Nágrönn­um of­býð­ur yf­ir­full­ir nytjagám­ar

Brjósta­hald­ar­ar, barna­föt, íþrótta­skór og end­ur­vinnslu­sorp ligg­ur sem hráviði við grennd­ar­stöð Sorpu í Gnoð­ar­vogi. Íbú­um í ná­grenn­inu er of­boð­ið. Segja um­gengn­ina til skamm­ar og gám­ana los­aða of sjald­an.

Fréttablaðið - - NEWS - mika­[email protected]­bla­did.is

Brjósta­hald­ar­ar, íþrótta­skór og ann­ar heil­leg­ur fatn­að­ur ligg­ur eins og hráviði í göt­unni við grennd­ar­stöð Sorpu í Gnoð­ar­vogi. Nágrann­ar segj­ast komn­ir með nóg af slæmri um­gengni sem helg­ast af því hversu sjald­an gám­arn­ir eru tæmd­ir.

„Um­gengn­in á þessu er svo rosa­leg að það nær ekki nokkru lagi. Við er­um að þrífa garð­inn hérna ann­an hvern dag ef það hreyf­ir vind. Það er geng­ið svo illa um þetta og gám­ur­inn ekki los­að­ur held­ur,“seg­ir ná­granni grennd­ar­stöðv­ar­inn­ar sem hafði sam­band við Fréttablaðið.

Bl­aða­mað­ur fór á vett­vang á mánu­dag og það var ekki orð­um auk­ið. End­ur­vinnslu- og fata­söfn­un­ar­gám­ar all­ir barma­full­ir og leti­leg­ar til­raun­ir fólks til að koma rusli og fata­gjöf­um áleið­is þrátt fyr­ir það gjör­sam­lega mis­heppn­að­ar.

Íbú­inn seg­ir fata­söfn­un­ar­gám Rauða kross­ins ekki hafa ver­ið tæmd­an lengi. Þeg­ar fólk komi svo ekki meiru of­an í hann leggi það fata­poka fyr­ir fram­an. Slík­ar til­raun­ir enda með ósköp­um.

„Svo koma greini­lega ein­hverj­ir, opna poka, hrista úr þessu og þetta ligg­ur eins og hráviði um allt. Okk­ur of­býð­ur þetta al­veg.“

Ást­and­ið við end­ur­vinnslugám­ana er litlu skárra. Þeir séu yf­ir­leitt fljót­ir að fyll­ast og svo fýk­ur rusl­ið inn í nær­liggj­andi garða og svæði. At­hug­un blaða­manns stað­festi að svæð­ið í kring­um grennd­ar­stöð­ina mætti í besta falli telj­ast sóða­lega og illa hirt.

„En fatagám­ur­inn er kjaft­full­ur og það kemst ekki ein drusla í hann til við­bót­ar. Það er alltaf ver­ið að tala um að fólk sé að sóa og henda svo miklu svo að það reyn­ir að gefa. En það verð­ur ekk­ert úr þessu svona,“seg­ir íbú­inn lang­þreytt­ur.

Fatagám­ur­inn er kjaft­full­ur og það kemst ekki ein drusla í hann til við­bót­ar.

Ósátt­ur íbúi í Gnoð­ar­vogi

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

Fatn­að­ur af ýms­um toga leynd­ist í hrúg­unni. Eig­andi ætl­aði þeim ann­að líf hjá nauð­þurfta­fólki en föt­in enda vænt­an­lega í rusl­inu.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Að­kom­an að gámun­um var ekki fal­leg og fjarri því eins­dæmi að hún sé af þess­um toga að sögn íbúa í ná­grenn­inu sem hafa feng­ið sig fullsadda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.