Traust­ur sam­starfs­að­ili í rúm­lega þrjá ára­tugi

Vík­ur­vagn­ar eru leið­andi hér á landi í fram­leiðslu á drátt­ar­beisl­um, kerr­um og vögn­um auk þess að flytja inn vöru­lyft­ur fyr­ir ýms­ar gerð­ir bíla.

Fréttablaðið - - BÍLAR - Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á www.vik­ur­vagn­ar.is.

Óhætt er að segja að lands­menn geti stól­að á frá­bær­ar vör­ur, þjón­ustu og vara­hluti hjá Vík­ur­vögn­um enda var fyr­ir­tæk­ið stofn­að fyr­ir rúm­um þrem­ur ára­tug­um. Vík­ur­vagn­ar eru leið­andi hér á landi í fram­leiðslu á drátt­ar­beisl­um, kerr­um og vögn­um auk þess að flytja inn vöru­lyft­ur og starfa reynslu­mikl­ir starfs­menn hjá fyr­ir­tæk­inu að sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Vík­ur­vagna. „Nú eru marg­ir t.d. að íhuga kaup á kerru fyr­ir sumar­ið og þá skipt­ir miklu máli að huga að fram­boði vara­hluta og við­gerð­ar­þjón­ustu.

Vík­ur­vagn­ar selja vara­hluti í all­ar teg­und­ir kerra og við höf­um upp á að bjóða gott verk­stæði til að við­halda öll­um teg­und­um kerra. Við er­um því eina fyr­ir­tæk­ið hér­lend­is sem sel­ur kerr­ur og býð­ur upp á full­komna vara­hluta­þjón­ustu í tengsl­um við þær

Ef kerra er t.d. keypt hjá Vík­ur­vögn­um er hægt að koma til okk­ar eft­ir fimm ár til að kaupa eitt ljós,“seg­ir Bjarni. „Það sama verð­ur ekki sagt um aðra sölu­að­ila á kerr­um hér­lend­is. Einnig má benda á að við bjóð­um upp á hjóla­bún­að fyr­ir þá sem eru sjálf­ir að smíða kerr­ur. Vík­ur­vagn­ar sjá um við­gerð­ir á öll­um kerr­um, bæði reglu­bund­ið við­hald en einnig breyt­ing­ar og slíkt sem stund­um þarf að huga að.“

Reynsl­an mik­il­væg

Mik­il reynsla hef­ur safn­ast upp hjá starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins und­an­farna ára­tugi sem við­skipta­vin­ir finna svo sann­ar­lega fyr­ir. „Við höf­um selt drátt­ar­beisli, vöru­lyft­ur og kerr­ur í lang­an tíma og þekkj­um þess­ar vör­ur og merk­in út og inn. Það skipt­ir miklu máli fyr­ir við­skipta­vini okk­ar að finna að starfs­menn séu hokn­ir af reynslu. Þeg­ar kem­ur t.d. að því að smíða kerr­ur er­um við sér­fræð­ing­ar í öllu ferli enda smíð­um við kerr­ur frá grunni.“

Vin­sæl drátt­ar­beisli

Drátt­ar­beisli njóta sí­fellt meiri vin­sælda hér á landi, ekki síst með mik­illi fjölg­un hjól- og felli­hýsa auk þess sem hjól­reiða­fólki fjölg­ar jafnt og þétt en það tek­ur hjól­in gjarna með í sum­ar­frí­ið eða í lengri ferð­ir út fyr­ir bæj­ar­mörk­in. „Hjól­reiða­fólk get­ur sett fest­ing­ar of­an á drátt­ar­kúl­urn­ar og þannig tek­ið hjól­in með hvert á land sem er. Það eyk­ur eðli­lega nota­gildi hjól­anna tals­vert enda hjól­reiða­fólk al­geng sjón í sveit­um lands­ins yf­ir sum­ar­tím­ann.“

Vík­ur­vagn­ar eru lang­elsta fyr­ir­tæk­ið hér á landi sem sel­ur drátt­ar­beisli og þjón­ust­ar þau. „Sú þekk­ing sem hef­ur byggst upp inn­an­húss er því af­ar verð­mæt og við­skipta­vin­ir njóta þess. Við flytj­um inn drátt­ar­beisli frá tveim­ur virt­um evr­ópsk­um fram­leið­end­um, West­falia og Stein­hof. Raf­sett­in fyr­ir beisl­in er­um við að taka frá Ryder í Bretlandi, Ja­e­ger í Þýskalandi og ECS í Hollandi. Við smíð­um einnig tals­vert af beisl­um sjálf­ir, t.d. und­ir am­er­íska bíla, en einnig höf­um við smíð­að mik­ið af prófíl­beisl­um und­ir jeppa og sendi­ferða­bíla. Því get­um við nán­ast alltaf leyst beislis­mál­in með því að smíða þau, því ef við eig­um það ekki á lag­er er það smíð­að und­ir við­kom­andi bíl. Við eig­um mik­ið af mót­um fyr­ir beisl­in þannig að oft er­um við bún­ir að smíða beisl­in áð­ur en bíll­inn kem­ur til okk­ar.“

Sp­ara tíma og fyr­ir­höfn

Vík­ur­vagn­ar eru um­boðs­að­il­ar fyr­ir Zepro vöru­lyft­ur en þær eru sænsk­ar og hluti af HIAB sam­steyp­unni. „Þess­ar lyft­ur sp­ara bæði tíma og fyr­ir­höfn. Hing­að til höf­um við helst þjón­u­stað sendi­ferða­bíla eins og MB Sprin­ter, Renault Ma­ster, Ford Tr­ansit en einnig aðra bíla. Við bjóð­um upp á skemmti­leg­ar lyft­ur með lyftu­blaði sem hægt er að leggja sam­an, sem þýð­ir að hægt er að ganga um aðr­ar aft­ur­dyrn­ar óháð lyft­unni. Þess­ar lyft­ur setj­um við und­ir og þjón­ust­um að sjálf­sögðu alla leið. Vík­ur­vagn­ar bjóða auk þess upp á mjög góða vara­hluta­þjón­ustu fyr­ir all­ar Zepro lyft­ur, bæði nýj­ar og gaml­ar. Við bjóð­um upp á mjög hátt þjón­ustu­stig þar sem við get­um út­veg­að nán­ast alla vara­hluti á sól­ar­hring sem skipt­ir af­ar miklu máli fyr­ir upp­tekna við­skipta­vini okk­ar.“

Bjarni hvet­ur sem flesta til að kíkja í heim­sókn að Hyrj­ar­höfða

8 í Reykja­vík og kynna sér gott vöru­úr­val og af­bragðs við­mót reynslu­mik­illa starfs­manna.

Sú þekk­ing sem hef­ur byggst upp inn­an­húss er því af­ar verð­mæt og við­skipta­vin­ir njóta þess.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Bjarni Bene­dikts­son er fram­kvæmda­stjóri Vík­ur­vagna en fyr­ir­tæk­ið hef­ur þjón­að lands­mönn­um í rúm­lega þrjá ára­tugi.

Hér má sjá sænska vöru­lyftu frá gæðam

Starfs­mað­ur Vík­ur­vagna sér­smíð­ar hér kerru fyr­ir við­skipta­vin.

Vík­ur­vagn­ar bjóða upp á véla­vagna í mörg­um stærð­um frá Ifor Williams.

Hjóla­grind­ur frá Fabbri­on sem passa vel fyr­ir 2-3 reið­hjól.

epro.

Far­ang­urs­box­in vin­sælu frá ít­alska fram­leið­and­an­um Fabbri.

Hér má sjá fast drátt­ar­beisli frá Stein­hof.

Drátt­ar­beisli sem hægt er að taka af, frá West­falia.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.