Bald­ur tek­ur við Tinda­stól

Fréttablaðið - - SPORT - – kpt

Bald­ur Þór Ragn­ars­son var í gær kynnt­ur til leiks sem nýr þjálf­ari Tinda­stóls í karla­flokki fyr­ir næsta tíma­bil í Dom­ino’s-deild karla.

Hann tek­ur við lið­inu af Isra­el Mart­in eft­ir að Mart­in og stjórn körfuknatt­leiks­deild­ar Tinda­stóls komust að sam­komu­lagi um starfs­lok í vor.

Bald­ur stýrði spútnikliði Þórs Þor­láks­höfn alla leið­ina í undanúr­slit Ís­lands­móts­ins í vet­ur þar sem Þórsar­ar sendu Stól­ana í sum­ar­frí í átta liða úr­slit­un­um.

Að­eins tæpt ár er lið­ið síð­an hinn 29 ára gamli Bald­ur Þór tók við liði Þórs af Ein­ari Árna Jó­hann­es­syni og skrif­aði und­ir þriggja ára samn­ing í Þor­láks­höfn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.