Inn­flutn­ing­ur blóma meng­andi og óþarf­ur

Ís­lensk blóma­fram­leiðsla gæti stað­ið und­ir öll­um blóma­mark­aði hér á landi. Þó eru flutt inn um 300 þús­und af­skor­in blóm á ári, jafn­vel þótt blóm af sömu teg­und séu rækt­uð hér á landi. Inn­flutn­ing­ur­inn er sagð­ur mjög meng­andi.

Fréttablaðið - - NEWS - Birna­[email protected]­bla­did.is

Inn­flutn­ing­ur á af­skorn­um blóm­um skil­ur eft­ir sig mun stærra kol­efn­is­spor en inn­lend rækt­un blóma. Kol­efn­is­spor inn­lendr­ar rækt­un­ar er ein­ung­is 18 pró­sent af inn­flutt­um af­skorn­um blóm­um.

Ax­el Sæ­land, blóma­bóndi á Espi­flöt, seg­ir inn­flutn­ing af­skor­inna blóma ekki nauð­syn­leg­an. Hann seg­ir þau blóm sem flutt eru inn lang­flest vera af sömu teg­und­um og þau sem rækt­uð eru hér á landi og að inn­lend fram­leiðsla geti vel stað­ið und­ir ís­lensk­um blóma­mark­aði. „Mest er ver­ið að flytja inn teg­und­ir sem eru í rækt­un á Íslandi, það er það sem blóma­búð­irn­ar og kúnn­arn­ir þekkja. Það er rosa­lega lít­ið um það að ver­ið sé að flytja inn eitt­hvert fram­andi efni sem eng­inn þekk­ir því þá þor­ir eng­inn að nota það.“

Ósk­að var eft­ir um­sókn­um um toll­kvóta vegna innf lutn­ings á blóm­um seinni hluta árs­ins 2019 á vef at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins í lok síð­asta mán­að­ar. Ekki ligg­ur fyr­ir nið­ur­staða út­boðs­ins en sam­kvæmt nið­ur­stöð­um út­boða síð­ast­lið­inna tveggja ára má gera ráð fyr­ir því að um 300 þús­und af­skor­in blóm séu flutt inn til lands­ins á ári hverju.

Ax­el seg­ir toll­kvót­ann ekki hvetj­andi fyr­ir ís­lenska blóma­bænd­ur. „Það var sett­ur toll­kvóti fyr­ir ein­hverj­um ár­um síð­an, toll­ur sett­ur á hvert stykki, ein­hver krónu­tala. Sú krónu­tala hef­ur alls ekki hald­ið gildi sínu þar sem hún fylg­ir ekki verð­lagi en það hef­ur breyst síð­ast­lið­in 20 ár. Toll­vernd­in held­ur því ekki leng­ur, vernd­un­in er ekki fyr­ir inn­lend­an mark­að. Við get­um því ekki leyft okk­ur verð­hækk­an­ir á inn­lend­um blóm­um sem þýð­ir bara minna í kass­ann fyr­ir ís­lenska fram­leið­end­ur og meiri óvissu á mark­aði“.

Meiri­hluti þeirra blóma sem selj­ast hér á landi er fram­leidd­ur hér en Ax­el fram­leið­ir um tvær millj­ón­ir blóma á ári hverju. Hann seg­ir neyt­end­ur á Íslandi vera með­vit­aða um þær vör­ur sem þeir kaupa og treyst­ir á þá frek­ar en stjórn­völd til að halda lífi í ís­lensk­um blóma­bænd­um.

„Hugs­un­in mín er far­in úr því að treysta stjórn­völd­um til að vernda og passa okk­ur í það að al­menn­ing­ur muni gera það með sinni um­hverf­is­hugs­un. Það er það sem mun halda okk­ur á lífi í þess­um bransa,“seg­ir Ax­el og bæt­ir við að stjórn­völd stjórn­ist af mark­aðsöfl­um frek­ar en lýð­heilsu og nátt­úru­vernd: „Það eru ekki lýð­heilsa eða nátt­úru­vernd sem stjórna ákvörð­un­um stjórn­valda. Því bind­ur mað­ur hrein­lega von­ir við ís­lenska kúnn­ann, að hann sé nógu vel upp­lýst­ur til að taka ákvarð­an­ir um það hvað hann vill“.

Hugs­un­in mín er far­in úr því að treysta stjórn­völd­um til að vernda og passa okk­ur í það að al­menn­ing­ur muni gera það með sinni um­hverf­is­hugs­un.

Ax­el Sæ­land blóma­bóndi

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Ár­lega eru flutt 300 þús­und af­skor­in blóm til lands­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.