Mál Freyju fyr­ir Hæsta­rétt

Fréttablaðið - - NEWS - – la

Hæstirétt­ur féllst á beiðni Barna­vernd­ar­stofu um að taka fyr­ir mál Freyju Har­alds­dótt­ur gegn stofn­un­inni. Freyja sótti um að verða fóst­ur­for­eldri en Barna­vernd­ar­stofa hafn­aði um­sókn henn­ar um að sækja nám­skeið þar sem hæfni henn­ar yrði met­in. Hér­aðs­dóm­ur sýkn­aði Barna­vernd­ar­stofu í mál­inu en Lands­rétt­ur sneri nið­ur­stöð­unni við. Taldi Lands­rétt­ur að Barna­vernd­ar­stofa hefði mis­mun­að Freyju á grund­velli fötl­un­ar henn­ar.

Barna­vernd­ar­stofa ósk­aði eft­ir heim­ild til að áfrýja til Hæsta­rétt­ar þar sem mál­ið varð­aði hags­muni barna. Freyja seg­ir það von­brigði. „ Þetta er mjög dap­urt. Dóm­ur Lands rétt­ar var mjög skýr og mað­ur hefði hald­ið að hann ætti að duga en fyrst hann ger­ir það ekki þá verð ég bara að halda áfram. Það er ekk­ert ann­að í stöð­unni,“seg­ir Freyja.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.