Í bæn­um

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­[email protected]­bla­did.is

Göngu­göt­ur eru nauð­syn­leg­ur og um leið skemmti­leg­ur þátt­ur í því að skapa að­lað­andi mið­bæ. Á sól­rík­um dög­um í Reykja­vík blas­ir þetta við öll­um. Slík­ir dag­ar eru reynd­ar of fá­ir en þeg­ar þeir koma ganga íbú­ar glað­ir í bragði út úr hús­um sín­um og streyma í bæ­inn um leið og þeir fagna því hversu sjar­mer­andi, nota­leg­ur og skemmti­leg­ur hann er. Þeg­ar sól­in bregð­ur birtu yf­ir bæ­inn ger­ir hún hann sjálf­krafa að góð­um stað en fleira kem­ur til, ekki síst göngu­göt­ur. Slík­ar göt­ur eru nauð­syn­leg­ar í öll­um borg­um og það er eng­in til­vilj­un að er­lend­ir ferða­menn leita þær uppi og borg­ar­bú­ar spóka sig þar. Göngu­göt­ur gera versl­un­ar­um­hverfi meira að­lað­andi en það alla jafna er og eiga stór­an þátt í að skapa líf­leg­an mið­bæ með ið­andi mann­lífi, fjarri bílaum­ferð.

Unn­end­ur einka­bíls­ins and­varpa marg­ir mæðu­lega í hvert sinn sem til­kynnt er um opn­un göngugatna í Reykja­vík enda tak­marka þær óneit­an­lega mögu­leika þeirra á því að geta lagt bíl sín­um fyr­ir fram­an áfanga­stað sinn. Bíla­eig­end­ur eiga ekki að hafa slíka þrá­hyggju­kennda ást á far­ar­tæki sínu að þeir flokki það sem sví­virðu að þurfa að leggja bíln­um og ganga ein­hvern spöl. Hreyf­ing er holl, auk þess má margt sjá á göngu og þar mæt­ist fólk og oft verða fagn­að­ar­fund­ir. Svo er ekki eins og ómögu­legt sé að fá bíla­stæði í mið­borg­inni.

Kvart­an­ir bílóðra lands­manna um að þeir kom­ist ekki leið­ar sinn­ar í mið­bæn­um vegna bíla­stæða­skorts eru ein­fald­lega ekki byggð­ar á traust­um grunni. Í mið­borg­inni eru 1.144 stæði í bíla­hús­um bíla­stæða­sjóðs, 250 stæði í bíla­kjall­ara Hafn­ar­torgs og í Hörpu eru 545 stæði. Bíla­eig­end­ur verða að sætta sig við þann raun­veru­leika, sem er alls ekki sárs­auka­full­ur, að það er pláss fyr­ir bílaum­ferð á ákveðn­um svæð­um en ann­ars stað­ar á hún ekki er­indi. Þá verða bíla­eig­end­ur að skilja bíla sína eft­ir á bíla­stæð­um og af þeim er nóg. Svo geta þeir nátt­úr­lega líka tek­ið strætó.

All­ir hafa gott af því að fara ein­staka sinn­um í stræt­is­vagn. Strætó er miklu betri kost­ur en marg­ir ætla. Ekki er ýkja langt síð­an alltof langt var á milli ferða en það hef­ur stór­lag­ast. Nú er yf­ir­leitt hægt að kom­ast leið­ar sinn­ar á þægi­leg­an hátt á skömm­um tíma. Við­horf­ið til stræt­is­vagna­ferða hér á landi ein­kenn­ist þó af furðu­legu snobbi, það er eins og ekki þyki fínt að temja sér þann ferða­máta. Hef­ur ein­hver séð for­stjóra í strætó?

Ráða­menn þjóð­ar­inn­ar, sem bera ábyrgð í mörg­um mál­um, ættu að gera sitt til að breyta þessu við­horfi. Þeir sem eru með einka­bíl­stjóra ættu að gefa hon­um frí í eins og eina viku og þau fyr­ir­menni sem sýna þá hóg­værð að keyra sjálf ættu að leggja bíl sín­um og taka strætó eins og al­þýð­an. Al­gjör­lega nýr reynslu­heim­ur myndi opn­ast fyr­ir fína fólk­inu. Í strætó væri skyndi­lega stétt með stétt. Sann­ar­lega skemmti­leg til­breyt­ing. Síð­an má svo vippa sér út úr vagn­in­um, spáss­era um göngu­göt­urn­ar og kynn­ast mann­líf­inu og fólk­inu í borg­inni. Ráða­menn hafa tek­ið sér margt vit­laus­ara fyr­ir hend­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.