Risa­samrun­ar sköp­uðu áskor­an­ir

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Ólaf­ur Ari Jóns­son FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Nám: Cand. jur, Laga­deild HÍ, 2002. Lög­mað­ur (hdl), 2003. LL.M, Har­vard Law School, 2009. Störf: Yfir­lög­fræð­ing­ur Med­is og Acta­vis á Íslandi.

Fjöl­skyldu­hag­ir: Gift­ur Evu Dögg Gylfa­dótt­ur, sál­fræð­ingi og sér­kenn­ara. Sam­an eig­um við hin stór­skemmti­legu börn Hrafn­hildi Ásu, 13 ára, og Dag Ara, 11 ára.

Ólaf­ur Ari Jóns­son er yf ir­lög­fræð­ing­ur Med­is og Acta­vis á Íslandi. Hann seg­ir Ís­land hafa náð ótrú­leg­um ár­angri í lyfja­geir­an­um en ákveð­in tæki­færi hafi far­ið for­görð­um vegna kostn­að­ar, óvissu sem teng­ist krón­unni og til­tölu­lega hárra fyr­ir­tækja­skatta.

Hvernig er morg­un­rútín­an þín? Ég er morg­un­hani að eðl­is­fari og vakna því venju­lega fyrst­ur. Það hent­ar mér ágæt­lega því ég næ að und­ir­búa dag­inn og vek svo fjöl­skyld­una. Kon­an mín er líka sér­stak­lega ánægð með ilm­andi kaffi í rúm­ið á hverj­um morgni.

Hver eru þín helstu áhuga­mál? Ég reyni að eyða sem mestu af mín­um frí­tíma með fjöl­skyld­unni og því hafa áhuga­mál­in að­eins set­ið á hak­an­um síð­ustu ár. Spil­aði t.d. nokk­uð af golfi en lagði kylf­urn­ar á hill­una þeg­ar fjöl­skyld­an stækk­aði. Hef svo síð­ustu ár unn­ið ásamt stór­fjöl­skyld­unni að því að stækka bú­stað­inn okk­ar í Fljóts­hlíð­inni, sem hef­ur ver­ið frá­bært sam­eig­in­legt verk­efni. Þá hef ég sem bet­ur fer tölu­verð­an áhuga á lög­fræði og er að leggja grunn að bók á því sviði. Síð­an reyn­ir mað­ur að hreyfa sig reglu­lega með fjöl­skyldu eða vin­um við hjól­reið­ar, göng­ur af öllu tagi og í körfu­bolta með vinnu­fé­lög­un­um.

Hvaða bók ert þú að lesa eða last síð­ast?

Stjörn­ur yf­ir Tókýó eft­ir Hiromi Kawakami, áhuga­verð inn­sýn í jap­anska menn­ingu með óvenju­leg­um vinkli. Síð­an eru börn­in mín núna að lesa Kidda klaufa og Harry Potter í skól­an­um og ég fæ að hlusta á þær öðru hvoru.

Hver eru helstu verk­efni og við­fangs­efni í starf­inu?

Starf mitt tek­ur stöð­ug­um breyt­ing­um enda hafa Acta­vis og Med­is ver­ið í mik­illi rúss­íbana­ferð síð­ustu ár. Þar skipta mestu þrír stór­ir samrun­ar, fyrst kaup Wat­son á Acta­vis ár­ið 2012 , síð­an kaup Wat­son á

Allerg­an ár­ið 2015 og svo sala á Acta­vis/Med­is til Teva ár­ið 2016. Teva er stærsta sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæki í heimi með um 40.000 starfs­menn. Þetta voru allt risa­samrun­ar sem höfðu mik­il áhrif á starf­sem­ina og ekki síð­ur sam­starfs­fólk­ið. Ágæt­is dæmi um það er að ég hef starf­að hjá Acta­vis/Med­is í rúm 8 ár og hef haft níu yf­ir­menn á þeim tíma. Slík­ar grund­vall­ar­breyt­ing­ar fela í sér áskor­an­ir og óvissu en einnig tæki­færi til fram­þró­un­ar og í dag er ég hluti af stjórn­endat­eymi Teva Legal sem tel­ur meira en 300 lög­fræð­inga um all­an heim.

Dag­legu lög­fræði­verk­efn­in eru samt í grunn­inn þau sömu; ráð­gjöf, samn­inga­við­ræð­ur og úr­lausn ágrein­ings­efna um all­an heim. Því fylgja tölu­verð ferða­lög sem hafa fært mann á ótrú­leg­ustu staði, frá blaða­manna­fundi með borga­stjóra Botucatu í Bras­il­íu til topps­ins á Mt. Ventoux í Frakklandi. Síð­an kem­ur hitt krydd­ið í til­ver­una, að styðja við þró­un og breyt­ing­ar, samruna, kaup og söl­ur, og svo sam­þætt­ingu og að­skiln­að og önn­ur sér­verk­efni, allt eft­ir því hvernig vind­ar blása. Nú síð­ast var Med­is í sölu­ferli en í lok árs 2018 ákvað Teva að halda því og styðja við vöxt þess. Það er verð­ugt verk­efni en ég er í stjórn­endat­eymi Med­is og hef tek­ið þátt í því að marka stefnu fé­lags­ins og svo að end­ur­spegla hana í verki. Med­is er ís­lenskt fyr­ir­tæki sem sel­ur lyfja­hug­vit og lyf til annarra lyfja­fyr­ir­tækja um all­an heim. Það er með höf­uð­stöðv­ar á Íslandi og starfs­stöðv­ar í Frakklandi, Þýskalandi, Ítal­íu og Póllandi og svo í Ástr­al­íu og Bras­il­íu. Það velt­ir að jafn­aði 40 millj­örð­um króna á ári og telst því nokk­uð stórt fyr­ir­tæki á ís­lensk­an mæli­kvarða. Það fer hins veg­ar ekki mik­ið fyr­ir því hér enda tekj­urn­ar um 99% að ut­an.

Hvernig stend­ur lyfja­geir­inn á Íslandi í sam­an­burði við önn­ur lönd?

Ís­lend­ing­ar hafa náð ótrú­leg­um ár­angri í lyfja­geir­an­um og auð­vit­að teng­ist það flest Acta­vis eða for­ver­um þess beint eða óbeint. Á síð­ari ár­um hef­ur dreg­ið úr starf­semi Acta­vis á Íslandi en eft­ir standa spenn­andi ís­lensk lyfja­fyr­ir­tæki, mörg hver með veru­lega al­þjóð­lega starf­semi eins og Med­is og Al­vo­gen/ Al­votech og nú síð­ast Corip­harma sem keypti ein­mitt verk­smiðju og þró­un­ar­ein­ingu Acta­vis á Íslandi hér í Hafnar­firð­in­um. Ekki má held­ur gleyma því að marg­ir Ís­lend­ing­ar eru hátt­sett­ir í al­þjóð­leg­um lyfja­fyr­ir­tækj­um og tengslanet­ið í þess­um geira er því mjög gott fyr­ir Ís­lend­inga. Vegna þess hve kostn­að­ur við að reka fyr­ir­tæki hér á landi er hár mun sam­keppni frá lág­kostn­að­ar­svæð­um alltaf vera erf­ið en það ger­ir ár­ang­ur­inn hing­að til bara eft­ir­tekt­ar­verð­ari. En það mætti líka segja að ákveð­in tæki­færi hafi far­ið for­görð­um vegna kostn­að­ar, óvissu tengdr­ar krón­unni og ekki síð­ur til­tölu­legra hárra fyr­ir­tækja­skatta.

Þetta voru risa­samrun­ar sem höfðu mik­il áhrif á starf­sem­ina og ekki síð­ur sam­starfs­fólk­ið. Ágæt­is dæmi um það er að ég hef starf­að hjá Acta­vis/ Med­is í rúm 8 ár og hef­ur haft níu yf­ir­menn á þeim tíma.

Ólaf­ur Ari er í stjórn­endat­eymi Teva Legal sem tel­ur meira en 300 lög­fræð­inga.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.