Orka og stað­reynda­vit­und

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Kon­ráð S. Guð­jóns­son hag­fræð­ing­ur Við­skipta­ráðs Ís­lands

„Í orkupak­kaum­ræð­unni virð­ist vanta stað­reynda­vit­und – að tek­in sé mál­efna­leg og gagn­rýn­in af­staða byggð á stað­reynd­um máls­ins en ekki upp­hróp­un­um,“seg­ir Kon­ráð Guð­jóns­son, hag­fræð­ing­ur Við­skipta­ráðs, í að­sendri grein.

Ísam­fé­lagi þar sem stans­laus holskefla upp­lýs­inga dyn­ur á okk­ur er oft erfitt að fóta sig. „ Ís­land miss­ir yf­ir­ráð yf­ir orku­auð­lind­um!“og „ ESB get­ur þving­að okk­ur til að leggja sæ­streng!“eru til dæm­is fras­ar sem eru lýs­andi fyr­ir það sem á okk­ur dyn­ur um þriðja orkupakk­ann. Að vísu er hvor­ugt rétt, eins og fjall­að er um í um­sögn Við­skipta­ráðs um mál­ið. Mál­ið er þó óneit­an­lega nokk­uð flók­ið og um­ræð­an jafn­vel enn flókn­ari. Hvað er þá til ráða?

Nú­vit­und, að hafa at­hygl­ina í nú­inu á op­inn og virk­an hátt, hef­ur rutt sér mik­ið til rúms á síð­ustu ár­um. Þurf­um við meira af henni? Ef­laust, en það virð­ist líka þurfa ann­ars kon­ar vit­und­ar­vakn­ingu. Beit­ingu vit­und­ar­inn­ar á enn betri hátt. Það get­ur til dæm­is ver­ið í átt

að stað­reynd­um. Þurf­um við meiri stað­reynda­vit­und?

Bók Rosl­ing

Ein um­tal­að­asta bók síð­ustu ára er Fact­ful­ness, sem kalla má Stað­reynda­vit­und, eft­ir sænska lækn­inn og töl­fræð­ing­inn Hans heit­inn Rosl­ing. Bók­in varp­ar ljósi á hversu skökk heims­mynd okk­ar gjarn­an er. Dæmi um þetta er að fólk svar­ar kerf­is­bund­ið rangt spurn­ing­um um íbúa­fjölda, mennt­un og heilsu á heimsvísu. Svo kerf­is­bund­ið að simp­ansi sem svar­ar handa­hófs­kennt myndi standa sig bet­ur. Bók­in fjall­ar einnig um hvernig við höf­um til­hneig­ingu til að líta á heim­inn með órök­rétt­um hætti. Er nema von að mað­ur upp­lifi heim­inn sí­fellt hættu­legri þeg­ar á okk­ur dynja frétt­ir um stríðs­átök og nátt­úru­ham­far­ir? Án þess að gera lít­ið úr slík­um hörm­ung­um er stað­reynd máls­ins samt sú að við lif­um á frið­söm­ustu og ör­ugg­ustu tím­um sög­unn­ar.

Rosl­ing lagði til að við til­eink­um okk­ur stað­reynda­vit­und sem hann skil­grein­ir sem „þann ró­andi vana að hafa að­eins skoð­an­ir á því sem þú get­ur rök­stutt með stað­reynd­um“. Það þýð­ir að við eig­um að draga and­ann djúpt og fara var­lega í að mynda okk­ur skoð­an­ir á mál­um sem við höf­um lít­ið kynnt okk­ur. Á okk­ar tím­um þar sem áreiti sam­fé­lags­miðla er stans­laust er til­hugs­un­in ein um stað­reynda­vit­und ró­andi og frels­andi. Ef Nonni frændi full­yrð­ir í stutt­um status að ný lög um um­ferð­ar­lög séu al­gjör þvæla ættu við­brögð þín með stað­reynda­vit­und að vopni að vera: Eng­in skoð­un, bara yf­ir­veg­un. Enda þekk­ir þú ekki mál­ið.

Orkupak­kaum­ræða án stað­reynda­vit­und­ar?

Í orkupak­kaum­ræð­unni virð­ist vanta stað­reynda­vit­und – að tek­in sé mál­efna­leg og gagn­rýn­in af­staða byggð á stað­reynd­um máls­ins en ekki upp­hróp­un­um. Það er óneit­an­lega auð­velt að hoppa á vagn­inn þeg­ar tal­að er um af­sal full­veld­is, mikla hækk­un raf­orku­verðs til heim­ila og að yf­ir­ráð yf­ir auð­lind­um fari til Brus­sel. Allt er þetta eitt­hvað sem fólk virð­ist ótt­ast og því í sjálfu sér rök­rétt að mynda sér skoð­un á móti pakk­an­um, án þess að beita stað­reynda­vit­und. Nema auð­vit­að að ekk­ert af þessu er rétt og mál­ið er raun­ar tals­vert flókn­ara, sér­stak­lega ef hinum gríð­ar­lega mik­il­væga EES-samn­ingi er bætt inn í mynd­ina, sem ómögu­legt er að skilja frá um­ræðu um pakk­ann.

Þess vegna kem­ur óþægi­lega lít­ið á óvart að stuðn­ing­ur við þriðja orkupakk­ann er lang­mest­ur hjá þeim sem segj­ast hafa kynnt sér mál­ið (46%) en minnst­ur hjá þeim sem segj­ast ekki hafa kynnt sér mál­ið (12%) sam­kvæmt könn­un Frétta­blaðs­ins. Af öll­um lands­mönn­um eru 30% hlynnt og 49% and­víg pakk­an­um. Ekki þarf mikl­ar get­gát­ur eða flókna út­reikn­inga til að sjá að stuðn­ing­ur við orkupakk­ann væri lík­ast til meiri en and­stað­an ef all­ir hefðu kynnt sér mál­ið.

Vörn gegn po­púl­isma

Þó að stað­reynda­vit­und sé ró­andi gef­ur hún okk­ur líka orku. Orku til að leggja áherslu á brýn­ustu mál­in þar sem mest er í húfi. Orku til að mæta po­púl­isma og af­vega­leið­ingu um­ræð­unn­ar sem sag­an kenn­ir okk­ur að get­ur vald­ið stór­kost­leg­um skaða. Stað­reynda­vit­und mun því von­andi forða okk­ur frá veg­ferð sem end­ar með at­kvæða­greiðslu þar sem marg­ir gúgla „Hvað er EES?“dag­inn eft­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.