Tveir af þrem­ur bönk­um opn­að á Apple Pay

Fréttablaðið - - NEWS -

Við­skipta­vin­ir tveggja af þrem­ur stóru bönk­un­um gátu tengt kort­in sín við Apple Pay í gær. Um er að ræða greiðslu­leið sem ger­ir eig­end­um iPho­ne-síma kleift að borga með sím­an­um í stað hefð­bund­inna greiðslu­korta. Bank­arn­ir hafa und­ir­bú­ið komu Apple Pay um nokk­urt skeið og í gær kynntu Ari­on banki og Lands­bank­inn greiðslu­leið­ina fyr­ir við­skipta­vin­um sín­um. Ís­lands­banki til­kynnti hins veg­ar sín­um við­skipta­vin­um að opn­að yrði fyr­ir greiðslu­leið­ina inn­an tíð­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.