Seg­ir Land­spít­al­ann hafa tek­ið við slæmu búi eft­ir einka­rekst­ur

Fréttablaðið - - NEWS - – sa

Pét­ur H. Hann­es­son, yf­ir­lækn­ir á rönt­g­en­deild Land­spít­ala, seg­ir það af og frá að ástæð­ur þess að bið­tími eft­ir þjón­ustu við krabba­meins­leit hafi lengst séu þær að þjón­ust­an hafi flust til Land­spít­ala.

Hið rétta sé að þjón­ust­an flutti til spít­al­ans þar sem þeir sem höfðu hana á hendi hafi gef­ist upp og spít­al­inn því tek­ið við erf­iðu búi.

„Ár­ið 2015 var Krabba­meins­fé­lag Ís­lands kom­ið í þrot með starf­sem­ina að veita klín­íska mynd­grein­ingu og grein­ingu á brjóst­um við grun um brjóstakrabba­mein,“seg­ir Pét­ur.

„Ein ástæða þess var að að­ili sem tók þátt í að veita lækn­is­þjón­ust­una, Röngen Domus Medica, hætti að bjóða fram lækna í þessa starf­semi.“Seg­ir Pét­ur að þetta sé einn af van­könt­um þess að nýta einka­rekst­ur í sér­hæfða lækn­is­þjón­ustu.

„Þeir að­il­ar geta sagt upp samn­ing­um og hætt að veita þjón­ustu með skömm­um fyr­ir­vara og ver­ið af því ábyrgð­ar­laus­ir.“

„Í kjöl­far þrots KÍ hvað varð­ar þessa þjón­ustu leit­aði ráðu­neyt­ið til Land­spít­ala um lækn­is­þjón­ust­una og var í kjöl­far­ið gerð­ur samn­ing­ur,“bæt­ir Pét­ur við. „Þetta bar brátt að og á þess­um tíma­punkti voru eng­ir lækn­ar á LSH þjálf­að­ir í þess­ari starf­semi en hér er um lækn­is­störf að ræða sem krefjast um­tals­verðr­ar sér­hæf­ing­ar.“

Seg­ir hann bið­tím­ann hafa á stund­um ver­ið helst til lang­an sem eigi sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar. „Þjón­ust­an hef­ur ver­ið styrkt með góðu sam­starfi við er­lenda lækna sem hafa kom­ið frá ýms­um Evr­ópu­lönd­um en einnig lækni frá sjúkra­húsi Akur­eyr­ar sem er sér­mennt­að­ur í þess­um rann­sókn­um og er bið­tími nú ásætt­an­leg­ur.“

Þeir að­il­ar geta sagt upp samn­ing­um og hætt að veita þjón­ustu með skömm­um fyr­ir­vara og ver­ið af því ábyrgð­ar­laus­ir.

Pét­ur H. Hann­es­son, yf­ir­mað­ur rönt­g­en­deild­ar Land­spít­ala

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.