Hagn­að­ur Lyfju minnk­aði um 55 millj­ón­ir

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – hae

Hagn­að­ur Lyfju, stærstu lyfja­keðju lands­ins, nam 324 millj­ón­um króna á ár­inu 2018 og dróst sam­an um 55 millj­ón­ir frá fyrra ári. Tekj­ur fé­lags­ins voru tæp­lega

9,8 millj­arð­ar króna og juk­ust um 450 millj­ón­ir á síð­asta ári.

Hagn­að­ur Lyfju, sem rek­ur 34 apó­tek um allt land, fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og af­skrift­ir (EBIDA) var 644 millj­ón­ir á síð­asta ári og minnk­aði um rúm­lega 90 millj­ón­ir bor­ið sam­an við ár­ið 2017. Eig­ið fé fé­lags­ins nam tæp­lega 3,6 millj­örð­um króna í árs­lok 2018 og var eig­in­fjár­hlut­fall Lyfju um 57 pró­sent.

Á síð­asta ári var allt hluta­fé lyfja­keðj­unn­ar, sem var í eigu rík­is­sjóðs, selt til SÍA III, fram­taks­sjóðs á veg­um sjóð­a­stýr­ing­ar­fé­lags­ins Stefn­is, og fjár­fest­anna Inga Guð­jóns­son­ar og Daní­els Helga­son­ar. Þá var Sig­ríð­ur Mar­grét Odds­dótt­ir ráð­in fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í byrj­un þessa árs og tók hún við af Sig­ur­birni Gunn­ars­syni sem hafði gegnt starf­inu í tólf ár.

Sig­ríð­ur Mar­grét Odds­dótt­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.