Harka­leg­ar deil­ur um sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt

Um­ræða um þung­un­ar­rof stóð fram á kvöld á Alþingi í gær. Vildu marg­ir þing­menn tak­marka rétt kvenna til ákvörð­un­ar­töku um eig­ið líf og lík­ama.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI [email protected]­bla­did.is

Þing­menn úr hópi Flokks fólks­ins, Mið­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins lýstu því í gær að þeir væru ekki sátt­ir við laga­frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra um þung­un­ar­rof.

Guð­mund­ur Ingi Krist­ins­son, þing­mað­ur Flokks fólks­ins, lagði fram breyt­ing­ar­til­lögu sem myndi leiða til skertra rétt­inda kvenna frá því sem nú er.

At­kvæða­greiðslu um frum­varp­ið var frest­að eft­ir að þriðju og síð­ustu um­ræðu lauk í gær­kvöld. Nefnd­ar­dag­ar verða það sem eft­ir lif­ir vik­unn­ar og verða því ekki greidd at­kvæði um frum­varp­ið fyrr en í næstu viku. Mik­ill hiti var í um­ræð­um og hart tek­ist á um mál­ið.

Nokkr­ar breyt­ing­ar­til­lög­ur voru lagð­ar fram. Þar á með­al frá Guð­mundi Inga.

Tel­ur hann inni­hald frum­varps­ins „al­gjör­lega óverj­andi, sið­ferði­lega rangt og ganga gegn lífs­rétti ófæddra barna“. Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, taldi þing ætla að sam­þykkja að ófull­burða barn verði drep­ið í móð­urkviði.

„Það er mark­mið­ið að þetta verði gert [að laga­frum­varp­ið verði að lög­um] og það hef­ur þessi sal­ur sann­ar­lega sýnt með frá­bær­um húrra­hróp­um og gleði­hljóð­um,“sagði Inga. „Og ég mun alltaf segja nei.“

Al­þing­is­menn tók­ust harka­lega á í gær í um­ræð­um um þung­un­ar­rof. Sum­ir þing­menn vilja tak­marka sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt kvenna til þung­un­ar­rofs og færa lög­gjöf­ina aft­ur um ára­tugi. Formað­ur Flokks fólks­ins seg­ir þing­menn vilja leyfa að börn verði drep­in í móð­urkviði. At­kvæða­greiðslu var frest­að.

At­kvæða­greiðslu um frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra um þung­un­ar­rof var frest­að í gær­kvöld eft­ir þriðju um­ræðu. Verð­ur at­kvæða­greiðsla um frum­varp­ið ekki hald­in fyrr en í næstu viku. Mik­ill hiti var í um­ræð­um á þing­inu þar sem hart var tek­ist á um mál­ið. Um­ræð­ur stóðu yf­ir langt fram á kvöld.

Nokkr­ar breyt­ing­ar­til­lög­ur voru lagð­ar fram. Þar á með­al frá Guð­mundi Inga Krist­ins­syni, þing­manni Flokks fólks­ins. Tel­ur hann inni­hald frum­varps­ins „al­gjör­lega óverj­andi, sið­ferði­lega rangt og ganga gegn lífs­rétti ófæddra barna“.

Breyt­ing­ar­til­laga Guð­mund­ar Inga geng­ur svo langt að rétt­indi kvenna hefðu ver­ið færð aft­ur til árs­ins 1974. Sam­kvæmt til­lög­unni væru kon­ur neydd­ar til að eiga fötl­uð börn og völd þeirra til sjálfs­ákvörð­un­ar tek­in af þeim.

Áð­ur en hægt var að ganga til dag­skrár vildu marg­ir þing­menn ræða um fund­ar­stjórn for­seta vegna þess að frum­varp­ið væri á dag­skrá. Einn þeirra, Inga Sæ­land formað­ur Flokks fólks­ins, hafði sig hvað mest í frammi og tal­aði um að kon­ur dræpu börn sín í móð­urkviði, við lít­inn fögn­uð for­seta þings­ins.

„Það er mark­mið­ið að þetta verði gert [að laga­frum­varp­ið verði að lög­um] og það hef­ur þessi sal­ur sann­ar­lega sýnt með frá­bær­um húrra­hróp­um og gleði­hljóð­um. Þeg­ar við tök­um hér ákvörð­un um að 22 vikna ófull­burða barn verði drep­ið í móð­urkviði. Og ég mun alltaf segja nei,“sagði formað­ur Flokks fólks­ins.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son bað þing­mann­inn um að gæta orða sinna. „ For­seti bið­ur hátt­virta þing­menn að gæta orða sinna, hafa ró í saln­um og ég mun ekki líða orð­bragð eða fram­göngu af þessu tagi,“sagði Stein­grím­ur.

Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ósk­aði þess að gerð yrði breyt­ing á frum­varp­inu og um­ræðu um það frest­að fram í næstu viku. Við því var hins veg­ar ekki orð­ið. „Nú ligg­ur fyr­ir að tveir þing­menn hafa lagt fram breyt­ing­ar­til­lög­ur til að gera til­raun til að ná slíkri sátt sem náð­ist ekki greini­lega í vel­ferð­ar­nefnd,“sagði Óli Björn á þingi í gær. „Á grund­velli þess hef ég ósk­að eft­ir því að um­ræð­unni verði frest­að um nokkra daga, það er nú það eina sem beð­ið er um.“

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Mikl­ar til­finn­ing­ar voru í um­ræð­um um þung­un­ar­rof á Alþingi í gær og hart tek­ist á. Þing­menn úr Mið­flokki, Flokki fólks­ins og Sjálf­stæð­is­flokkn­um lýstu yf­ir and­stöðu við frum­varp­ið. Sner­ist um­ræð­an að miklu leyti um sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt kvenna og lífs­rétt ófæddra barna. At­kvæða­greiðsla um mál­ið verð­ur ekki fyrr en í næstu viku.

Hall­dóra Mo­gensen, formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar, sést hér í ræðu­stól við um­ræð­urn­ar í gær. Mik­ill hiti var í um­ræð­un­um og þurfti þing­for­seti að biðja Ingu Sæ­land að gæta orða sinna. Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.