Gest­um Bláa lóns­ins fækk­aði í fyrsta sinn í mörg ár

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – tfh

Gest­um Bláa lóns­ins fækk­aði í apríl mið­að við sama mán­uð í fyrra en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ferða­þjón­ust­uris­inn fær færri gesti til sín en ár­ið á und­an. Þetta stað­fest­ir Grím­ur Sæ­mundsen, for­stjóri Bláa lóns­ins, í sam­tali við Mark­að­inn.

„Við fund­um fyr­ir fækk­un í fjölda ferða­manna í apríl eins og aðr­ir í grein­inni. Ég myndi halda að þetta sé í fyrsta skipt­ið í sex eða sjö ár sem grein­in er að sjá svona fækk­un á milli ára,“seg­ir Grím­ur en bæt­ir við að bók­un­ar­stað­an fyr­ir sumar­ið sé góð.

Er­lend­um ferða­mönn­um sem fóru um Kefla­vík­ur­flug­völl fækk­aði um 18,5 pró­sent í apríl mið­að við sama mán­uð í fyrra sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu og Isa­via. Grím­ur seg­ir að apr­íl­mán­uð­ur hafi ver­ið óvenju­leg­ur þar sem mikl­ar svipt­ing­ar hafi ver­ið í flug­geir­an­um og nefn­ir hann í því sam­hengi fall WOW air, kyrr­setn­ingu Boeing

MAX-vél­anna og verk­fall­ið hjá SAS.

„ Síð­an voru tveir dag­ar í apríl þar sem allt var á öðr­um end­an­um í Leifs­stöð vegna óveð­urs. Það má segja að þetta hafi allt lagst á eitt,“seg­ir Grím­ur. Þá sé já­kvætt að bú­ið sé að eyða óvissu á vinnu­mark­aði og óviss­unni í kring­um WOW air. Mið­að við stöð­una í byrj­un árs sé út­lit fyr­ir prýð­is­ár í ferða­þjón­ustu.

Tekj­ur Bláa lóns­ins, eins stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is lands­ins, námu um 15,5 millj­örð­um króna frá 6. fe­brú­ar til 31. des­em­ber í fyrra. Hagn­að­ur fé­lags­ins var ríf­lega 2,6 millj­arð­ar króna á tíma­bil­inu.

Grím­ur Sæ­mundsen, for­stjóri og einn stærsti hlut­hafi Bláa lóns­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.