Tekj­ur 66°Norð­ur juk­ust um 600 millj­ón­ir króna

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Sjó­klæða­gerð­in 66° Norð­ur skil­aði um 100 millj­óna króna rekstr­ar­hagn­aði (EBITDA) á síð­asta ári og dróst hagn­að­ur­inn sam­an um lið­lega 60 millj­ón­ir frá fyrra ári. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins, sem rek­ur tíu versl­an­ir hér á landi og tvær í Kaup­manna­höfn, juk­ust hins veg­ar um rúm­lega 600 millj­ón­ir á ár­inu og námu sam­tals 4,47 millj­örð­um króna.

Heild­artap 66°Norð­ur á ár­inu 2018 var um 488 millj­ón­ir króna og skýrist einkum af geng­istapi vegna láns frá lúx­em­borgíska fé­lag

inu 66 North Hold­ing Lux, sem á núna 99,99 pró­sent alls hluta­fjár í 66°Norð­ur, sem var breytt í hluta­fé í des­em­ber síð­ast­liðn­um að fjár­hæð um 3,2 millj­arð­ar króna.

Hluta­fjáraukn­ing­in kom til í kjöl­far kaupa banda­rísks fjár­fest­ing­ar­sjóðs á tæp­lega helm­ings­hlut í fé­lag­inu, eins og greint var frá í Mark­að­in­um í júlí í fyrra, í því skyni að tryggja fjár­mögn­un á áfram­hald­andi upp­bygg­ingu 66°Norð­ur er­lend­is. Hjón­in Helgi Rún­ar Ósk­ars­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, og Bjar­ney Harð­ar­dótt­ir stjórn­ar­formað­ur fara með meiri­hluta í fé­lag­inu en þau komu fyrst inn í hlut­hafa­hóp­inn ár­ið 2011.

All­ar skuld­ir fyr­ir­tæk­is­ins við inn­lend­ar lána­stofn­an­ir, sam­tals um 2,24 millj­arð­ar króna, voru greidd­ar upp í fyrra og í árs­lok 2018 voru einu lang­tíma­skuld­ir fyr­ir­tæk­is­ins lán í evr­um að jafn­virði um 157 millj­ón­ir króna. Heild­ar­eign­ir 66°Norð­ur nema um 3,94 millj­örð­um króna og er eig­in­fjár­hlut­fall fé­lags­ins rúm­lega 73 pró­sent bor­ið sam­an við að­eins fjög­ur pró­sent ár­ið áð­ur.

Helgi Rún­ar Ósk­ars­son, for­stjóri 66°Norð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.