Ólafía kom­in inn á Opna banda­ríska

Fréttablaðið - - SPORT -

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir tryggði sér að­faranótt þriðju­dags­ins þátt­töku­rétt á Opna banda­ríska meist­ara­mót­inu í golfi. Það gerði hún með því að fara með sig­ur af hólmi á úr­töku­móti á Walnut Creek vell­in­um í Kali­forn­íu þar sem ein­ung­is sig­ur­veg­ar­inn á mót­inu fékk far­seð­il­inn á Opna banda­ríska.

Ólafía Þór­unn lék hring­ina tvo á mót­inu á sam­tals 139 högg­um eða fimm högg­um und­ir pari vall­ar­ins. Fyrri hring­inn lék hún 69 högg­um og svo þann síð­ari á 70 högg­um.

Ólafía mun því taka þátt í Opna banda­ríska sem er eitt af fimm ri­sa­mót­un­um í golfi kvenna ann­að ár­ið í röð en Ólafía komst ekki í gegn­um nið­ur­skurð­inn á mót­inu í fyrra.

Að þessu sinni verð­ur mót­ið spil­að í Char­lest­on í Suð­urKarólínu og fer fram dag­ana

30. maí til

3. júní. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.