Evoque fékk hæstu ör­yggis­ein­kunn

Fréttablaðið - - BÍLAR -

Ný kyn­slóð Range Ro­ver Evoque hef­ur far­ið í gegn­um hinar ströngu ör­yggis­próf­an­ir Euro NCAP og svif­ið það­an út með hæstu ein­kunn fyr­ir ör­yggi og nátt­úru­lega 5 stjörn­ur. Bæði reynd­ust þau ör­yggis­kerfi sem koma í veg fyr­ir árekstra og óhöpp stand­ast all­ar kröf­ur og árekstr­arnið­ur­stöð­ur komu líka frá­bær­lega út frá öll­um hlið­um. Euro NCAP sagði eft­ir mæl­ing­arn­ar á Evoque að gam­an væri að sjá að hann færi

vel fram úr þeim ör­yggis­kröf­um sem nú væri mið­að við, hann stæð­ist all­ar þær ör­yggis­kröf­ur sem mið­að yrði við ár­ið 2022. Sömu sögu er ekki að segja af nýj­um Citroën C5 Aircross sem próf­að­ur var á sama tíma af Euro NCAP. Hann hlaut að­eins 4 stjörn­ur og er því tals­verð­ur eft­ir­bát­ur Range Ro­ver Evoque í ör­ygg­is­mál­um. Þar fer kannski einn mun­ur­inn á lúx­us­bíl­um og hefð­bundn­um bíl­um sem kosta mun minna?

Árekstr­ar­próf­un á Range Ro­ver Evoque.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.