Ís­lend­ing­ar hafa trú á Hat­ara

Fréttablaðið - - TILVERAN -

Um fjórð­ung­ur lands­manna spá­ir því að fram­lag Ís­lands í Eurovision söngv­akeppn­inni muni enda í einu af fimm efstu sæt­um keppn­inn­ar, sem hald­in verð­ur í Ísra­el í næstu viku. Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un MMR sem fram­kvæmd var dag­ana 30. apríl til 3. maí.

Í kring­um 80 pró­sent telja að Hat­ari kom­ist áfram á loka­kvöld söngv­akeppn­inn­ar. Já­kvæðni mæld­ist mest hjá yngri ald­urs­hóp­um og spáðu þannig 64 pró­sent svar­enda á aldr­in­um 18-29 ára og 58 pró­sent þeirra 30- 49 ára ís­lenska lag­inu einu af tíu efstu sæt­um keppn­inn­ar.

Ís­lend­ing­ar sem eru bú­sett­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru tals­vert já­kvæð­ari en þeir sem búa á lands­byggð­inni. 51 pró­sent höf­uð­borg­ar­búa tel­ur að Hat­ari lendi í einu af tíu efstu sæt­un­um sam­an­bor­ið við 45 pró­sent þeirra á lands­byggð­inni. Lands­byggð­ar­fólk var einnig lík­legra til að spá Hat­ara einu af neðstu sæt­un­um í keppn­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.