sam­an. Að lok­um er rifn­um osti stráð yf­ir og papriku­dufti sáldr­að létt yf­ir.

Bak­ið við 200°C hita í 35 mín­út­ur. Þenn­an rétt er best að bera fram með fersku sal­ati og hvít­lauks­brauði. Best er að leyfa hon­um að standa í 10 mín­út­ur, með­an mesti rak­inn og hit­inn er að rjúka úr hon­um.

Með­an rétt­ur­inn er sjóð­andi heit­ur mynd­ast eins og vatns­kennd sósa í botn­inn en alls ekki skilja hana eft­ir. Dreitlið sós­unni yf­ir fisk­inn því þar er mesta bragð­ið í rétt­in­um. Sós­an verð­ur svo þykk­ari eft­ir því sem rétt­ur­inn kóln­ar.

Eggald­in­fransk­ar með par­mes­an og tóm­at­basilsósu

Þess­ar geggj­uðu stökku par­mes­an eggald­in­fransk­ar með tóm­at­basilsósu er erfitt að stand­ast. Ekki skemm­ir fyr­ir að krakk­ar elska þær líka en þær eru mun holl­ari kost­ur en djúp­steikt­ar fransk­ar.

1 eggald­in

3 egg

1 bolli, fínt rif­inn par­mes­an-ost­ur (ríf­ið sjálf með smáu rif­járni, ekki kaupa þenn­an í doll­unni)

¾ bolli Pan­ko-brauðra­sp (ekki sama og Paxo-rasp, pass­ið það!) Hveiti

Salt

Pip­ar

Sker­ið eggald­in í lengj­ur sem eru í lag­inu eins og fransk­ar, ekki taka hýð­ið af. Tak­ið lengj­urn­ar í sund­ur og setj­ið á borð eða bretti og salt­ið þannig að fari á all­ar lengj­urn­ar. Setj­ið 3 egg í skál og salt­ið ögn. Setj­ið hveiti í aðra skál og Pan­ko og par­mes­an-ost í þriðju skál­ina (bland­ið því vel sam­an). Nú hefst gaman­ið. Byrj­ið á að setja hverja lengju í hveiti, svo egg og síð­ast í par­mes­an/Pan­ko-blönd­una. Rað­ið hverri frönsku fyr­ir sig á grind (helst ekki setja á ofn­plötu með bök­un­ar­papp­ír). Ég set ofn­grind of­an á ofnskúffu og baka þær þannig. Það er allt í góðu að raða þeim þétt sam­an. Bak­ist svo á 210220°C blæstri í 11-15 mín­út­ur eða þar til þær verða gull­in­brún­ar.

Tómat­basilsósa

2 hvít­lauksrif

Ólífu­olía

Rauð­ar chili­f­lög­ur (ör­fá­ar en má sleppa)

½ bolli epla­e­dik

½ bolli púð­ur­syk­ur

1 tsk. Worchesters­hiresósa 1-2 dós­ir mauk­að­ir tóm­at­ar 2 msk. tóm­at­púrru­salt, eft­ir smekk 5-8 blöð fersk basilíka

Setj­ið olíu á botn­inn í potti og hit­ið. Tak­ið hvít­lauk­inn úr hýð­inu og berj­ið á hann með sleif eða hníf til að hann opn­ist. Setj­ið rif­in í ol­í­una, en steik­ið ekki, held­ur meira sjóð­ið þau í ol­í­unni, sem þarf að vera við væg­an hita. Setj­ið næst chili­f­lög­ur, epla­e­dik, Worchesters­hiresósu og púð­ur­syk­ur of­an í. Að lok­um er tóm­at­púrru, dósatómöt­um og basilíku bætt út í og lát­ið sjóða við væg­an hita í 30 mín­út­ur. Hrær­ið reglu­lega í svo ekki brenni við botn­inn.

Vor­rúll­ur með ávöxt­um, kó­kos­grjón­um og súkkulað­isósu

Hér má sko al­veg segja að sé um skemmti­lega öðru­vísi eft­ir­rétt að ræða, sem ég myndi klár­lega hafa með í sus­hi-partí. Hann er ekki bara of­boðs­lega góð­ur held­ur líka svo ótrú­lega ein­fald­ur og fag­ur. Þetta er svo skemmti­lega öðru­vísi að ég lofa að þið mun­uð slá í gegn ef þið bjóð­ið upp á þessi dýr­leg­heit.

1 dós kó­kos­mjólk

1 pakki af hrís­grjóna­blöð­um ½ fyllt dós ut­an af kó­kos­mjólk­inni af hvít­um ósoðn­um grjón­um 1 msk. sæta (ég not­aði aga­ves­íróp)

Klípa af salti

1 box af jarð­ar­berj­um

3 kíví

1 þrosk­að mangó

1 box bróm­ber eða blá­ber eða bæði

Súkkulað­isósa

100 g suð­usúkkulaði ½ dl rjómi

Klípa af grófu salti

Byrj­ið á að setja eina dós af kó­kos­mjólk í pott. Setj­ið svo hrís­grjón í tóma dós­ina þannig hún sé hálf­full og setj­ið út í pott­inn. Setj­ið aga­ve og salt út í og lát­ið sjóða í eins og 20 mín­út­ur eða þar til grjón­in eru orð­in mjúk og all­ur vökvi guf­að­ur upp. Setj­ið til hlið­ar og kæl­ið. Mýk­ið svo hrís­grjóna­blöð­in eft­ir leið­bein­ing­um á pakk­an­um. Pass­ið að láta þau bara rétt blotna til að mýkj­ast, ann­ars klístr­ast þau. Nið­ur­skorn­ir ávext­ir eru sett­ir eins og á ⅓ neðst á blöð­in og grjón­in svo of­an á. Brett­ið neðsta part­inn yf­ir og hlið­arn­ar inn að miðju eins og þeg­ar mað­ur ger­ir burrito. Rúll­ið síð­an upp þar til rúll­an lokast al­veg.

Bræð­ið þvínæst súkkulaði og rjóma ásamt salti í potti og setj­ið í skál. Rað­ið rúll­un­um fal­lega á disk og ber­ið strax fram með heitri súkkulað­isósu til að dýfa í.

Granóla-skál­ar með grískri jóg­úrt og fersk­um ávöxt­um

Þess­ar dá­sam­lega fal­legu granóla­skál­ar eru ekki bara góð­ar held­ur líka svo fal­leg­ar að mað­ur tím­ir varla að borða þær. Þær eru rosa snið­ug­ar við alls kyns til­efni, eins og í mömm­u­klúbb­inn, bröns­inn, eða ef koma á ást­inni á óvart sem dæmi.

Það skemmti­leg­asta við þetta er að þetta lít­ur út fyr­ir að vera mik­il vinna en er svo fer­lega létt að eng­inn mun fatta það. Allt í allt tek­ur þetta kannski um 20 mín­út­ur.

Í granóla-skál­arn­ar þarf

1 pakki af góðu granóla með ykk­ar upp­á­halds­bragði, gott með súkkulaði

6 msk. bráð­ið ís­lenskt smjör 3 msk. gott gæða­hun­ang

1 tsk. gróft salt

Fyll­ing og skraut

Fersk­ir ávext­ir eins og blá­ber, jarð­ar­ber og vín­ber eða bara ykk­ar upp­á­hald

Grísk jóg­úrt, hrein eða að eig­in vali

Nokkr­ir 70% súkkulaði­bit­ar Val – æti­leg blóm, til dæm­is fjól­ur Hun­ang

Hit­ið ofn­inn á 180 C° blást­ur. Setj­ið granól­að í mat­vinnslu­vél eða bland­ara og mal­ið ör­lít­ið en ekki al­veg að mylsnu. Bræð­ið smjör og setj­ið út í ásamt hun­angi og salti. Mauk­ið sam­an þar til granól­að verð­ur svona lím­kennt. Setj­ið þá í form að eig­in vali, þessi skammt­ur pass­ar t.d. í stórt hring­laga form eða 6-8 lít­il, og þjapp­ið vel. Setj­ið í ofn­inn í 10 mín­út­ur og leyf­ið svo að kólna í smá­stund (ég setti smá­stund í frysti).

Tak­ið þá botn­inn eða skál­arn­ar úr form­inu og fyll­ið með grískri jóg­úrt og skreyt­ið með ávöxt­um. Not­ið hug­mynda­flug­ið og njót­ið í botn að skreyta því það er svo skemmti­legt. Neyt­ið strax því ann­ars kem­ur raki í botn­inn og hann verð­ur blaut­ur, ekki láta líða meira en 20 mín­út­ur alla­vega. Gott er að setja smá hun­ang eða döðlus­íróp yf­ir í lok­in.

Ma­ría hef­ur alltaf ver­ið ástríðu­kokk­ur. Á sumr­in leit­ar hún að inn­blæstri í mat­ar­gerð­inni á Spáni, það­an sem föð­urætt henn­ar er.

Öðru­vísi vor­rúll­ur að hætti Maríu. Þess­ar eru ótrú­lega flott­ur og skemmti­leg­ur eft­ir­rétt­ur í sus­hi-par­tíi.

Frá­bær fisk­rétt­ur fyr­ir alla fjöl­skyld­una.

Eggald­in­fransk­ar. Þær eru holl­ar og frá­bær­lega góð­ar, seg­ir Ma­ría.

Ma­ría á fjög­ur börn og seg­ist heill­ast af ein­faldri mat­ar­gerð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.