Skrif­að und­ir sátt­mála um stríðs­lok

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

Nas­ista­stjórn Þjóð­verja rit­aði und­ir skil­yrð­is­lausa upp­gjöf í seinni heims­styrj­öld­inni fyr­ir hönd lands­ins þenn­an mán­að­ar­dag ár­ið 1945. Þar með lauk stríði sem stað­ið hafði yf­ir í Evr­ópu í hátt í sex ár. Frakk­ar voru fyrst­ir með frétt­irn­ar enda átti und­ir­skrift­in sér stað í borg­inni í Reims í norð­aust­ur­hluta Frakk­lands snemma morg­uns.

Fyr­ir hönd nas­ista skrif­aði hers­höfð­ing­inn Gustav Jodl und­ir upp­gjöf­ina og full­trú­ar Rússa, Frakka og banda­manna rit­uðu und­ir stað­fest­ingu á henni. Dag­inn eft­ir var hald­ið upp á þenn­an við­burð víða um heim. Win­st­on Churchill, for­sæt­is­ráð­herra Breta, Jós­ef Stalín, leið­togi Sov­ét­ríkj­anna, og Harry S. Trum­an, for­seti Banda­ríkj­anna, til­kynntu all­ir þrír sam­tím­is op­in­ber­lega um upp­gjöf Þjóð­verja í höf­uð­borg­um land­anna þriggja.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.