Eft­ir­leguk­ind­ur í koll­in­um

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Jóns Sig­urð­ar Eyj­ólfs­son­ar

Þeg­ar ég var ung­ur, með Bubba-söngva í sál­inni, og gekk um göt­ur Am­ster­dam með gít­ar­inn á öxl­inni var ekk­ert jafn við­eig­andi og drama­tískt húð­flúr á upp­hand­legg­inn. Mér fannst ég líka vera orð­inn gæi í hærri gæða­flokki þeg­ar ég kom með lit­ríkt djásnið heim. Loks gat ég lát­ið sjá mig með bera hand­leggi í námunda við Bjössa frænda.

En svo leið tím­inn og ég breyttist en húð­flúr­ið ekki, nema að það varð að­eins föl­ara. Það kostaði mig álits­hnekki í Grikklandi á þeim tím­um sem skraut­leðr­að­ir menn voru álitn­ir gaml­ir tukt­húslim­ir þar sem húð­flúr­un fór nán­ast ein­ung­is fram í fang­els­um þar í landi. Missti ég marga sénsa af þess­um völd­um. Og enn hélt líf­ið áfram að breyta mér úr takti við mynd­ina atarna og nú er svo kom­ið að eiturn­aðr­an, og ég tala nú ekki um rós­in, eru ein­sog ein­hver óskapn­að­ur á mér þá ósjald­an að mað­ur brett­ir upp erm­ar.

En húð­flúr er nú bara skraut, það er verra þeg­ar við inn­prent­um í koll okk­ar hug­mynd­ir sem, rétt ein­sog húð­flúr­ið, breyt­ast ekk­ert sama hvað tím­ans tönn tygg­ur þær. Í kalda stríð­inu náðu Banda­rík­in að móta þá heims­mynd að þau væru boð­ber­ar frels­is og ættu sök­um mátt­ar síns og lýð­ræð­is­hneigð­ar að koma skikk á ver­öld vora. Tím­inn hef­ur leitt í ljós hvers kon­ar vald­haf­ar þeir eru en engu að síð­ur ráða þeir því nú að Ír­an er hel en Sá­di-Arabía til heilla, upp­ljóstr­ar­ar eru glæpa­menn með­an þeir sem frömdu glæp­ina sem ljóstr­að var upp um eru heið­virð­ir menn, sem þó úthella blóði hvenær sem hags­mun­ir krefjast.

Þó menn lúti enn­þá þess­ari heims­mynd er hún rot­in og mann­kyni til álíka sóma og eiturn­aðr­an og rós­in frá Am­ster­dam á upp­hand­legg mið­aldra pistla­höf­und­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.