Sp­urt á Há­skóla­torgi

Fréttablaðið - - TILVERAN -

Mynd­ir þú íhuga að taka getn­að­ar­varna­pillu fyr­ir karla þeg­ar hún kem­ur á mark­að?

Fréttablaðið fór á stúf­ana til að kanna við­horf ungra karl­manna til getn­að­ar­varna­pillu fyr­ir þá og hvort ung­ir karl­menn myndu skoða það að nýta sér slíka pillu. Á Há­skóla­torgi í Há­skóla Ís­lands voru það nokkr­ir sem voru til í að taka þátt en þó vakti það at­hygli hversu marg­ir voru feimn­ir við að svara.

Kjart­an Þórs­son 30 ára Það fer al­gjör­lega eft­ir því hvernig þessi pilla er og hvað hún ger­ir. Hvernig hún hef­ur áhrif á mig og hvort það fylgi ein­hverj­ir eftir­kvill­ar í fram­tíð­inni. Hvernig sé bú­ið að prófa hana og hvort það séu ein­hver mark­aðsöfl að koma þessu áfram eða hvað. Mér finnst al­veg sann­gjarnt að við höf­um jöfn tæki­færi til að taka getn­að­ar­varna­pill­ur eins og kon­ur.

Jón Þór Stef­áns­son 22 ára Það er ákvörð­un sem yrði tek­in þeg­ar upp­lýs­ing­ar eru komn­ar, hverj­ar hætt­urn­ar og auka­verk­an­ir verða og svo­leið­is.

Aron Bjarki Jó­seps­son 29 ára Já, ég myndi al­veg skoða það og sjá hvernig þetta virk­ar. Það er ekki mik­ið mál.

Þórð­ur Ág­ústs­son 21 árs Nei. Ég er ekki fyr­ir pill­ur yf­ir­höf­uð.

Stefán G. Sig­urðs­son 20 ára Ég held ég myndi al­veg prófa það þeg­ar kæmi að því.

Moaz Malimam 25 ára Kannski þeg­ar ég er bú­inn að kynna mér þetta vel.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.