Sjálfsagt að karl­menn tækju rík­an þátt

Það get­ur haft marg­vís­leg áhrif á lík­amann að nota getn­að­ar­varn­ir. Flest­ar inni­halda þær tvö horm­ón, estrógen og gesta­gen. Áhrif og ein­kenni sem kon­ur geta fund­ið fyr­ir við notk­un horm­óna­ríkra getn­að­ar­varna eru marg­ar.

Fréttablaðið - - TILVERAN - Teit­ur Guð­munds­son lækn­ir

Til eru marg­ar getn­að­ar­varna­pill­ur á mark­aði og þær inni­halda mis­mun­andi magn horm­óna, en svo eru til aðr­ar teg­und­ir getn­að­ar­varna­pilla sem inni­halda ein­göngu gesta­gen. Þá eru til horm­ón­astaf­ir sem eru sett­ir und­ir húð, sprauta sem er not­uð í vöðva og svo hring­ur­inn sem er not­að­ur stað­bund­ið í leggöng­um.

Marg­ar kon­ur sem hafa eign­ast börn nota horm­óna­lykkju. Þess­ar teg­und­ir getn­að­ar­varna­lyfja virka ekki all­ar al­veg eins en í grunn­inn snú­ast þær um að hafa áhrif á tíða­hring kvenna, egg­los og upp­bygg­ingu slím­húð­ar í legi og leg­hálsopi. Hindr­un egg­loss á miðj­um tíða­hring kvenna ger­ir það að verk­um að egg get­ur ekki frjóvg­ast og þung­un því nær úti­lok­uð og er vörn­in tal­in allt að 99%.

„Það hefði mikla þýð­ingu að auka fjöl­breyti­leika og mögu­leika til getn­að­ar­varna fyr­ir pör og sjálfsagt að karl­menn tækju rík­an þátt í þeim vörn­um sem hing­að til hafa ver­ið mest­megn­is í hönd­um kvenna,“seg­ir Teit­ur Guð­munds­son, lækn­ir og eig­andi Heilsu­ver­unn­ar, um það ef vel tekst til með getn­að­ar­varna­pillu fyr­ir karl­menn.

„Enn er­um við of stutt kom­in til að geta nýtt okk­ur slík lyf og því enn að vissu leyti fræði­leg um­ræða. Hins veg­ar eru karl­menn í aukn­um mæli farn­ir að fara í svo­kall­aða „herraklipp­ingu“sem er ein­föld og fljót­leg ófrjó­sem­is­að­gerð. Það má til að mynda segja að hún sé mun betri en fyr­ir konu að fara í slíka að­gerð þar sem ekki er um að ræða inn­grip í kvið­ar­holi held­ur stað­bund­ið í pung karl­manns­ins og auka­verk­an­ir og flækj­u­stig mun minna en hjá kon­um.“

Áhrif­in margskon­ar

Ef horft er til auka­verk­ana af pill­unni þá flokk­ast þær sem væg­ar ann­ars veg­ar líkt og ógleði, þyngd­ar­breyt­ing­ar, höf­uð­verk­ir, skap­breyt­ing­ar og minnk­un á kyn­hvöt auk eymsla í brjóst­um. Oft­ar en ekki ganga þær yf­ir eða það þarf að breyta um getn­að­ar­vörn. Sum­um kon­um þykja auka­verk­an­ir það slæm­ar að þær kjósa að nota ekki pill­una og verj­ast þung­un með öðr­um hætti.

„ Inn­grip­ið í horm­óna­kerfi kvenna er um­tals­vert við notk­un þess­ara lyfja en rann­sókn­ir hafa

ekki sýnt fram á að við venju­lega notk­un og þeg­ar þær þol­ast vel að kon­ur þurfi að hafa mikl­ar áhyggj­ur, á því eru þó und­an­tekn­ing­ar,“seg­ir Teit­ur.

„ Áhyggj­ur lækna af þró­un ým­issa sjúk­dóma líkt og krabba­meina hafa ver­ið mis­vís­andi, sum mein virð­ast aukast á með­an tíðni annarra dregst sam­an. Blóð­tappa­hneigð hef­ur ver­ið rædd og virð­ist auk­in við notk­un ákveð­inna teg­unda en einnig ef kona reyk­ir og er orð­in 35 ára eða eldri. Ein­hver aukn­ing er á áhættu á hjarta- og æða­sjúk­dóm­um sér­stak­lega ef um er að ræða fleiri und­ir­liggj­andi áhættu­þætti slíkra sjúk­dóma eins og há­an blóð­þrýst­ing, ætt­ar­sögu og reyk­ing­ar einnig.“

Eft­ir að kona hætt­ir á hvers kyns getn­að­ar­vörn líða al­mennt nokkr­ir mán­uð­ir þar til tíða­hring­ur kemst aft­ur í samt horf og verð­ur reglu­leg­ur.

„Kona get­ur orð­ið þung­uð þeg­ar hún er aft­ur far­in að hafa egg­los og eðli­lega upp­bygg­ingu slím­húð­ar. Al­mennt er hægt að taka getn­að­ar­varn­ir býsna lengi án þess að þær hafi telj­andi áhrif á frjó­semi, en eft­ir því sem kon­an eld­ist og fleiri þætt­ir koma til dreg­ur vissu­lega úr getu þeirra til barneigna,“seg­ir Teit­ur.

Ófrjó­sem­is­að­gerð ör­ugg­ust

Að­spurð­ur hvaða getn­að­ar­vörn sé tal­in væn­leg­ust á mark­aðn­um núna seg­ir Teit­ur að það sé sú sem hafi næga virkni til að koma í veg fyr­ir getn­að og þol­ist vel, auka­verk­an­ir séu litl­ar sem eng­ar.

Marg­ir mögu­leik­ar falla þar und­ir.

„ Það má segja að skír­lífi sé ör­ugg­asta leið­in al­mennt, en taki kona getn­að­ar­vörn og hún sé tek­in með rétt­um hætti og eng­ir aðr­ir ut­an­að­kom­andi þætt­ir spilli fyr­ir virkni henn­ar eru þær flest­ar meira en 95% örugg­ar eða allt að 99%. Ef pill­an gleym­ist til inn­töku þá er ákveð­in hætta á þung­un, sömu­leið­is ef getn­að­ar­varna­hring­ur­inn er ekki rétt not­að­ur sem og aðr­ar varn­ir líkt og smokk­ar eða við­líka geta rofn­að,“seg­ir Teit­ur.

„Lang­verk­andi getn­að­ar­varn­ir eru iðu­lega einna ör­ugg­ast­ar þar sem minni hætta er á að kon­an gleymi inn­töku. Þá má ekki gleyma því að fyr­ir ut­an lyf og stað­bundna með­ferð eru til ófrjó­sem­is­að­gerð­ir bæði karla og kvenna sem eiga að hindra nær full­kom­lega getn­að. Marg­ir karl­menn eru hrædd­ir við slík­ar að­gerð­ir og horfa á þær sem ein­hvers kon­ar geld­ingu og að þeir muni ekki njóta sam­líf­is með sama hætti og áð­ur. Stað­reynd­in er sú að að­gerð­in er mjög ein­föld og hef­ur í engu áhrif á fram­leiðslu kyn­horm­óna eða at­riða sem hafa áhrif á kyn­hvöt eða löng­un. Geta karls­ins til að stunda kyn­líf er með öllu óskert og ættu þeir ekki að hafa áhyggj­ur af því að slíkt muni verða minna, held­ur þvert á móti þar sem kon­an þarf ekki leng­ur getn­að­ar­vörn sem get­ur ein­mitt haft hamlandi áhrif á löng­un henn­ar. Þannig má segja að slík að­gerð geti ver­ið af­ar hent­ug fyr­ir báða að­ila og þeim til ánægju.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.