Bentley hug­leið­ir stærri jeppa en Bentayga enda sala lúxusjeppa góð

Fréttablaðið - - BÍLAR -

Svo virð­ist sem mjólk­ur­kýr flestra bíla­fram­leið­enda sé í formi jeppa og jepp­linga og eiga hefð­bundn­ir fólks­bíl­ar und­ir högg að sækja fyr­ir vik­ið. Svo rammt kveð­ur að þessu að breski lúx­us­bíla­fram­leið­and­inn Bentley býst við því að næsti nýi bíll fyr­ir­tæk­is­ins verði enn stærri jeppi en Bentayga-jepp­inn sem selst nú einkar vel. Auð­vit­að hafa bíla­fram­leið­end­ur afrakst­ur smíði sinn­ar mik­ið í huga við slík­ar ákvarð­an­ir

og fyr­ir vik­ið fjölg­ar nú jepp­um, ekki síst lúxusjepp­um, sem aldrei fyrr. Ef af smíði slíks risajeppa yrði væri hon­um helst beint að bíla­mörk­uð­um í As­íu og Banda­ríkj­un­um þar sem virð­ist vera óseðj­andi eft­ir­spurn eft­ir dýr­um og stór­um jepp­um. Því dýr­ari og stærri, því betra. Vafa­laust mun Bentley vopna stærri jeppa en Bentayga með enn öfl­ugri vél, en í Bentayga-jepp­an­um er 600 hestafla og tólf strokka vél með 6,0 lítra spreng­i­rými.

Bentley Bentayga.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.