Prins­inn hlaut nafn­ið Archie

Fréttablaðið - - TILVERAN -

Breska kon­ungs­fjöl­skyld­an birti í gær mynd­ir af nýj­asta erf­ingja bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar, syni Harrys og Meg­h­an. Heil­mik­il eft­ir vænt­ing hef­ur ríkt fyr­ir mynd­un­um og virð­ist litli dreng­ur­inn vera hress og kát­ur, að minnsta kosti hraust­ur að því er fram hef­ur kom­ið í til­kynn­ing­um frá fjöl­skyld­unni.

Kon­ung­borni dreng­ur­inn mun bera nafn­ið Archie Harri­son Mount­batten-Windsor og var það til­kynnt í Insta­gram-færslu síð­deg­is í gær. Með milli­nafn­inu Harri­son er vís­að til þess að dreng­ur­inn sé son­ur Harrys, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un breska götu­blaðs­ins Hello.

Þá sagði Meg­h­an frá því að þau Harry og Archie hefðu óvænt rek­ist á Fil­ipp­us, her toga af Ed­in­borg og eig­in­mann Elísa­bet­ar Bret­lands­drottn­ing­ar, í Windsor­k­astal­an­um á leið sinni á blaða­manna­fund­inn í dag þar sem þau sýndu son­inn í fyrsta sinn en Meg­h­an greindi frá þessu á léttu nót­un­um á fund­in­um.

Kon­ung­borni dreng­ur­inn mun bera nafn­ið Archie Harri­son Mount­batten-Windsor.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.